Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 56
Dj Dóra Júlía dorajulia@mbl.is Góðan og gullfallegan daginn. Það er svo skemmtilegt að rekast á eitthvað jákvætt og uppbyggilegt á samfélags- miðlum. Ég rakst á Instagram-aðganginn Gleðiskruddan sem veitti mér mikla gleði. Forsprakkar framtaksins eru þær Marit Davíðsdóttir og Yrja Kristinsdóttir og ég spjallaði aðeins við þær um þetta skemmtilega verkefni. Gleðiskruddan var lokaverkefni Maritar og Yrju úr já- kvæðri sálfræði á meistarastigi árið 2020. Þeim þótti vanta fræðslu og verkfæri fyrir börn og foreldra þeirra til að nota við að auka sjálfsþekkingu, trú á eigin getu, bjart- sýni og vellíðan. Undirbúningurinn hefur aukið vellíðan þeirra Þær vildu kynna börnum hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði og bjuggu því til Gleðiskrudduna – sem er dag- bók fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Dagbókin hefur því verið í vinnslu síðan í janúar 2020 og mikið hefur verið lagt í hana. Að þeirra sögn hefur undirbúningur dagbók- arinnar aukið vellíðan þeirra beggja á þessum skrítnu tímum. Dagbókin verður prentuð út í takmörkuðu upplagi snemmsumars 2021. Á dögunum var opnuð Instagram- síða fyrir Gleðiskrudduna þar sem þær deila ýmsum fróð- leik tengdum efni bókarinnar. Síðastliðna helgi vakti Instagramsíðan mikla athygli þegar fylgjendur voru beðnir um að deila jákvæðum fyr- irmyndum sínum – en samkvæmt þeim er einn þáttur í því að efla trú á eigin getu og byggja upp jákvæða sjálfs- mynd að finna sér jákvæðar fyrirmyndir sem hvatningu. Hlýnaði í hjartastað yfir öllum náungakærleikanum „Við höfðum varla undan að deila öllum uppá- stungunum sem okkur bárust. Okkur hlýnaði sannarlega í hjartastað yfir öllum náungakærleikanum og góðvildinni sem átti sér stað,“ segja þessar flottu konur. Þær eru sannfærðar um að Gleðiskruddan muni veita börnum og ungmennum verkfæri sem geta nýst þeim í að takast á við það mótlæti sem þau verða fyrir á lífsleiðinni á sem uppbyggilegastan máta. Gleðiskrudduna má finna bæði á Instagram og Face- book. Þar er að finna bæði fræðslu og fróðleik sem nýtist fólki á öllum aldri. Einnig hafa þær opnað vefsíðuna gled- iskruddan.is en þar má finna upplýsingar um dagbókina ásamt námskeiðum og fyrirlestrum sem eru í boði. Ótrúlega skemmtilegt verkefni hér á ferð sem dreifir jákvæðni og gleði. Vel gert, Gleðiskruddan! Gleðiskrudda sem dreifir jákvæðni Skjáskot/Instagram-síða Gleðiskruddunnar Yrja og Marit Gleðiskrudd- an var lokaverkefni þeirra í jákvæðri sálfræði. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Fögur fjallasýn Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is 010 1 CUTLINE. . 5 GL Hjá okkur færð þú mikið úrval af útivistar- og íþróttagleraugum, með og án sjónglerja. Fjölskyldubingó mbl.is verður á sínum stað á í kvöld klukkan 19:00 þar sem þau Siggi Gunnars og Eva Ruza sjá til þess að færa fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu. Í síðustu viku mætti söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson og tók lagið fyrir þátttakendur fjölskyldubingósins. Í kvöld verður breyting á vananum en tónlistaratriði kvöldsins verður al- gjörlega óvænt. Þau Siggi og Eva fá ekki einu sinni að vita hver mætir í sett. Það verður því spennandi að fylgjast með en lofað er mikilli skemmtun fyrir þátttakendur. Þátturinn í kvöld er síðasti þátt- urinn fyrir sumarfrí en fjölskyldu- bingó mbl.is mun mæta aftur í haust. Það er því gaman að líta aðeins til baka og skoða þá mögnuðu flytjendur sem verið hafa með okkur í vetur. Valdimar mætti ásamt gítarleik- aranum Erni Eldjárn. Páll Óskar mætti og hélt uppi góðu stuði. Krassasig sá um tónlistina í fimmta bingóinu sem var haldið. Bogomil Font sá um ljúfa tóna í fjöl- skyldubingóinu. Dúóið Sycamore Tree mætti og söng fyrir þátttakendur. Rapparinn Cell7 mætti og tók lagið. Söngkonan Klara Elias tók lagið 5 á Richter. Jóhanna Guðrún mætti í jóla- bingóið. Tónlistarkonan GDRN heillaði þjóðina. Bríet tók lagið Rólegur kúreki fyrir þátttakendur. „Ég hlakka mikið til kvöldsins, en svona kvíðablandin tilhlökkun, bæði vegna þess að þetta er síðasti bingó- þátturinn fyrir sumarfrí og svo vegna þess að ég veit ekkert hvað ég er að fara út í. Ég fékk bara símtal frá framleiðendum þáttarins þar sem þau báðu mig að verða ekki brjálaður því þau ætluðu ekkert að segja mér hver eða hverjir gestir kvöldsins verða. Ég vona að sem flestir verði með okkur í kvöld, ég held að þetta verði skemmti- legt!“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri. Ásamt þeim Sigga og Evu verður furðu-DJ-inn í setti, tóm gleði og fullt af stórglæsilegum vinningum. Allar upplýsingar um þátttöku og út- sendingu má finna með því að fara inn á heimasíðu bingósins á www.mbl.is/ bingo. Allar fyrirspurnir vegna bingós- ins er hægt að senda á bingo@mbl.is. Síðasta bingóið fyrir sumarfrí Siggi Gunnars Færir fjölskyldum landsins bingó beint heim í stofu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.