Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 40 ára Finnur ólst upp á Bíldudal en býr í Garðabæ. Hann er með BS-gráðu í við- skiptafræði og MPM í verkefnastjórnun. Finn- ur er viðskipta- og verkefnastjóri hjá Reg- in fasteignafélagi. Maki: Berglind Ósk Þormar, f. 1980, ráð- gjafi hjá Íslandsbanka. Dætur: Marín Ósk, f. 2011, og Hildur Myrra, f. 2014. Foreldrar: Birna Jónsdóttir, f. 1949, landeigandi, og Hannes Bjarnason, f. 1946, húsasmíðameistari. Þau eru bú- sett á Sveinseyri í Tálknafirði. Finnur Bogi Hannesson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þér finnst þú hafa verið aðkrepptur í nokkurn tíma og langar til þess að varpa af þér okinu. Reyndu að koma hugmyndum þínum á framfæri með sem skýrustum hætti. 20. apríl - 20. maí + Naut Gerðu þér glaðan dag því það þarf ekki að kosta mikið. Margt smátt gerir eitt stórt og það munar um hvern og einn. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú munt njóta aukinnar athygli á næstu vikum. Hafðu það hugfast, þegar gamall vinur leitar ásjár, enda þótt þér lítist ekkert of vel á málið í upphafi. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú vilt fylgja sannfæringu þinni þessa dagana. Ef þér tekst ekki að selja það sem þú hefur upp á að bjóða, reyndu þá betur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú ert í miklum ham þessa dagana og fátt fær staðist atorku þína. Gættu þess bara að ofmetnast ekki þegar vel gengur því dramb er falli næst. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær. 23. sept. - 22. okt. k Vog Láttu sjálfselskuna ekki ná svo sterk- um tökum á þér að þú verðir óalandi og óferjandi. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er engin ástæða til þess að þú takir því steinþegjandi og hljóðalaust að aðrir ráðskist með hluti sem þú átt að stjórna. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Láttu ekki deigan síga þótt menn sýni hugmyndum þínum takmark- aðan áhuga. Sýndu ástvinum þínum þol- inmæði. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Að eiga er jafn gott og að fá ef maður man eftir því að þakka fyrir sig. Sýndu hreinskilni, gæsku og segðu það sem þú ert að hugsa. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Leggðu þig fram um að eiga gott samstarf við vinnufélaga þína. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauð- synleg til að njóta velvilja annarra. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú ert sjálfum þér nógur og leitar lítt til annarra með þín mál. Annars getur allt farið á versta veg. alltaf verið frábærir ferðafélagar og höfum ferðast saman vítt og breitt um heiminn frá því þau voru lítil. Eftirminnilegustu ferðirnar eru án og baka og hefur mikinn áhuga á útivist. „Ég nýt mín allra best þeg- ar ég er að gera eitthvað með krökkunum mínum. Við þrjú höfum K ristín Edwald fæddist í Reykjavík 15. apríl 1971 og ólst upp á Háaleitisbrautinni. Hún gekk í Ísaks- skóla, Álftamýrarskóla og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. Eftir stúdentinn starfaði hún í eitt ár í Pennanum í Kringl- unni. Hún lauk lagaprófi frá Há- skóla Íslands 1997, hlaut réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómi í jan- úar 1998 og réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti í maí 2005. Kristín starfaði á Málflutnings- skrifstofu, síðar Logos lögmanns- þjónustu, 1997-2000 og hjá efna- hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra frá 2000-2002. Í ágúst 2002 hóf hún störf á LEX lögmannsstofu og varð einn af eigendum stofunnar 2004. Hún situr jafnframt í stjórn LEX. „Ég er svo heppin að vinna með mjög skemmtilegu og kláru fólki á LEX en lögmannsstarfið er mjög fjölbreytt og á vel við mig.“ Kristín sinnir mikið ráðgjöf til fyrirtækja og stjórnenda og er í málflutningi. Hún hefur mikla þekkingu á sviði félagaréttar, vátryggingaréttar og skaðabótaréttar og hefur yfirgrips- mikla þekkingu á flutningi um- fangsmikilla efnahagsbrotamála, eins og segir á heimasíðu LEX. Kristín hefur verið formaður landskjörstjórnar frá 2013 og var áður í yfirkjörstjórn Reykjavíkur norður um árabil. Hún hefur setið í nefnd um eftirlit með störfum lög- reglu frá upphafi hennar 2017 og var formaður nefndar sem lagði drög að stofnun Landsréttar. Kristín sat í stjórn Lögfræðinga- félags Ísland 2004-2012 og var for- maður 2010-2012. Hún situr nú í stjórn Lögmannafélagsins. Hún var formaður Orators félags laganema og einnig formaður Varðar fulltrúa- ráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík og hefur setið í stjórn ýmissa hlutafélaga. „Ég er óttalegur fé- lagsmálapési og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Mér finnst sem sagt mjög gaman að vinna með ólíku fólki.“ Kristín er mikil fjölskyldumann- eskja, henni finnst gaman að elda efa til Japans 2014, Moskvu 2018 og Singapúr 2019. Það er bara ein regla í þessum ferðum og hún er sú að ef einhver er þyrstur eða svang- ur þá er stoppað og bætt úr því. Ef það er gert þá eru allir glaðir. Allar þessar ferðir okkar hafa gengið mjög vel og við höfum lent í ýmsum ævintýrum. Ég man til dæmis eftir því að það runnu á mig tvær grímur þeg- ar ég stóð á lestarstöð í Tókýó með krakkana 10 og 13 ára; ég hafði ekki hugmynd um hvaða lest væri lestin til Kýótó og ég fann engar leiðbeiningar nema á japönsku. Þá hugsaði ég hvað ég væri eiginlega að pæla, að flækjast með börnin mín í landi þar sem ég hvorki gat lesið stafrófið né skilið tungumálið. Mér finnst líka voða gaman að dunda mér í eldhúsinu. Þá slaka ég virkilega á. Svo rækta ég líka grænmeti í bakgarðinum og geri Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður og eigandi á LEX lögmannsstofu – 50 ára Gaman að vinna með ólíku fólki Á Lómagnúpi Kristín ásamt hundinum sínum, Arabíu, í fjallgöngu í fyrra. Fjölskyldan Kristín ásamt Snædísi og Helga á ferðalagi í Moskvu árið 2018. 30 ára Hálfdán ólst upp á Ólafsfirði og í Hveragerði og býr í Hveragerði. Hann er hárgreiðslumaður að mennt og vinnur líka sem smiður. Maki: Linda Björk Jó- hannsdóttir, f. 1995, vinnur á Hjúkr- unarheimilinu Ási. Synir: Jóhann Kári, f. 2018, Eiríkur Rafn, f. 2020, og Kristófer Örn, f. 2020. Foreldrar: Hálfdán Kristjánsson, f. 1954, rekur bókhaldsþjónustu, og Helga Guð- rún Guðjónsdóttir, f. 1958, verkefnastjóri í Hamraskóla. Þau eru búsett í Kópa- vogi. Hálfdán Helgi Hálfdánarson Til hamingju með daginn Hveragerði Tvíburarnir Eiríkur Rafn og Krist- ófer Örn fæddust 11. ágúst 2020. Eiríkur Rafn fæddist kl. 2.41 og vó 2.590 g og var 46 cm langur. Kristófer Örn fæddist kl. 2.44 og vó 2.334 g og var 45,5 cm langur. Foreldrar þeirra eru Hálfdán Helgi Hálfdánarson og Berg- lind Ósk Þormar. Nýir borgarar ÁR 1921-2021 Í Y KKA R ÞJÓNUSTU 10% afsláttur fyrir 67 ára og eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.