Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 48

Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Við Jonna töluðum saman á miðvikudag fyrir páska þegar ég var á leið úr bænum og þá sagði Jonna mér hversu alvar- leg veikindin væru orðin. Hún var svo glöð að vera komin heim af sjúkrahúsinu og að Hildigunnur og dóttir hennar Brynja væru komnar til að sjá um sig en fjölskylda Hildi- gunnar býr í Noregi. Viðar hafði sinnt mömmu sinni ein- staklega vel mánuðinn á sjúkrahúsinu og farið til henn- ar hvern dag. Það var Jonnu líkt að gleðjast yfir því góða en vera ekki að velta sér upp úr að ekkert væri hægt að gera við veikindunum. Við ákváðum að ég kæmi til hennar í kaffi strax eftir páska og við ættum gæðastund. En hún lést þrem- ur dögum seinna áður en páskahátíðin gekk í garð. Jonna var hávaxin og falleg kona, afar heilsteypt og glað- sinna. Það var reisn yfir henni. Hún var mikill vinur vina sinna og svo góð manneskja. Við kynntumst ungar í Noregi þeg- ar mennirnir okkar voru þar við nám. Jóhanna Svavarsdótt- ir og Geir Svavarsson giftust ung og eignuðust Hildigunni í Noregi og Viðar eftir heim- komu. Þau voru meðvituð um sitt barnalán og áttu sterkt samband við börnin og seinna barnabörnin. Í Noregi vorum við þröngi vinahópurinn eigin- lega fjölskylda hvert annars ekki síst á jólum og stórhátíð- um og pössuðum fyrir hvert annað ef svo bar undir. Minn- ingarnar þaðan eru allar mjög Jóhanna Svavarsdóttir ✝ Jóhanna Svav- arsdóttir fædd- ist 21. júní 1940. Hún lést 3. apríl 2021. Útför hennar fór fram 14. apríl 2021. Vegna mistaka í blaðinu í gær er þessi grein birt aft- ur. Hlutaðeigandi eru beðnir velvirð- ingar. ljúfar. Eftir heim- komuna héldum við mörg vel sam- an en með tíman- um vorum við, Jonna og Geir og Adda og Stebbi, þétt vinagrúppa sem hittist mikið, ferðaðist saman, hélt matarboð og við fylgdumst vel með fjölskyldum hvert annars. Þær stækkuðu með tímanum, áhugamál breyttust og samverustundum fækkaði en alltaf var jafn gott þegar eitthvað leiddi okkur saman. Það var svo gaman þegar Jonna og Geir fluttu í Kópavog fyrir fáum árum og við áttum samverustund hjá þeim í nýja staðnum sem var í göngufæri við okkur. Bjartar áætlanir gerðar um útivist og hitting en lífið breyttist. Síð- asta hálfa annað ár varð þeim mjög erfitt vegna veikinda Geirs og skömmu eftir að hann veiktist kom upp mein hjá Jonnu. Við kvöddum Geir í byrjun september og nú sjö mánuðum seinna er Jonna far- in. Ég er mjög þakklát fyrir áralöng kynni okkar hjóna og mér þykir vænt um þá góðu vináttu sem ég fann alltaf hjá Jonnu. Það var óhjákvæmilegt þegar við áttum gæðastund að endurupplifun yrði á vikuferð okkar sexmenninga til New York. Við reyndum að skoða allt sem markvert var í borg- inni og fórum á frægar söng- leikjasýningar og óperu. Alls konar uppákomur urðu sem allar eru umvafðar gleði og gríni í minningunni. Það var gaman að fylgjast náið að á lífsbrautinni í svo mörg ár og gott hvað vináttan er umvafin hlýju. Við Sverrir vottum Hildigunni, Viðari og öðrum í fjölskyldunni innilega samúð á kveðjustund. Blessuð sé minn- ing góðrar og sterkrar konu. Takk fyrir allt Jonna. Rannveig Guðmundsdóttir. ✝ Hólmfríður Sölvadóttir fæddist 21. sept- ember 1917 á Vatni á Höfðaströnd í Skagafirði og lést á Hrafnistu í Rvk. 22. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Kristín Sig- urðardóttir (f. 1886, d. 1969) og Sölvi Kjartansson (f. 1896, d. 1925). Fósturfaðir Hólmfríðar var Jón Jónsson (f. 1874). Fóstursystir hennar var Val- dís Ármannsdóttir (f. 1930, d. 2014). Sammæðra bróðir var Guðmundur Skagfjörð Jónsson (f. 1924, d. 1942). Átti hún þrjár systur samfeðra. Hólmfríður var alin að mestu upp á bænum Hornbrekku í Skagafirði. fríður (f. 1974), maki Hilmar Darri Flygenring (f. 1980), börn þeirra eru Jack, Ísfold Ólöf og Úlfur Ólafur; Ísfold (f. 1986), maki Þórður Birgisson (f. 1983), synir þeirra eru Vésteinn Logi, Þrándur Ingi og Ævar Freyr. Auk þeirra átti Kristján eina dóttur úr fyrra sambandi, Fann- eyju (f. 1968), maki Brynjólfur Gunnarsson (f. 1966), börn þeirra eru Jóhanna Lind, Ívar Atli, Árný Björk og Íris Dröfn. Barnabarnabarnabörn eru tíu. 3) Guðmundur Valur (Bússi) (f. 1952, d. 2019) kvæntist Nönnu Hartmanns Ásgrímsdóttur (f. 1953) og eignuðust þau fimm börn. Þau eru: Haukur (f. 1977), maki Jennifer Rodriguez (f. 1970), synir þeirra eru Drake Valur og Grant Elijah; Ásgerður Helga (f. 1978), maki Árni Hrafn Olsen (f. 1972), börn þeirra eru Kolbrún Rut, Guðmundur Helgi, Thelma Líf, Aníta Ósk og Emilía Rós; Sveinn Þórir (f. 1981), maki Dusana Poláková (f. 1979), synir þeirra eru Haukur og Sindri; Sigurður Valur (f. 1984), maki Ásta Sirrí Jónasdóttir (f. 1989), dætur þeirra eru Sirrí Lóa og Eyrún Ásta; Hartmann Kristinn (f. 1990). 4) Edda Björk (f. 1956) gift Hartmanni Ásgrímssyni (f. 1955) og eiga þau átta börn. Þau eru: Ásgrímur (f. 1980); Illugi (f. 1981), maki Sigríður Elva Ár- mannsdóttir (f. 1979), börn þeirra eru Brynja Rut og Ýmir; Kristín (f. 1983), maki Guðni Grímsson (f. 1982), dætur þeirra eru Edda Björk og Hólmfríður Eldey; Guðlaug (f. 1985), maki Gísli Ásgeirsson (f. 1980), börn þeirra eru Ísar, Illugi, Brimar og Bergey; Þórgunnur (f. 1988), maki Daníel Örn Björnsson (f. 1992), dóttir þeirra er Hafrún Helga; Hólmfríður (f. 1990), maki Bjarni Bragi Jónsson (f. 1991), sonur þeirra er Jón Bragi; Helga Sigríður (f. 1992), maki Júlíus Pétur Guðjohnsen (f. 1986); Björn Virgill (f. 1994), maki Jóhanna Rut Óskarsdóttir (f. 1992), synir þeirra eru Aron Guðni, Óskar Breki og Haukur Atli. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Hólmfríður flutt- ist til Rvk. árið 1938 og giftist þar Hauki Sveinssyni bifreiðarstjóra (f. 1917, d. 1999). Þau bjuggu lengst af á Langholtsvegi 154. Hólmfríður var lengi heimavinn- andi og var auk þess verslunar- og saumakona um ára- bil. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Sveinn Þórir (f. 1940, d. 1967), fráskilinn. 2) Kristján (Bassi) (f. 1944, d. 2000), kvæntist Ísfoldu Að- alsteinsdóttur og eignuðust þau þrjár dætur. Þær eru: Kristín (f. 1968, d. 2017), maki Kristján Viðar Bárðarson (f. 1964), börn þeirra eru Ágúst Viðar, Jóhanna Maggý og Hjalti Snær; Hólm- Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Rósa Guðmundsdóttir) Það er sárt að hugsa til þess að amma sé farin en ég hugga mig við það að nú sé hún á betri stað með fólkinu sínu, sáttari og hamingjusamari en hún var und- ir það síðasta. Ég er jafnframt þakklát fyrir að hafa fengið að sitja hjá henni á dánarbeðinum og verið hjá henni þegar hún fór yfir móðuna miklu þó vissulega það hafi verið erfitt að kveðja. Amma var hörkutól sem lifði viðburðaríku lífi og eignaðist fullt af afkomendum sem gerðu hana afskaplega stolta. Þeim þótti ákaflega vænt um hana og sýndu henni mikla virðingu enda alveg einstök kona. Hún lenti í mörgum áföllum í lífinu, missti meðal annars yngri bróður sinn af slysförum, syni sína þrjá allt of snemma sem og eiginmann. Þrátt fyrir þetta þá stóð amma alltaf uppi keik og tók því sem lífið bauð upp á. Ég elskaði að fara til ömmu og afa á Langholtsveginn um helgar og fá að gista hjá þeim. Amma bjó gjarnan um mig í sóf- anum inni í stofu. Mér fannst einstaklega ljúft að liggja þar og horfa á dagskrá ríkissjónvarps- ins með þeim þar til ég sofnaði eða eiginlega meira með henni þar sem afi sofnaði fljótt í stóln- um sínum. Ég á líka minningar um það að búið hafði verið um mig í herbergi á efri hæðinni þar sem amma settist hjá mér og söng mig í svefn. Amma var mikil saumakona og var borðstofuborðið í ófá skiptin notað til að sníða og títta það sem hún var að sauma. Mátti maður þá alveg eiga von á því að finna slatta af títuprjón- um í teppinu á borðstofunni, suma bara þegar maður steig á þá. Amma átti afskaplega falleg- an garð og veit ég ekki um neinn sem setti meiri ást í garðinn sinn en hana. Á vorin var amma mik- ið í garðinum og hún klappaði bókstaflega moldinni í beðunum og muldi alla köggla þannig að moldin varð silkimjúk. Amma var gæðablóð sem vildi öllum vel og sýndi það bæði í orði og verki. Hún var fyndin og hnyttin kona sem hafði húmor fyrir sjálfri sér. Hún var vinnu- söm og með eindæmum heilsu- hraust og virtist ekkert bíta á hana. Amma bakaði fullkomnar pönnukökur, sennilega þær bestu í heimi. Hún sá líka alltaf um að útbúa jólafrómasinn sem var geggjaður. Það lék einhvern veginn allt í höndunum á henni enda einstaklega handlagin. Ég kveð ömmu með miklum söknuði en eftir liggja minningar sem munu ylja mér og mínum um hjartarætur um ókomin ár. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Ásgerður Helga Guðmundsdóttir Hólmfríður Sölvadóttir HINSTA KVEÐJA Yndislega tengdamóðir mín og vinkona, Hólmfríð- ur Sölvadóttir, er fallin frá tæplega 104 ára. Elsku Fríða, mín hinsta kveðja til þín: Hafðu þökk Þín gullnu spor yfir ævina alla hafa markað langa leið. Skilið eftir ótal brosin, bjartar minningar sem lýsa munu um ókomna tíð. (Hulda Ólafsdóttir) Hvíl í friði hjá fólkinu þínu sem þú misstir allt of snemma. Minningar um góða konu mun ég geyma í hjarta mínu alla tíð. Þín tengdadóttir og vin- kona, Nanna. ✝ Ólöf Hanna Guðmunds- dóttir fæddist í Hafnarfirði 30. nóv- ember árið 1932. Hún lést í Brákar- hlíð 6. apríl 2021 þar sem hún bjó síð- astliðin ár. Hanna var dóttir Guð- mundar Ágústs Jó- hannssonar vél- stjóra og Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju. Eftir- lifandi systkini hennar eru Hulda Sigurbjörg, Hrafnhildur Svava, Sverrir Valgarð og Sig- urður Sævar Ásberg. Hún var næstelst í þeirra hópi. Ólöf Hanna eða Hanna eins og hún var alltaf kölluð ólst upp í Hafn- arfirði, lengst af á Hverfisgöt- unni, og var stolt af því að vera Hafnfirðingur. Hanna naut hefð- með Guðmundi Oddgeiri Indr- iðasyni, börn þeirra eru: Ólöf Hanna, Baldur Snær og Hjördís Ýr. Barnabörnin eru þrjú. 3. Magnús Páll, giftur Sigurlín Sæunni Sæmundsdóttur, börn þeirra eru: Sara Björk, Bjarki Þór og Rakel Rún. Barnabörnin eru fjögur. 4. Halldór Sævar, giftur Þór- unni Guðborgu Guðmunds- dóttur, börn þeirra eru: Erla Dögg, Guðmundur Sævar og Eva Björg. Barnabörnin eru fjögur. Hanna og Halldór hófu bú- skap sinn í Garðabæ, færðu sig svo þaðan á Álftanes þar til þau fluttu á Syðstu-Garða á Snæfells- nesi árið 2000. 2014 fluttu þau svo í Borgar- nes. Saman tókust þau á við lífið í takti með samheldni og sam- stöðu. Hún verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 15. apríl 2021, kl. 11. Streymi frá útför: https://youtu.be/NjQ9w_WKEjQ. bundinnar skóla- göngu, gekk í Lækj- arskóla og síðan í Flensborg. Þegar hún var tuttugu og fjögura ára gömul flutti hún að heim- an en þá höfðu leið- ir hennar og Hall- dórs J.Júlíussonar legið saman en þau gengu í hjónaband 12. janúar árið 1957. Þeirra börn eru: 1. Gunn- hildur Júlía, f. 1955, var gift Jak- obi Benediktssyni, hann lést árið 1996, börn þeirra eru Jóhanna Dagmar, Benedikt Þórður og Júlíus Ágúst. Núverandi sam- býlismaður Gunnhildar er Sig- urður Jónsson, þau eiga Hönnu Dóru. Barnabörnin eru fjögur. 2. Þuríður Birna, í sambúð „Amma viltu liggja hjá mér og syngja fyrir mig þangað til ég sofna?“ Já var alltaf svarið alveg sama hvað, oft samdi hún lögin á staðnum, stundum söng hún uppáhaldslögin mín aftur og aftur og þó það væri jólalag í júnímán- uði sagði hún aldrei nei en oftast var það samt lagið Inn og út um gluggann og var þá nöfnunum á frændsystkinum bætt við. Ég veit að ömmu líður betur núna að vera komin til afa og foreldra sinna eftir að vera laus úr viðjum alzheimers-sjúkdómsins sem hún var búin að glíma við í nokkur ár. Það er gott að setjast niður og leyfa huganum að reika og rifja upp allar þær minningar sem ég á um ömmu því svo margt kemur upp í hugann. Minnisstæðast er þó þessi nýjasta þegar við pabbi kíktum til hennar fyrir rúmum mánuði. Við amma vorum að stilla okkur upp fyrir myndatöku og var sú gamla upptekin af því að líta vel út, undirhakan mátti ekki sjást og hárið þurfti að vera í lagi en þannig man ég einmitt svo vel eftir henni. Amma var ákaflega virðuleg og flott kona, alltaf vel tilhöfð og mjög smart. Þótti mér ekkert skemmtilegra en að snigl- ast um bæði í herberginu hennar og afa og á baðherberginu þeirra og skoða fallegu skartgripina hennar og perlukremið sem hún sagði mér að væri til að slétta húðina. Amma var ekki mikið fyr- ir að setja sig sjálfa í fyrsta sæti, hún hugsaði fyrst og fremst um börnin sín og barnabörnin og á sama tíma var hún afa alltaf inn- an handar. Hún var hans helsta stoð og stytta og studdi hann í öll- um hans verkum, elti hann og hestana um allt og tók okkur barnabörnin með í alls konar æv- intýri. Þegar afi sá um miðasöl- una og veitingarnar í Bláfjöllum þá fórum við barnabörnin oft með ömmu og hjálpuðum henni í miða- sölunni. Einnig fannst mér alltaf skemmtilegt þegar farið var í hestaferðirnar með afa, að sitja með henni í bílnum sem notaður var til að ferja matinn og vistirn- ar og hlusta á sögurnar sem hún sagði mér. Það kaus ég alltaf frekar en að sitja á hestbaki. Hús- ið hjá ömmu og afa á Hliðsnesi var alltaf opið fyrir þá sem áttu leið hjá og þar máttum við barna- börnin gera allt, eða alla vega næstum því allt. Við Erla Dögg frænka eigum þó nokkrar minn- ingar þaðan saman, enda vorum við á tímabili eins og samlokur, gistum þar saman og plötuðum ömmu með okkur í alls konar æv- intýri sem oftast endaði með nokkrum molum af suðusúkku- laði því það átti hún alltaf til. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu) Elsku amma, njóttu þín í lagn- ingu. Þín Sara Björk. Ólöf Hanna Guðmundsdóttir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna andláts og jarðarfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, JÓNÍNU SALNÝJAR STEFÁNSDÓTTUR, Diddu, frá Mýrum í Skriðdal. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Þinghóls, Sunnuhlíð, fyrir alúð og kærleiksríka umönnun. Stefán Þórarinn Ingólfsson Margrét B. Einarsdóttir Páll Rúnar Ingólfsson Eydís G. Sigurðardóttir Hafdís Odda Ingólfsdóttir Ingjaldur H. Ragnarsson Ingvi Ingólfsson Stefanía L. Óladóttir Fanney Ingólfsdóttir Birgir Vignisson Sigurður K. Ragnarsson barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTBJARGAR S. GUNNARSDÓTTUR íþróttakennara, Brúnavegi 9, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við öllu því góða starfsfólki sem annaðist hanaá Landspítala Fossvogi, Landakoti og Vífilsstöðum. Margrét Jóhannsdóttir Hálfdán S. Helgason Ingi Gunnar Jóhannsson Kristín G. Hákonardóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.