Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.04.2021, Qupperneq 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 ✝ Guðbjörg Jóns- dóttir fæddist í Reykjavík 18. febr- úar 1930. Hún lést á páskadag, 4. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Jón Magn- ús Magnússon, f. 1897, d. 1943 og Ólafía Ólafsdóttir, f. 1899, d. 1969. Systkini Guð- bjargar: Þór Guðmundur, d. 1994, Ólafur, d.2003, Magnús Björgvin, d. 1996, Margrét J. Burt, d.1 982, Unnur Ósk, d. 2015, Gunnar Sigþór, d. 1998, Jóhanna Ólöf, d. 1941, Eygló Svava, f. 1935, Ágúst Grétar, d. 2000 og Óli Garðar, f. 1939. Guðbjörg giftist 23. sept- ember 1957 Þorsteini Kristjáns- syni frá Löndum í Stöðvarfirði, f. 12.2. 1927, d. 13.5. 1998. For- eldrar Þorsteins voru Kristján Þorsteinsson, f. 1905, d. 1977 og Aðalheiður Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 1903, d. 1988. Börn Guðbjargar og Þor- steins eru: 1) Bryndís Þorsteinsdóttir, f. 1957, maki Rafn Thorarensen, f. 1954. Þau eiga tvö börn: a) Þor- og ólst þar upp í 11 systkina hópi, var hún sú sjötta í röðinni. Guðbjörg gekk í Austurbæjar- skóla og Laugarnesskóla sem barn. Flestöll sumur var Guð- björg send í sveit eins og tíðk- aðist á hennar uppvaxtarárum og oft ásamt Gunnari bróður sínum. Hún var sveitakona í borg og elskaði að vera úti í náttúrunni og vesenast í gróðri. Hún fór ung að heiman og fór að vinna fyrir sér og alla tíð var hún vinnusöm og hörkudugleg. Hún kynnist Þorsteini Krist- jánssyni í Vetrargarðinum í Tí- volí árið 1955. Þau hefja sinn bú- skap ári síðar og ganga í hjónaband 1957. Árið 1962 fer Guðbjörg á síldarvertíð á Siglu- fjörð með unga dóttur sína á meðan eiginmaðurinn var á síld- arbát og er þar heilt sumar. Þau hjónin byggðu sér hús í Vesturbergi og þar ræktaði Guðbjörg einstaklega fallegan garð sem tekið var eftir þar sem hún undi sér vel með mold og jurtir á milli handanna og lagði land undir fót til að ná sér í fal- legt grjót, eins og t.d austur og vestur á firði. Guðbjörg var hús- móðir eftir að börnin komu til, þegar þau eltust fór Guðbjörg að vinna meira við hin ýmsu störf og var lengst af í fisk- vinnslu hjá Granda sem var hennar starfslokastaður. Guðbjörg verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 15. apríl 2021, kl. 13. steinn Valur, f. 1978, börn hans eru Embla Mey, f. 2002 og Ægir Rafn, f. 2014, b) Íris Erla, f. 1983, maki Gunnar Þór Hallgrímsson, f. 1979, börn þeirra eru Kamilla Diljá, f. 2009, Haukur Barri, f. 2016 og Úlfur Orri, f. 2019. Fyrir átti Rafn dótturina Maríu Sonju, f. 1974, börn hennar eru Hulda Margrét, Viljar, Irena, Telma og Elvar. 2) Ólöf Heiður Þorsteins- dóttir, f. 1960, maki Kristján Már Gunnarsson, f. 1959. Ólöf á eina dóttur: Margrét Björg Jak- obsdóttir, f. 1988, maki Justin Carter, f. 1987, börn þeirra eru Jakob Tristan, f. 2016, Viktoría Kría og Atlas Krummi, f. 2019. 3) Kristján Þorsteinsson, f. 1964. 4) Þórhildur Þorsteinsdóttir, f. 1968, maki Hafþór Ingi Sam- úelsson, f. 1974. Þórhildur á eina dóttur: Erla Dröfn Krist- jánsdóttir, f. 1989, dóttir hennar er Arney Sara Þórðardóttir, f. 2017. Guðbjörg fæddist í Reykjavík Elsku mamma. Þú varst ekki lengi að gera hlutina, gekkst í verkin, vannst hratt og kláraðir verkefnin, og eins var það þegar þú kvaddir þessa jarðvist. Þú varst alltaf eitthvað að bralla með okkur krakkana og var bíllinn bara fylltur af börnum og farið í réttirnar á haustin. Þá var tekið með sér nesti og var það brauð með kæfunni þinni og mjólk í tómatsósuflösku, sem mér líkaði nú alls ekki, að finna tómatsósulyktina í tappanum. Tjaldferðalögin á sumrin voru ófá með okkur fjögur og allt dót- ið sem því fylgdi uppi á þaki og í skottinu. En minningarnar eru svo sannarlega skemmtilegar og dýrmætar frá þessum ferðalög- um. Tala nú ekki um fé- lagsvistina sem við skottuðumst með þér á út um alla borg langt fram á unglingsárin, ekki skrítið að þessi gífurlegi spilaáhugi sé fyrir hendi hjá manni. Svo líða árin og við eldumst – nema þú því þér fannst þú aldrei vera gömul – og þá koma barna- börnin og langömmubörnin í þitt líf og þú fylgdist aldeilis vel með þeim öllum, alltaf að spyrjast fyrir um Margréti mína og hvort hún ætlaði nú ekki að flytja heim. Já, síðustu árin má segja að ég hafi komið við hjá þér nánast daglega með prjónana mína eftir vinnudag eða í hádeginu og setið og spjallað misjafnlega lengi. Og svo komum við Kristján með Moggann um helgar og ég með prjónana. Þá gastu rakið garn- irnar úr Kristjáni um gamla daga og fólk sem þú þekktir hér áður fyrr frá Suðurlandinu. Þið komuð aldrei að tómum kofunum hvort hjá öðru og gátuð talað í marga klukkutíma; oft var ég bú- in að segja „jæja“ ansi oft áður en ég náði Kristjáni heim og það fannst þér fyndið og sagðir: „Hvað liggur á?“ Tala nú ekki um spiladagana, hvort sem hitt- umst uppi í sumó, heima hjá þér, mér eða öðrum. Hvort sem það vorum við systur eða einhverjir aðrir voru allir dregnir að spila- borðinu til að taka einn hring og var það Reykjafoss eða fé- lagsvistin góða. Þér leiddist það ekki þegar ég var að sýna þér myndir og snöpp í tölvunni eða símanum frá Mar- gréti minni af hennar börnum og þá spurðir þú alltaf „hvenær kemur hún heim?“ sem var nú ósjaldan. Þú varst svo ánægð með barnabörnin mín þrjú og þótti mér vænt um það. Þú hélst svolítið upp á Jakob fjögurra ára og kallaðir hann Kobba litla frá því hann var skírður og varst sú eina sem fékkst það. Þér fannst hann svo duglegur að byrja læra stafina og kveða að aðeins fjög- urra ára. Svo komu tvíburarnir; það var sérstakt að fá tvö í einu, þér fannst Viktoría svo mikið lík Margréti og Atlas líkur Jakobi bróður sínum, og svo var það Justin, sem þú vildir alltaf vera að gefa enn eina bókina um Ís- land og sagðist ég ætla að redda því. Þessi ánægja þín með mína fjölskyldu yljaði manni heldur betur um hjartarætur, því þú vissir minn söknuð til þeirra því fjarlægðin var mikil, sérstaklega síðustu mánuði. Já, það er margs að minnast og þakka fyrir og allar minning- arnar geymi ég í hjarta mínu. Við eigum aldeilis eftir að sakna þín og rifja upp og hlæja, því þú gast verið svo asskoti fyndin. Takk fyrir allt elsku mamma mín. Þín dóttir, Ólöf Heiður. Elsku amma mín. Takk fyrir ferðalagið okkar saman undan- farin 32 ár. Nú siglir þú frá bryggju, upp með seglin, út á sjóndeildarhringinn þar sem ég fylgdist með þér þangað til ég sá þig ekki lengur en þá, einmitt þá, er ég viss um að einhver annar hafi séð þig og tekið á móti þér. Hér kemur mín hinsta kveðja sem ég hvíslaði líka í eyrað á þér þegar við gengum saman í gras- inu og nutum lífsins, þefuðum af grasinu og dönsuðum saman nokkrum klukkustundum áður en þú sigldir af stað í ævintýra- ferð. Gugga Ákveðin og unir sér, með útvarp Sögu eins og vera ber. Skoðanir stórar segir mér, sem gætu ekki farið framhjá þér. Sveitin er uppáhaldsstaður, þar er maður bara glaður. Graslyktina þefar maður og tíminn verður ekki jafn hraður. Í lífinu giftist og eignast krakka, en aldrei neinn kjölturakka. Fiskibollurnar dugleg að hakka og gefur afkomendum að smakka. Árin líða og enginn tími til að bíða. Fleiri afkomendur í safnið skríða, stóra lífið sem Gugga hefur lagt í að smíða. Þó sammála ekki alltaf séum þá elskum við náttúruna með augum berum. En einnig elskum við ljóð á bréfum ásamt því að njóta í sundlaugakerum. Gugga, þú ert hörkukvendi, það er ekki skrýtið að fuglar hjá þér lendi. Brauðbitana gefur færandi hendi vellíðan og sátt þér sendi (Erla Dröfn Kristjánsdóttir) Erla Dröfn Kristjánsdóttir. Á laugardaginn (10. apríl) sat ég á kaffihúsi með Jakobi (4 ára langömmubarni) og var að spyrja hann ýmissa spurninga um lífið. Ég spurði hann fyrst hvað honum þætti skemmtilegast að gera í Ameríku og hann sagði að „fara í sund með rennibraut“. Næst spurði ég hann hvað honum þætti skemmtilegast að gera á Íslandi og þá sagði hann: „Fara til lang- ömmu.“ Það var á þessu augna- bliki sem ég áttaði mig fyrst al- mennilega á því að þú værir farin, elsku amma okkar og langamma. Allt í einu áttaði ég mig á því að næst þegar við kom- um til Íslands verður þú ekki þar, elsku amma Gugga, og Jakob getur ekki farið á uppáhaldsstað- inn sinn lengur. Þegar Jakob var einungis 20 mánaða gamall úti á Ítalíu sá hann óvænt á tölvuskjánum hjá mér mynd af þér amma. Hann ljómaði allur og kallaði upp fyrir sig „Langa langa langa“. Síðan þá hefur hann talað óspart um hana löngu sem breyttist svo í langamma nýlega. Þú varst svo gríðarlega merkileg manneskja í huga Jakobs og þú gerðir þér örugglega aldrei grein fyrir því hvað þú áttir stóran aðdáanda í þessum litla strák. Hann talaði svo oft um þig þótt hann hafi ekki fengið að sjá þig jafn oft og hann hefði sjálfur óskað sér. En ég fékk að kynnast þér vel elsku amma og er þakklát fyrir það. Þú hefur verið svo stór hluti af mínu lífi, sérstaklega þegar ég var barn og það er svo mikilvægt að fá að eiga ömmu þegar maður er barn. Það voru forréttindi að eiga þig sem ömmu og ég er þakklát að Jakob hafi líka fengið að kynn- ast þér og eiga svona góðar minn- ingar um þig þótt ungur sé. Atlas og Viktoria fengu líka að hitta þig þótt þau muni aldrei muna það, en þú fékkst alla vega að upplifa að eignast tvíbura sem lang- ömmubörn og ég er svo glöð að þú varst enn þá hér til að þess að hitta þau og halda á þeim. Ég sagði Jakobi frá því í spjallinu okkar á laugardaginn að þú værir núna dáin og að við gætum því ekki heimsótt þig næst þegar við kæmum til Ís- lands. Jakob sagði að það væri allt í lagi því þú myndir rísa aft- ur upp eftir þrjá daga. Ég sagði honum að það væri rétt en þú myndir samt ekki fara aftur í íbúðina þína heldur myndirðu bara rísa upp í hjartanu okkar og í huga okkar. Þú getur verið viss um að þú verður alltaf þar og við munum alltaf minnast þín á páskunum á sama tíma og við munum minnast upprisu Krists. Ég bauð Jakobi að að senda þér skilaboð til að taka með þér til guðs og þetta eru skilaboðin sem komu beint og ótrufluð frá hon- um: Mér þykir leitt að þú hafir dá- ið. Ég elska þig. Hann bað mig svo um að setja tvö hjörtu. Mér þykir svo sárt elsku amma að geta ekki kvatt þig í dag og verið með þessari flottu fjölskyldu sem þú getur verið svo stolt af að hafa búið til og haldið utan um. Þú átt heiðurinn af því að hafa alið upp mömmu mína sem er svo sterk og dugleg kona. Bryndís, Kristján, Þór- hildur, Þorsteinn Valur, Íris Erla og Erla Dröfn. Þetta er allt þinn afrakstur og þetta er fjöl- skyldan mín. Ég samhryggist ykkur kæra fjölskylda og mér finnst sárt að geta ekki verið með ykkur í dag og síðustu daga. Saknaðarkveðjur, Margrét og Jakob. Fyrir nokkrum árum kom ég að ömmu minni uppi í tröppu að taka niður gardínukappa í stof- unni hjá sér. Það var farið að vora og tími til kominn að gard- ínan fengi hreinsun áður en blómin og flugurnar færu á stjá. Ég sagði við hana að konur á níræðisaldri hefðu ekkert að gera upp í tröppu og hún ætti bara að gjöra svo vel og ræsa út fólkið sitt sem vel gæti náð gard- ínunni niður og fengið svo kaffi- sopa að launum. Til þess værum við. Þessi minning mín lýsir ömmu minni vel. Hún var sjálf- stæðið uppmálað og var ekkert á því að láta aðra gera hlutina fyr- ir sig, hvað þá að biðja um að- stoð. Í ömmu leyndist nefnilega kvenskörungur sem kom fram í dugnaðinum og ákveðninni. Amma hefur verið mér náin alla tíð og eru æskuminningarn- ar ótal margar. Til dæmis var spilastokkurinn aldrei langt undan og amma var alltaf til í að taka slaginn. Ég var ekki há í loftinu þegar við fyrst tókum sagnaspil, tveggja manna vist eða Reykjafoss og eru þeir því ófáir slagirnir sem ég hef tekið við hana ömmu mína. Af allri þessari spilamennsku hefur maður smitast af hennar sér- visku og að sjálfsögðu stokkar maður spilin ekki oftar en þrisv- ar! Annað væri glapræði. Amma mátti ekkert aumt sjá og passaði hún t.d. vel upp á fuglana yfir vetrartímann. Ég brosi þegar ég hugsa til gæsa- hópsins sem var í mat hjá henni. Amma hló yfir ágengninni í þeim, því þær vissu upp á hár hvaðan brauðmolarnir komu og voru nánast farnar að banka á svaladyrnar. Ég minnist ömmu minnar með miklu þakklæti í hjarta. Þakklæti fyrir það að hafa haft hana svona lengi hjá mér, það er ómetanlegt. Þakklát er ég fyrir að hún hafi fengið að kynnast börnunum mínum, þótt vænt um þau og léti þau skipta sig máli. Ég mun sakna allra samræðn- anna, glettninnar í henni þegar hún velti upp einhverju fjar- stæðukenndu og glottinu þegar maður reyndi að svara því. Elsku amma mín, þú veist hvað mér mun alltaf þykja vænt um þig. Íris Erla. Guðbjörg Jónsdóttir Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Við tökum vel á móti ástvinum í hlýlegu og fallegu umhverfi Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA JÓNÍNA GUNNLAUGSDÓTTIR, Eskivöllum 11, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði mánudaginn 19. apríl klukkan 13. Sigurður Jóhannes Hallgrímsson Guðrún Aðalbjörg Sigurðard. Yngvi Björnsson Gunnlaugur Sigurðsson Birgitta Kristinsdóttir Sigríður Guðný Sigurðard. Bjarki Franzson barnabörn og barnabarnabarn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Aratúni 10, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítala 28. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sveinn Ingólfsson Jenný Gunnarsdóttir Þorvaldur Sigurðsson Gunnar B. Gunnarsson Sólveig Sigurðardóttir Bjarney M. Gunnarsdóttir Guðmundur Gíslason Bryndís Sveinsdóttir Atli Sævarsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir mín, systir okkar, stjúpsystir og mágkona, HALLVEIG FRÓÐADÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 13. apríl. Fyrir hönd aðstandenda, Hólmfríður Kofoed-Hansen Ragna Fróðadóttir og fjölskylda Björn Fróðason Lovísa V. Bryngeirsdóttir Hólmfríður Fróðadóttir Ingólfur Þorsteinsson Þorbjörg Kristinsdóttir Hanna Valdís Þorsteinsdóttir Sheer El-Showk Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR SIGURÐUR BJÖRNSSON húsasmíðameistari frá Siglunesi, lést á Hrafnistu, Boðaþingi, föstudaginn 9. apríl í faðmi ástvina. Útförin fer fram frá Lindakirkju miðvikudaginn 21. apríl klukkan 13. Athöfninni verður streymt inn á Lindakirkja.is/utfarir Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Jóhanna Ragnarsdóttir Kristinn Jónsson Rut Ragnarsdóttir Jóhann Sigurjónsson Rakel Ragnarsdóttir Hilmar B. Þráinsson Gígja S. Kristinsdóttir Jóhann Ó. Sveinsson Hanna B. Kristinsdóttir Brynjar F. Valsteinsson Einar I. Kristinsson Desiree A. Arteaga langafabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.