Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 60

Morgunblaðið - 15.04.2021, Side 60
60 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Meistaradeild karla 8-liða úrslit, seinni leikir: Liverpool – Real Madrid ......................... 0:0 _ Real Madríd áfram, 3:1 samanlagt. Dortmund – Manchester City................. 1:2 _ Man City áfram, 4:2 samanlagt. 50$99(/:+0$ Danmörk Úrslitakeppnin, 2. riðill: Bjerringbro/Silkeborg – Kolding..... 34:26 - Ágúst Elí Björgvinsson varði 1 skot í marki Kolding og var með 14% vörslu. _ GOG 4 stig, Bjerringbro/Silkeborg 3, SönderjyskE 2, Kolding 0. Frakkland Chartres – Aix...................................... 26:27 - Kristján Örn Kristjánsson lék ekki með Aix vegna meiðsla. Vináttulandsleikur kvenna Hvíta-Rússland – Úkraína .................. 29:21 Króatía – Holland .................................24:23 .$0-!)49, Evrópudeild karla, Euroleague CSKA Moskva – Panathinaikos.......... 93:86 Liðin sem fara í úrslitakeppnina: 1 Barcelona, 2 CSKA Moskva, 3 Anadolu Efes, 4 Olimpia Mílanó, 5 Bayern Münc- hen, 6 Real Madrid, 7 Fenerbahce, 8 Zenit Pétursborg. Liðin sem hafa lokið keppni: 9 Valencia, 10 Baskonia, 11 Zalgiris Kau- nas, 12 Olympiacos, 13 Maccabi Tel Aviv, 14 Lyon-Villeurbanne, 15 Alba Berlín, 16 Panathinaikos, 17 Rauða stjarnan, 18 Khimki Moskva. NBA-deildin Minnesota – Brooklyn........................ 97:127 Indiana – LA Clippers ..................... 115:126 Toronto – Atlanta ............................. 103:108 Charlotte – LA Lakers ...................... 93:101 Utah – Oklahoma City ....................... 106:96 Phoenix – Miami ................................. 106:86 Portland – Boston............................. 115:116 Efstu lið í Austurdeild: Philadelphia 37/17, Brooklyn 37/17, Mil- waukee 33/20, Atlanta 30/25, Boston 29/26, Miami 28/26, Charlotte 27/26, New York 28/27, Indiana 25/28, Chicago 22/31. Efstu lið í Vesturdeild: Utah 41/14, Phoenix 39/15, LA Clippers 38/ 18, Denver 34/20, LA Lakers 34/21, Port- land 31/23, Dallas 29/24, Memphis 27/25, San Antonio 26/26, Golden State 26/28. 57+36!)49, _ Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn maður leiksins hjá GOG þegar danska liðið vann pólska liðið Wisla Plock í Evr- ópudeildinni í handknattleik. GOG greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni en eins og fram kom í blaðinu í gær varði Viktor tvö vítaköst í leikn- um. Alls varði hann 13 skot og var með 33% markvörslu. GOG hafði betur 30:27 en liðin eigast eftir að mætast aftur. _ Keppni á Íslandsmótinu í blaki hefst á ný á miðvikudaginn. Leikjum sem féllu niður 25. mars til 15. apríl er af- lýst en ákveðið að öðru leyti að ljúka þeim leikjum sem eftir voru í deild- unum. _ Liban Abdulahi, landsliðsmaður Sómalíu í knattspyrnu, er genginn til liðs við Þórsara á Akureyri og leikur með þeim í 1. deildinni í sumar. Abdu- lahi er 25 ára gamall miðjumaður, fæddur og uppalinn í Hollandi, og hef- ur lengst verið leikmaður Telstar í B- deildinni en var síðast í röðum Kon- inklijke í C-deildinni. Þar á milli lék hann með Jönköping í Svíþjóð. Abdu- lahi hóf að leika með landsliði Sómalíu í árslok 2019 og á tvo landsleiki. Eitt ogannað Spænska liðið Real Madríd og enska liðið Manchester City tryggðu sér í gærkvöldi sæti í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Real Madríd sló enska liðið Liverpool út úr keppninni og Manchester City sló þýska liðið Borussia Dortmund út úr keppninni. Real mætir Chelsea í undanúrslitum og Manchester City mætir því París Saint Germain sem sló Evrópumeistarana í Bayern München út á þriðjudagskvöldið. Liverpool og Real Madríd gerðu markalaust jafntefli í Bítlaborginni í gær. Real var í góðri stöðu eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3:1 á Spáni í síðustu viku. Hefði Liver- pool tekist að skora þá, má búast við leikurinn hefði orðið líflegur. En þar sem Liverpool skoraði ekki þurftu Madrídingar ekki að hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Real Madríd er sigursælasta lið keppninnar frá upphafi og hefur þrettán sinnum sigrað í Evr- ópukeppni meistaraliða og Meist- aradeildinni. Real vann fjórum sinnum á fimm ára tímabili frá 2014 til 2018. Árið 2018 mættust þessi sömu lið einmitt í úrslitum og Liverpool sigraði í keppninni ári síðar. Zinedine Zidane, knatt- spyrnustjóri Real Madríd, stýrði liðinu til sigurs í keppninni 2016- 2018. Manchester City vann Dortmund 2:1 á hinum fræga leikvangi Westfalenstadion í gær en hafði einnig unnið fyrri leikinn 2:1 á heimavelli. Rimma liðanna var meira spennandi en úrslitin gefa til kynna. Eftir býsna jafnan leik í Manchester skoraði City sig- urmarkið á lokamínútunum. Í gær komst Dortmund yfir með marki Jude Bellingham á 15. mínútu. Á þeim tímapunkti var Dortmund því með yfirhöndina í rimmunni eftir að hafa skorað mark á útivelli. Sú staða stóð þar til á 55. mínútu þeg- ar Riyad Mahrez jafnaði úr víta- spyrnu fyrir City. Phil Foden skor- aði sigurmarkið á 75. mínútu með skoti rétt utan vítateigs. kris@m- bl.is Real og City í undanúrslit - Liverpool og Dortmund úr leik AFP Í Þýskalandi Ungstirnin Erling Braut Håland og Phil Foden í leikslok. Sian Massey-Ellis var aðstoðardóm- ari á leik Tottenham og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um síðustu helgi en samt sást hún ekki í útsendingu frá leiknum sem sýnd var í Íran. Í hvert skipti sem sjónvarpsvélarnar beind- ust að Massey-Ellis skiptu tækni- menn íranska sjónvarpsins um- svifalaust yfir á loftmyndir af leikvanginum. Daily Mail segir að ástæðan fyrir þessu sé sú að Mass- ey-Ellis hafi verið of léttklædd fyrir íranskt sjónvarp en hún var í stutt- ermatreyju og stuttbuxum. Of léttklædd fyrir sjónvarp í Íran AFP Reynd Sian Massey-Ellis hefur dæmt í úrvalsdeildinni í nokkur ár. Knattspyrnumaðurinn Arnór Sig- urðsson var valinn í lið umferð- arinnar í rússnesku úrvalsdeildinni hjá vefmiðlinum WhoScored í vik- unni. Arnór átti mjög góðan leik fyrir félagslið sitt CSKA Moskvu þegar það vann 2:0-heimasigur gegn Rotor Volgograd um síðustu helgi en hann lagði upp fyrra mark liðsins fyrir Chidera Ejuke. Arnór hefur leikið nítján leiki í rússnesku úrvalsdeildinni á tíma- bilinu þar sem hann hefur skorað tvö mörk og lagt upp þrjú fyrir liðs- félaga sína. Arnór í liði umferðarinnar Morgunblaðið/Eggert Moskva Arnór Sigurðsson er í toppbaráttu með liði CSKA. Kvennalandsliðið í handknattleik heldur í dag til Slóveníu en fram undan er fyrri leikurinn gegn Slóv- eníu í umspili þjóðanna um laust sæti í lokakeppni HM sem fram fer á Spáni í desember. Langt ferðalag er fram undan hjá íslenska hópnum í dag. Frá Keflavík verður flogið til Frankurt í Þýska- landi. Þaðan verður flogið til Zagreb í Króatíu. Frá Zagreb verður tveggja tíma rútuferð til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Ekki er útlit fyrir að íslenski hóp- urinn skili sér á áfangastað fyrr en eftir miðnætti aðfaranótt föstudags. Liðið fær aðeins einn dag til að ná úr sér ferðaþreytunni því leikurinn í Slóveníu er á laugardaginn. Ekki er þetta ákjósanlegt fyrir jafn mik- ilvægan leik og þennan en á hinn bóginn eru íslensku landsliðin ekki óvön því að fara í strembin ferðalög fyrir mikilvæga leiki. Liðið mun ná einni æfingu í keppnishöllinni á föstudeginum. Farið verður sömu leið heim til Ís- lands og þá fer liðið á hótel í sóttkví en undirbýr sig um leið fyrir síðari leikinn sem verður á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudaginn. Landsliðið æfði að Varmá í Mos- fellsbæ í gær og var það síðasta lið- sæfingin áður en haldið verður utan. Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson tilkynnti jafnframt í gær hvaða sex- tán leikmenn fara til Slóveníu. Æf- ingahópurinn samanstendur af tutt- ugu og einum leikmanni og hægt verður að gera breytingar á sextán manna hópnum fyrir síðari leikinn ef ástæða þykir til. Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vend- syssel Saga Sif Gísladóttir, Val Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, Kristianstad Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Eva Björk Davíðsd., Stjörnunni Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV Helena Rut Örvarsd., Stjörnunni Karen Knútsdóttir, Fram Lovísa Thompson, Val Mariam Eradze, Val Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram Rut Jónsdóttir, KA/Þór Sigríður Hauksdóttir, HK Thea Imani Sturludóttir, Val Tímafrekt ferðalag fram undan Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Varmá Helena Rut, Eva Björk, Lovísa, Ragnheiður og Sigríður á æfingunni í Mosfellsbænum í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.