Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 51

Morgunblaðið - 15.04.2021, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 51 Landslagnir óska eftir faglærðum pípara til starfa. Góð íslenskukunnátta er skilyrði Nánari upplýsingar um starfið er hægt að nálgast á landslagnir@landslagnir.is Umsókn um starfið óskast á netfangið landslangir@landslagnir.is Pípari óskast Helstu verkefni og ábyrgð • Færsla bókhalds og afstemmingar • Frágangur og samskipti við endurskoðanda • Reikningagerð • Launavinnsla • Þarf að geta unnið einn/ein • Önnur tilfallinn skrifstofustörf • Starfshlutfall 50-80% Menntunar- og hæfniskröfur • Haldbær reynsla og þekking á bókhaldi • Þekking og reynsla af notkun bókhaldskerfisins DK • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Reynsla af sambærilegum störfum skilyrði • Góðir samskiptahæfileikar, þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum Umsóknir sendist á landslagnir@landslagnir.is Bókari / Skrifstofustarf Landslagnir ehf. er alhliða pípulagnafyrirtæki sem hefur langa reynslu af hvers lags verkefnum á sviði nýbygginga, viðhalds og endurnýjunar. Fyrirtækið var stofnsett árið 2004 og eigendur þess hafa áratuga reynslu í pípulögnum og framkvæmdum þeim tengdum. Eigendur Landslagna ehf. eru Almar Gunnarsson, pípulagningameistari og Ragnar Þór Hannesson pípulagningarmeistari. Landslagnir leita að áhugasömum, talnaglöggum og vandvirkum bókara á skrifstofu fyrirtækisins sem er til í að takast á við fjölbreytt verkefni. LEX LÖGMANNSSTOFA LEX er ein stærsta lögmannsstofa landsins með um 40 lögmenn innan sinna raða og sinnir verkefnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsins. LEX LEITAR AÐ LÖGMÖNNUM LEX lögmannsstofa hefur hug á að bæta við lögmönnum í öflugan hóp félagsins. LEX er leiðandi lögmannsstofa á Íslandi með um 40 sérfræðinga í sinni þjónustu. Með heiðarleika, trúnað og fagmennsku að leiðarljósi sinnir LEX þörfum viðskiptamanna sinna á öllum meginsviðum lögfræðinnar. Krafa er gerð um að umsækjendur hafi lokið embættis- eða meistaraprófi í lögum og að þeir hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu. Að þessu sinni er LEX sérstaklega að leita að einstaklingum með áhuga á og/eða reynslu á sviði: • Fjármagns-, verðbréfa-, banka- og félagaréttar. • Persónuverndarréttar. Umsóknarfrestur er til 25. apríl 2021 og skulu umsóknir sendar á umsokn@lex.is Borgartúni 26 105 Reykjavík Fax 590 2606 Sími 590 2600 lex@lex.is www.lex.is Austurvegi 6 800 Selfossi Fjölbrautaskólinn við Ármúla auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar • Kennari í ensku í 50% starf • Kennari í hjúkrunargreinum í 50% starf • Kennari í kvikmyndagerð í 100% starf (á haustönn) • Kennari á sérnámsbraut í 100% starf • Kennari í stærðfræði í 50% starf • Félags- og forvarnarfulltrúi í 50% starf • Umsjónarmaður fasteigna í 100% starf Í umsókn þurfa að koma fram upplýsingar um menntun, staðfest afrit af prófskírteinum, afrit af leyfisbréfi til að nota starfsheitið kennari (þar sem það á við), upplýsingar um fyrri störf og meðmælendur. Kynningabréf er æskilegt. Vakin er athygli umsækjenda á að áður en að ráðningu kemur þarf að liggja fyrir hreint sakavottorð. Allar frekari upplýsingar um hvert og eitt starf má finna á Starfatorgi, www.starfatorg.is. Umsókn skal senda til Kristrúnar Birgisdóttir, aðstoðarskólameistara sem einnig veitir nánari upplýsingar um starfið (sími 525 8800), netfang: kristrun.birgisdottir@fa.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði frá því að umsóknar- fresti lýkur. Á heimasíðunni www.fa.is er að finna helstu upplýsingar um skólann og starfsemi hans. Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um störfin. Magnús Ingvason Skólameistari FÁ Grunnskóli Snæfellsbæjar er þriggja starfstöðva grunnskóli með um 230 nemendur. Starfstöðvar hans eru í Ólafsvík, á Hellissandi og á Lýsu. Nánari upplýsingar um skólann eru á heimasíðu hans, á slóðinni http://www.gsnb.is/ Auglýst er eftir Umsjónarkennara í 1.-7. bekk. Kennara í heimilisfræði, í 50% starf. Tímabundna stöðu íþróttakennara í 50% starf, í eitt ár. Menntunar- og hæfniskröfur: Leyfisbréf. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum. Hæfni í mannlegum samskiptum og góðir skipulagshæfileikar. Reynsla af teymisvinnu og áhugi á þróunarstarfi. Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Í samræmi við jafnréttisstefnu Snæfellsbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um. Umsóknir sendist fyrir 30. apríl 2021 til skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar, Ennisbraut 11, 355 Snæfellsbæ eða á netfangið hilmara@gsnb.is. Í þeim skulu koma fram upplýsingar um menntun, réttindi og starfsreynslu. Frekari upplýsingar veitir Hilmar Már Arason í síma 894 9903 eða hilmara@gsnb.is. Óskum eftir kennurum fyrir skólaárið 2021 - 2022 intellecta.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.