Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 43

Morgunblaðið - 15.04.2021, Síða 43
UMRÆÐAN 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Atvinnueign kynnir til leigu: 1.460 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð viðVíkurhvarf 1 í Kópa- vogi. Húsnæðið býður upp á mikla möguleika. Hentar vel fyrir verslun, lager og iðnað. Vönduð og glæsileg bygging með nægum bílastæðum. 4 metra há innkeyrsluhurð. Allt að 6 metra lofthæð. Laust sam- kvæmt samkomulagi. Síðumúli 13 108 Reykjavík S. 577 5500 atvinnueign.is Fasteignamiðlun TIL LEIGU ATVINNUHÚSNÆÐI VÍKURHVARF 1 - KÓPAVOGI Halldór Már Sverrisson Viðskiptafræðingur Löggiltur fasteignasali Löggiltur leigumiðlari 898 5599 halldor@atvinnueign.is Hentar vel fyrir verslun, lager og iðnað. Hugmyndasmiðirnir hafa áætlað að léttlína kosti 20 milljarða í stað fyrirætlaðra 50 milljarða og segja að tilætluðum árangri sé betur náð með þessu kerfi. Með tilliti til matsþátta Weid- manns stendur léttlínukerfi þó tölu- vert verr en þær tillögur sem hafa komið fram í frumdrögum borg- arlínu. Áreiðanleiki og tímanleiki verður verri með færri sérrýmum, biðtími mun ekki skána sökum óbreyttrar tíðni og eldri vagnar og sparnaður á biðstöðvum munu bitna á þægindum þjónustunnar. Hér virð- ist hugmyndasmiðum hafa yfirsést að ráðfæra sig við notendur þjónust- unnar. Samkvæmt tillögum sem liggja fyrir mun léttlína því hafa afar tak- mörkuð áhrif á hlutfall farinna ferða með almenningssamgöngum. Mark- miðum um þreföldun ferða í almenn- ingssamgöngum úr 4% í 12% til 2040 verður ekki náð með léttlínu. Á sama tíma mun fólk upplifa frekari um- ferðartafir. 20 milljörðum króna er ekki vel varið í slíkar „framfarir“. Samgöngukerfi sem þjónusta Aukið valfrelsi í samgöngum bætir aðgengileika og gerir okkur minna háð einstaka ferðamátum. Þetta þýð- ir að með fjölbreyttari samgöngum eru fleiri og betri leiðir til að komast frá A til B. Þetta bætir lífskjör. Þegar við veljum okkur fararmáta áður en við förum í heimsókn til ömmu skiptir það höfuðmáli hvort þjónustan sé góð eða hvort við höfum staðið í vegi fyrir því að hún standi til boða. Höfundur er samgönguverkfræðingur og doktorsnemi í innviðakerfum. arnor.elvarsson@gmail.com Miklar umræður og vangaveltur hafa verið í kjölfar nýfallins úr- skurðar Héraðsdóms Reykjavíkur þess efn- is, að heilbrigðisyf- irvöldum hafi verið ólögmætt á grundvelli reglugerðar að ákvarða, að komu- farþegum til Íslands væri skylt að fara í sóttkví í tilteknu sóttvarnarhóteli. Hér hefði þurft lagastoð, auk þess væri brotið gegn svonefndri með- alhófsreglu og jafnræðis ekki gætt. Þessa lagastoð skorti þá og skortir því miður enn. Margir hafa undrast það að dóm- stjóri Héraðsdóms Reykjavíkur skyldi ekki skipa þarna fjölskip- aðan dóm og þá með sig sem dóms- formann til þess að gefa vænt- anlegum úrskurði héraðsdóms djúpstæðara gildi. Einkum sé það haft í huga, að nánast var útilokað tímans vegna, að það tækist að fá niðurstöðu áfrýjunardómstólsins Landsréttar, eins og kom á daginn. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavík- ur varð því endanleg niðurstaða í þessu mjög svo þýðingarmikla máli, sem snertir alla landsmenn. Í úrskurðinum var réttilega kom- ist að þeirri niðurstöðu, að lagastoð skorti í sóttvarnarlögum til að út- gefin reglugerð væri gild og bind- andi, hvað þetta ágreiningsefni varðaði. Hefur alla tíð borið brýna nauðsyn til að hafa möguleika á róttækum þvingunaraðgerðum með stjórnvaldsfyrirmælum, kæmu hér upp tilvik bráðdrepandi farsótta, svo sem svartadauða og ebólu. Af hverju hefur þetta ekki verið enn gert með skýrum og afdráttarlausum hætti og það fyrir löngu? Hér væri brýnt verkefni fyrir velferð- arnefnd Alþingis að lagfæra fyrra klúður við undirbúning laga- setningar á þessu sviði. Getur verið að það sé pólitík og það að kosningar eru í nánd, að allt skuli vera nokkurn veginn frjálst og engan megi helst styggja eða valda óþægindum? Ekki fæ ég séð, að í stað reglu- gerðar, sem áður þvingaði beint þá ferðamenn sem komu til landsins til að dveljast á sóttvarnarhóteli, þá sé nú hægt með nýrri reglugerð að fara bakdyraleið með því t.d. að setja slík þröng skilyrði til að fá að dveljast í heimahúsi, að ferðamenn- irnir geti ekki uppfyllt þau, þannig að þeir nú nánast neyðast til að dveljast á sóttvarnarhóteli. Allar þvinganir í reglugerð þurfa eftir sem áður að eiga sér skýra laga- stoð. Það að vísa í jafnræðisregluna, þegar mönnum er mismunað í þessum efnum, fæ ég ekki séð að gangi upp þarna. Sama verður að gilda yfir alla. Ekki er heldur hægt að ætlast til þess, að heilbrigðisyf- irvöld meti og taki út aðstöðu í öll- um heimahúsum, hvað þá í sum- arbústöðum úti um allar koppagrundir. Til að koma að marggefnu tilefni í veg fyrir mögu- leg brot þeirra, sem vilja vera í heimahúsum, þá verða sömu reglur að gilda fyrir alla, þannig að öllum en ekki sumum verði gert skylt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Þar er tryggt að allir haldi sóttvarnarregl- urnar. Í þessu ágreiningsmáli fyrir hér- aðsdómi var niðurstaðan, auk skorts á lagastoð, byggð á svo- nefndri meðalhófsreglu stjórnsýslu- réttar. Í flestum tilvikum þegar vitnað hefur verið í þá reglu hefur einstaklingur með einstaklings- bundin réttindi átt í útstöðum við stjórnvald. Í þessu tilviki hér liggja undir hagsmunir allra, þjóðarinnar, mál sem snertir velferð allra lands- manna. Þessi Covid-19-drepsótt, sem hefur geisað um allan heim og þegar lagt að velli tæplega þrjár milljónir manna, sýnir hvaða þýð- ingu skjótar ráðstafanir heilbrigð- isyfirvalda hafa. Það eru hags- munir heildarinnar, sem eiga að sitja í fyrirrúmi, en ekki hagsmunir eða óþægindi einstakra aðila undir merkjum meðalhófs, þegar upp er staðið í þessu farsóttarmáli, hvað svo sem þeir segja, sem vilja hampa frjálshyggju, meðalhófi eða jafnræði og láta það hafa forgang framar öllu öðru. Þó þykist ég vita fullvel, að margir eru mér þarna ósammála, hvað þetta varðar, eins og t.d. maðurinn, sem orðaði það svo beint og umbúðalaust: „Hér er elsku ég! Annað skiptir ekki máli!“ Eitt annað og óskylt en þó tengt mál svona í lokin. Ég er einn af þessum gamlingjum, sem nú hafa fengið sprautu í Laugardalshöll vegna Covid-19. Þarna sat maður með fjölmennum hópi fólks, sem beðinn var að bera á sér staðinn, sem sprauta átti í, þ.e. vinstri öxl- ina. Mikið var ég annars feginn, að ekki sé lengur sprautað í rasskinn- ina. Maður bara sér fyrir sér, hvernig það hefði annars verið, þegar allur hópurinn hefði fengið þá skipun að gyrða niður … Ég held að ég stoppi hér og láti gott heita, en þakka jafnframt fyrir þá aðferð, sem nú er þarna notuð í dag. Meðalhóf og drepsótt Eftir Jónas Haraldsson »Ekki er heldur hægt að ætlast til þess, að heilbrigðisyfirvöld meti og taki út aðstöðu í öll- um heimahúsum Jónas Haraldsson Höfundur er lögfræðingur. Þarftu að láta gera við? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.