Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
✝
Guðrún Magn-
úsdóttir fædd-
ist í Flögu í Flóa 9.
ágúst 1919. Hún
lést 26. mars sl. á
elliheimilinu Grund
við Hringbraut,
næstelst níu syst-
kina. Foreldrar
hennar voru hjónin
Vigdís Stefáns-
dóttir, fædd 13.
október 1891, dáin
14. mars 1977, og Magnús Árna-
son, fæddur 18. október 1887,
dáinn 23. desember 1973.
Systkin Guðrúnar voru: Árni,
Stefanía, Brynjólfur, Sigríður,
Guðríður, Grímur, Anna og
bjuggu þar í rúm 20 ár. Á bú-
skaparárum sínum þar stund-
uðu þau allmikla garðyrkju.
Einnig var Guðrún leikin við
saumavélina og prjónaði á
prjónavél fyrir fólk og seldi.
Bjarni vann lengst af fjarri
heimilinu, en Guðrún gætti bús
og barna.
Fjölskyldan fluttist til
Reykjavíkur í september 1964
að Meistaravöllum 15, þar sem
þau höfðu fest kaup á íbúð. Guð-
rún vann um tíma hjá Bæj-
arútgerð Reykjavíkur, starfaði
einnig sem dagmamma, en réðst
síðan sem starfsstúlka að Elli-
heimilinu Grund og starfaði þar
ein 20 ár. Hún lauk lauk síðan
síðustu ævidögum sínum á sömu
deild og hún hafði starfað á.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 15. apríl,
klukkan 15.00. Vegna aðstæðna
verður aðeins allra nánasta fjöl-
skylda við útförina.
Unnur. Auk þess
ólst upp með þeim
fóstursonur, Stefán
Jónsson. Öll eru nú
látin.
Guðrún giftist 9.
október 1943
Bjarna Ágústssyni
frá Hróarsholti,
fæddum 24. desem-
ber 1914, dánum
12. september
1997, og eignuðust
þau fimm börn. Þau eru: Vigdís
Magnea, Ágúst, Kristín, Árni og
Hjördís Björg. Barnabörnin eru
átta og langömmubörnin 10.
Guðrún og Bjarni hófu bú-
skap á Lundi á Eyrarbakka og
„Hún mamma vaknaði ekki í
morgun.“ Þetta voru orðin sem
konan mín kallaði til mín þar sem
ég var að koma úr sturtunni 26.
mars sl. Það er undarlegt að eiga
ekki eftir að hitta hana oftar í
þessu lífi. Þó veit ég vel að hún var
orðin 101 árs og hálfu ári betur.
Oft höfum við setið saman bæði og
rifjað upp eitthvað frá hennar
bernskudögum og einnig síðar á
lífsleiðinni. Samband okkar varð
stöðugt sterkara eftir því sem árin
hafa liðið. Bjarna hafði ég aftur á
móti kynnst lítils háttar áður, þar
sem leiðir okkar lágu saman í
vinnuferðum úti á landi, án þess
að ég vissi að þar væri kominn til-
vonandi tengdafaðir minn. Sátum
við þá oft saman á spjalli eftir
vinnudag, hann á krananum hjá
Vita- og hafnamálum, en ég í sjálf-
virku símstöðvum Landssímans.
Guðrún og Bjarni voru bæði fædd
og uppalin hvort á sínum bænum í
Hróarsholtshverfinu í Flóa, hann í
Hróarsholti við rúmgóð húsa-
kynni en hún í Flögu þar sem aft-
ur á móti allt var minna, tvímennt
í hverju rúmi og fjölskyldan stór.
Guðrún lýsti því sem hreinu æv-
intýri að hafa átt heima í hverfinu,
en þar var margt fólk á þessum
tíma, líf og fjör. Þetta voru einir
fjórir bæir í hnapp og stutt í
næstu bæi. Mikið af ungu fólki
sem safnaðist saman þegar tími
var til og skemmti sér við leik og
dans. Guðrún ljómaði alltaf af
gleði þegar hún lýsti unglingsár-
unum, enda er fallegt í Flóanum
og þar hefur áreiðanlega verið á
margan hátt gott að vera meðan
mannlíf stóð í blóma. Guðrún
kunni ógrynni af ljóðum sem hún
nam af Vigdísi móður sinni þegar
þær voru saman að mjólka í fjós-
inu, sem og heimalærdóminn sem
mamma hennar las með henni,
vegna sjónskekkju sem háði henni
fyrstu árin áður en hún fékk gler-
augu. Guðrún var frekar stjórn-
söm kona og fylgdist vel með öllu
sem gerðist í kringum hana hvort
sem var við matarborðið eða utan
dyra. Mér er minnisstætt atvik
frá fyrstu ökuferðinni okkar sam-
an, þegar við nálguðumst gatna-
mót þar sem var biðskylda. Þá
gellur allt í einu í Guðrúnu: „Sig-
urður! – hér er skilyrðislaust
stans.“ Þetta hefði svo sem ekki
þurft að vera undarlegt nema
vegna þess að Guðrún var aldrei
með bílpróf.
Það voru skemmtilegar
stundirnar við matarborðið á
Meistó og ávallt var þar nóg um
að tala, gjarnan sögur úr sveitinni
eða af Bakkanum. Guðrún og
Bjarni giftu sig 1943 í Hróarsholti
þar sem haldin var mikil brúð-
kaupsveisla og mér er sagt að
stofugólfið í húsinu hafi svignað
þegar dansinn dunaði sem hæst
undir harmonikuleik Braga Hlíð-
berg, en Guðrún og hann voru
systrabörn.
Árið 1979 var Flaga komin í
eigu nokkurra systkina Guðrúnar
og var þá stundaður þar heyskap-
ur nokkur sumur. Á ég mjög góð-
ar minningar þaðan með fjöl-
skyldu minni ásamt öllu því góða
og glaðlynda fólki. Nokkru síðar
var tekið út úr landinu pláss fyrir
sumarbústaði, þar sem fólk hittist
fyrst í júlí með miklum söng, grilli,
glens og gamni. Guðrún kunni
alltaf vel við sig í fjölmenni og var
þá hrókur alls fagnaðar, það
sakna hennar allir mikið, en hún
lifði lengst allra sinna systkina.
Blessuð sé minning hennar.
Sigurður Alfonsson.
Elsku Guðrún amma mín sofn-
aði í síðasta sinn fimmtudags-
kvöldið 25. mars, rúmlega 101 árs
að aldri. Bjarki Þór, sonur minn,
vill meina að húsið sem afi var að
smíða handa þeim í lífinu að hand-
an, og hann sýndi henni stundum í
draumunum hennar, hafi verið
tilbúið og hann hafi sótt hana í
svefni, en amma var sannfærð um
að Guð væri búinn að gleyma
henni.
Amma var stórkostlegur
karakter, hún var dugleg, ákveðin
og þrjósk. Hún var með kröfur á
fólkið sitt og sagði alveg umbúða-
laust það sem henni fannst:
„Kannt þú að sjóða kartöflur,
Guðrún?“ „bakaðir þú þessar
vöfflur, alveg frá grunni!“ og „þú
þarft að mosahreinsa stéttina fyr-
ir framan húsið þitt!“ eru setning-
ar sem ég man eftir að hafa heyrt.
Við þróuðum með okkur góða vin-
áttu þegar ég varð eldri, hún átti
aldrei í vandræðum með að
brydda upp á spjalli hvort sem
það var við mig eða syni mína. Það
var alveg ótrúlegt hvað hún var
lunkin að spyrja og spjalla og
setja sig inn í það sem var í gangi í
lífi þeirra sem voru í kringum
hana og minnið hennar! Maður
minn! Fílar fölna við hliðina á
ömmu minni.
Það kom líka alveg fyrir að við
vorum ósammála og „rifumst“ en
það risti aldrei djúpt, við erum jú
báðar þrjóskar konur. Vinkonum
mínum fannst frekar furðulegt að
ég rifist við 100 ára gamla ömmu
mína en hún sagði það sem henni
fannst svo svakalega ósykurhúðað
að maður bara gat ekki annað en
svarað. Sem betur fer er ég ekki
langrækin og fann þörf til að fara
til hennar fljótt aftur ef okkur
sinnaðist eitthvað og var þá bara
spjallað eins og ekkert hafði í
skorist. Þegar ég hugsa til baka
finnst mér besta tímabilið okkar
hafa verið þegar hana vantaði að-
stoð við að fá augndropa tvisvar á
dag. Þá fór ég daglega til hennar á
kvöldin í marga daga, stoppaði
ekki endilega lengi í hvert skipti
en upp úr því komst mjög gott
skrið og taktur á heimsóknir mín-
ar til hennar. Á þeim tíma fannst
mér stundum eins og hún væri að
gera upp lífið sitt. Við spjölluðum
um það sem hafði gengið á í henn-
ar lífi, það sem hún sá eftir eða
hvað henni fannst að hún hefði
getað gert betur og hvernig allt
hafði verið hér áður fyrr. Sumu
sem okkur fór á milli hef ég komið
áfram, annað fær bara að hjúfra
sig í hjartanu mínu. Eitt eftir-
minnilegasta spjallið var þegar
hún var að tala um sig og dauðann
sem endaði þannig að ég spurði
hana umbúðalaust: „Jæja, amma
mín! Og hvenær hefðir þú þá vilj-
að deyja?“ Amma mín hugsaði sig
um í smástund og sagði svo: „Upp
úr níræðu.“
Ég veit að elsku amma mín var
södd lífdaga. Hennar samferða-
fólk var allt farið. Hún var tilbúin.
Henni fannst alveg röðin vera
komin að sér. Ég er alveg ótrú-
lega þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast henni svona vel eftir
að ég varð fullorðin. Ég kveð því
ekki bara ömmu mína heldur líka
vinkonu mína.
Ömmu vil ég þakka samfylgd-
ina, fyrir að vera gagnrýnin, fyrir
að kenna mér að aldur er afstæð-
ur og fyrir að vera fyrirmynd fyrir
elju, dugnað og sjálfstæði.
Ég á eftir að sakna hennar.
Guðrún.
Í dag kveðjum við hana Guð-
rúnu frænku. Ég kynntist henni
fyrst þegar ég dvaldi sem smá-
stelpa hjá Stefaníu systur hennar
á Eyrarbakka. Þá var stundum
farið austurúr til að heimsækja
Guðrúnu og hennar stóru fjöl-
skyldu á Lundi. Mér fannst það
nokkuð löng gönguferð vestan úr
Kirkjuhúsi og alltaf svolítið ævin-
týralegt að koma þangað því
Litla-Hraun var alveg í bakgarð-
inum. Guðrún og mamma voru
bræðradætur og eftir að Guðrún
og Bjarni fluttu til Reykjavíkur
var gott samband á milli fjöl-
skyldna okkar. Eftir að mamma
lést, fyrir aldur fram, heimsótti
Guðrún afa og ömmu reglulega og
sinnti þeim vel. Þegar ég síðar
flutti í Vesturbæinn ásamt fjöl-
skyldu minni bjuggum við nálægt
Guðrúnu og Bjarna á Meistara-
völlunum og þá mynduðust á milli
okkar ómetanleg tengsl og mikil
vinátta. Það var alltaf gaman að
líta inn til þeirra og áður en vitað
var af var búið að drífa fram alls
kyns kræsingar sem Guðrún hafði
bakað sjálf, kleinur, hafrakex,
flatkökur og stundum heilu tert-
urnar. Dætur mínar lærðu fljótt
að stinga sér inn til Guðrúnar og
Bjarna og vissu að þar var alltaf
hægt að fá einhverja hressingu.
Guðrún var einstaklega minnug
og fylgdist vel með öllum okkar
sameiginlegu skyldmennum af
Hurðarbaksættinni og gat sagt af
þeim skemmtilegar sögur.
Þegar ég eignaðist barnabörn
voru þau alltaf til í að koma með
mér í heimsókn til Guðrúnar og
fræðast af henni um gamla tíma.
Hún sagði okkur margar
skemmtilegar sögur af uppvexti
sínum í stórum barnahópnum í
Flögu. Minnisstæð er sagan þeg-
ar hún átta ára gömul var sett upp
á hest og send að Kolsholti til að
sækja rúsínur, en fjölskyldurnar í
Flögu og Kolsholti höfðu fest
kaup á einum kassa af rúsínum
saman. Á heimleiðinni varð á vegi
hennar bóndi úr sveitinni sem var
að koma af hestamannamóti
nokkuð hífaður. Hann hafði dottið
af baki og þurfti aðstoð við að
gyrða hestinn. Guðrún var smeyk
við að fara af baki því hún vissi að
hún kæmist ekki á bak aftur sjálf.
En hún gerði eins og henni var
sagt og hjálpaði hann henni svo á
bak aftur og launaði ríkulega.
Peningarnir sem hún fékk að
launum dugðu fyrir fínum skóm á
bæði hana og Stefaníu systur
hennar.
Guðrún náði háum aldri og hélt
reisn sinni til hinstu stundar. Það
var mér ómetanlegt að eiga hana
að og ég er þakklát fyrir allar
stundirnar sem við fjölskyldan
áttum með henni. Ég kveð hana
með söknuði en veit líka að hún er
hvíldinni fegin. Fjölskyldunni allri
sendi ég hlýjar kveðjur.
Guðný Helga Gunnars-
dóttir og fjölskylda.
Guðrún
Magnúsdóttir
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Elskulegi maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi
TRAUSTI Ó. LÁRUSSON,
f.v. framkvæmdarstjóri
lést á Líknardeild Landspítalans 12. apríl.
Í ljósi Covid verður tilhögun jarðarfarar
auglýst síðar.
Hanna M. Kjeld
Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason
Anna Kristín Traustadóttir
Sigrún Traustadóttir
Elín Ósk Guðmundsdóttir Ómar Bendtsen
Trausti Guðmundsson Ása Bergsdóttir Sandholt
Svava Dís Guðmundsdóttir Friðjón Ástmundsson
Bjarni Guðmundsson Vaka Dagsdóttir
og langafabörn
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
BERGLJÓT GUÐJÓNSDÓTTIR,
Kórsölum 1,
lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu
Sléttuvegi 31. mars. Bestu þakkir til
starfsfólks heimilisins.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Sesselja Jóhannesdóttir Birgir Arnar Birgisson
Eyrún Jóhannesdóttir Einar Aðalsteinn Jónsson
börn og barnabörn
Ástkær og elskuleg eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG HERVÖR
GUÐJÓNSDÓTTIR,
Hebba frá Hesti,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu,
Hraunvangi, föstudaginn langa 2. apríl.
Útförin verður auglýst síðar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á
Bylgjuhrauni 2. hæð á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka
umönnun, hjartahlýju, skilning og nærgætni við fjölskylduna.
Guðmundur Knútur Egilsson
Bryndís Guðmundsdóttir Árni Sigfússon
Magnús Guðmundsson Kajsa Arena
Ragnheiður E. Guðmundsd. Gunnar Salvarsson
Guðjón Gísli Guðmundsson
María G. Guðmundsdóttir Steingrímur Sigurgeirsson
barnabörn og langömmubörn
Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ANNA BALDVINSDÓTTIR,
Lambastöðum,
lést á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð,
Borgarnesi, 8. apríl.
Útför hennar mun fara fram frá Álftaneskirkju laugardaginn
17. apríl klukkan 14. Vegna fjöldatakmarkana verða eingöngu
nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir útförina en athöfninni
verður streymt á kvikborg.is.
Skúli Jónsson
Jóhanna Skúladóttir Baldur Jónsson
Baldvin Skúlason Valgerður Árnadóttir
Guðmundur Skúlason
Óskar Skúlason Þóra Olsen
Ásta Skúladóttir Sigurður Óli Ólason
Hjalti Skúlason
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR LÁRA ÁRNADÓTTIR,
lést 6. apríl í faðmi fjölskyldunnar.
Útför fer fram frá Akureyrarkirkju miðviku-
daginn 21. apríl klukkan 13. Hlekk á streymi er hægt að nálgast
á mbl.is/andlat.
Árni Þorsteinsson Andrea Ólafsdóttir
Guðlaug Þorsteinsdóttir Aðalsteinn Pétursson
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ástvinir