Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 61
ÍÞRÓTTIR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021
Mikið hefur verið rætt og rit-
að um kynslóðaskipti hjá karla-
landsliði Íslands í fótbolta að
undanförnu og sýnist sitt hverj-
um um hvernig þau eigi að fara
fram eða hvort þau fari yfirleitt
fram.
Á sama tíma gengur kvenna-
landsliðið okkar í gegnum kyn-
slóðaskipti og þau fara fram á
áreynslulausan og skemmtilegan
hátt.
Á meðan margar öflugar og
reyndar fótboltakonur eru enn á
fullum skriði og berjast fyrir því
að halda sæti sínu í landsliðinu
bankar ung og herská kynslóð á
dyrnar og vinnur sér smám sam-
an inn fleiri sæti og fleiri mínútur
í leikjunum.
Þetta sáum við vel í vináttu-
leikjunum tveimur við Ítali í vik-
unni, sérstaklega í þeim seinni.
Nú er staðan orðin þannig að stór
hópur ungra leikmanna gerir
sterkt tilkall til sætis í byrj-
unarliði Íslands.
Fyrir vikið er breiddin í lands-
liðinu í dag sennilega meiri en
nokkru sinni fyrr. Þar er nú sleg-
ist hart um hverja stöðu á vell-
inum.
Og það skemmtilega er líka að
þessir ungu leikmenn sem eru
smám saman að taka völdin eru
enn betri en eldri kynslóðin í að
halda bolta og sækja af sjálfs-
trausti gegn sterkum mótherjum.
Sprenging hefur orðið í „út-
flutningi“ íslenskra knatt-
spyrnukvenna og nú leika einar
þrjátíu íslenskar konur í atvinnu-
mennsku erlendis. Það hefur
aldrei áður gerst.
Það er alveg óhætt að hlakka
til þess að fylgjast með þróun
kvennalandsliðsins sem er á leið í
undankeppni HM 2023 og í loka-
keppni EM 2022.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Rautt hefur til þessa verið ein-
kennislitur enska knattspyrnu-
félagsins Manchester United en nú
á að draga verulega úr honum til
þess að reyna að bæta árangur
liðsins á heimavelli sínum, Old
Trafford.
Manchester United hefur gengið
mikið betur á útivöllum en á
heimavelli á yfirstandandi keppn-
istímabili þar sem leikið hefur ver-
ið án áhorfenda. Til að auð sæti
gapi ekki við leikmönnum og sjón-
varpsmyndavélum hafa stórir
rauðir borðar með merki og slag-
orði félagsins verið breiddir yfir
áhorfendastúkurnar.
Svo virðist sem rauði liturinn á
þeim hafi haft truflandi áhrif á
leikmenn Manchester United því
nú á að skipta alveg um borða og
hafa þá svarta í staðinn.
„Við höfum skoðað þetta vel.
Þetta ætti ekki að skipta máli, en
nokkrir leikmannanna hafa bent á
að þegar þeir þurfi að taka
ákvörðun á sekúndubroti inni á
vellinum og líti snögglega við til
að svipast um eftir samherjum, þá
sjáist rauðu treyjurnar illa þar
sem rauði liturinn er svo áberandi
í bakgrunninum. Þið munuð sjá
breytingu, borðarnir verða ekki
lengur rauðir,“ segir knattspyrnu-
stjórinn Ole Gunnar Solskjær.
vs@mbl.is
Rautt truflar
leikmennina á
Old Trafford
Reynslunni ríkari
Síðasta keppnistímabil var mjög
litað af hléum sem gera þurfti á
keppni vegna kórónuveirufaraldurs-
ins.
„Við vorum með GPS-mæla á
strákunum og höfum fylgst mjög
vel með því sem þeir hafa verið að
gera í þessu hléi. Við höfum getað
æft tíu saman og erum líka reynsl-
unni ríkari eftir síðasta tímabil þar
sem við lentum nokkrum sinnum í
því að hlé var gert á keppni eða æf-
ingum.
Við lærðum ýmislegt á síðustu
leiktíð, hvernig við eigum að haga
æfingunum og hvaða æfingar við
eigum að gera. Við tókum eftir því
þegar Íslandsmótið byrjaði á síð-
ustu leiktíð að þá komu upp meiri
meiðsli en maður hefur upplifað áð-
ur.
Það var eitthvað um vöðvatogn-
anir sem kom í bakið á okkur þann-
ig að vonandi tekst okkur að koma í
veg fyrir það núna. Fyrir vikið
þéttist mótið hins vegar og álagið
verður meira en vonandi tekst okk-
ur að takast betur á við það en í
fyrra.“
Andleg þreyta
Rúnar viðurkennir að þessi sí-
felldu stopp hafi reynt mikið á and-
legu hliðina hjá leikmönnum.
„Þetta hlé hafði ofboðslega trufl-
andi áhrif á leikmannahópinn enda
var mjög stutt í mót þegar æfinga-
og keppnisbannið var sett á. Það
var búið að spila Reykjavíkurmótið
og farið að síga á seinni hlutann í
deildabikarnum.
Það voru einhverjar fjórar til
fimm vikur í fyrsta leik og þá kem-
ur upp þessa óvissa. Þá myndast
andleg þreyta en á sama tíma
fannst mér strákarnir mínir taka
mjög vel á þessu. Ég fann það samt
á samtölum mínum við leikmenn í
síðustu viku að það var komin smá
þreyta.
Mönnum líður eins og þeir séu
búnir að vera á hálfgerðu undirbún-
ingstímabili í eitt og hálft ár. Það er
alltaf verið að byrja upp á nýtt, allt-
af verið að hlaupa og taka spretti
og engir leikir. Þessi gleði sem var
komin dofnaði aðeins en það verður
bara þeim mun betra að byrja á
morgun, vitandi að það er mjög
stutt í fyrsta leik.
Þetta er ekki bara gott fyrir okk-
ur heldur líka fyrir önnur lið því
það eru jú allir á sama stað í þessu
þannig að ég held að það sé komin
mikil tilhlökkun fyrir því að hefja
leik í úrvalsdeildinni.“
Mikil áskorun
Rúnar, sem er 51 árs gamall, hef-
ur verið þjálfari frá 2010 og þurft
að takast á við ýmislegt á sínum
ferli.
„Þetta er búið að vera mjög
krefjandi og auðvitað höfum við
þjálfararnir þurft að spá og spek-
úlera mikið í hlutunum. Það hefur
verið áskorun að halda mönnum í
sem bestu standi. Eins er mik-
ilvægt að hafa þetta skemmtilegt
líka þannig að menn missi ekki
móðinn og verði þungir í hausnum.
Viðveran okkar er í raun alltaf sú
sama sem þjálfarar inni á skrifstofu
en þetta er erfiðara fyrir leikmenn-
ina að mögu leyti.
Maður sér það bara víða í heim-
inum eins og í ensku úrvalsdeildinni
sem dæmi þar sem maður er hálf-
partinn orðinn leiður á að horfa á
leikina. Það eru engir áhorfendur
og maður er ekki eins áhugasamur
um þetta á meðan þá vantar. Mað-
ur þarf bara að vera þolinmóður og
það kemur að því að maður fer aft-
ur að horfa á fótboltaleiki með troð-
fullum völlum af stuðningsmönnum.
Maður sá það á úrslitum margra
leikja í úrvalsdeildinni síðasta sum-
ar að þau voru ekkert alltaf eðlileg
og það var ákveðinn æfinga-
leikjabragur yfir þessu. Þetta er
erfitt andlega fyrir leikmennina því
þeim finnst gaman að spila fyrir
framan áhorfendur. Þeir gefa okkur
þennan aukakraft sem þarf og
þetta er að mörgu leyti búið að
vera ofboðslega erfitt ár að því
leytinu til líka,“ sagði Rúnar í sam-
tali við Morgunblaðið.
Ofboðslega krefjandi ár
- Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans í KR eru spenntir að hefja leik í sumar
- Síðasta árið hefur verið mikil rússíbanareið fyrir leikmenn og íþróttaþjálfara
Ljósmynd/Árni Torfason
Vetrarleikur KR-ingar fagna marki í 3:3 jafntefli gegn Val í átta liða úrslitum Lengjubikarsins rétt áður en öllu var
lokað seint í mars. Valsmenn höfðu betur í vítaspyrnukeppni en nú búa liðin sig undir upphaf Íslandsmótsins.
KR
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Síðastliðið ár hefur verið eitt það
erfiðasta á þjálfaraferli Rúnars
Kristinssonar, þjálfara karlaliðs
KR í knattspyrnu.
Rúnar, ásamt öllu KR-liðinu, var
orðinn mjög spenntur fyrir kom-
andi keppnistímabili í úrvalsdeild
karla, Pepsi Max-deildinni, en 25.
mars tók gildi æfinga- og keppn-
isbann hér á landi.
Banninu var aflétt á miðnætti og
mega íþróttafélög hér á landi því
hefja æfingar og keppni á nýjan
leik frá og með deginum í dag.
KR hefur leik gegn Breiðabliki í
Pepsi Max-deild karla í ár á Kópa-
vogsvelli en til stóð að leikurinn
færi fram 24. apríl.
Af því verður ekki og má búast
við því að keppni í efstu deild karla
hefjist í kringum mánaðamótin
apríl-maí.
„Á morgun [í dag] hefjast hefð-
bundnar æfingar hjá okkur og það
verður gott að geta loksins æft all-
ir saman á nýjan leik,“ sagði Rún-
ar í samtali við Morgunblaðið.
„Við mætum Keflavík í æfinga-
leik á laugardaginn kemur hér í
Vesturbænum og leikum svo við ÍA
á Akranesi þarnæsta laugardag.
KSÍ er ekki búið að gefa það út
hvenær og hvernig verður byrjað
og eins og staðan er í dag reiknum
við með því að mótið hefjist um
mánaðamótin apríl/maí.
Við högum okkar undirbúningi
þannig eins og fyrsti leikur Ís-
landsmótsins verði í kringum 1.
maí og næstu tvær vikur fara í að
undirbúa liðið eins og best verður
á kosið,“ bætti Rúnar við.
Mikilvægar vikur
Rúnar var mjög ánægður með
þann stað sem lið hans var á þegar
æfinga- og keppnisbannið var sett
á laggirnar.
„Við vorum á mjög góðum stað.
Við vorum á ákveðnum stað í okk-
ar undirbúningsferli, á fjórðu viku
af sex, í þeirri rútínu sem ég hef
sett upp fyrir mín lið í gegnum tíð-
ina.
Þá var allt stoppað og það setti
að sjálfsögðu strik í reikninginn. Á
sama tíma kom upp ákveðin óvissa
um það hvenær mótið myndi fara
af stað aftur og eins hvenær við
gætum hafið æfingar á nýjan leik
með öllu liðinu.
Það setur hlutina auðvitað í
ákveðið uppnám að eiga tvær vikur
eftir af undirbúningi en svo allt í
einu veit maður ekkert hvað tekur
við og hvernig við eigum að æfa.
Engu að síður höfum við getað
æft ágætlega, samkvæmt þeim tak-
mörkunum sem voru í gildi, og það
verður gott að fá tvær aukavikur
til þess að undirbúa liðið fyrir
átökin fram undan.“
Tékkneski knattspyrnumaðurinn
Ondrej Kudela hefur verið úrskurð-
aður í tíu leikja bann fyrir að beita
finnska leikmanninn Glen Kamara,
leikmann Rangers, kynþáttaníði í
viðureign liðanna í Evrópudeildinni
í síðasta mánuði. Leikur liðanna fór
fram í Glasgow 18. mars og var síð-
ari viðureignin í sextán liða úrslit-
unum þar sem Slavia sigraði 2:0 og
þar með 3:1 samanlagt. Kamara
hefur jafnframt verið úrskurðaður
í þriggja leikja bann af UEFA fyrir
að ráðast að Kudela eftir að leikn-
um lauk.
Tékkinn fékk
tíu leikja bann
AFP
Glasgow Kamara og Kudela í
handalögmálum eftir leik.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir,
landsliðskonan unga í knattspyrnu,
tekur þátt í mjög öflugu móti með
liði sínu Bayern München áður en
næsta keppnistímabil hefst. Bayern
tekur þátt í fjögurra liða móti í
Louisville í Bandaríkjunum dagana
15. til 22. ágúst. Hin þrjú liðin eru
París SG frá Frakklandi og tvö
bandarísk atvinnulið, Chicago
RedStars og Racing Louisville.
Skemmtilegt verkefni fram undan
hjá Karólínu sem hefur vakið mikla
athygli fyrir frammistöðu sína með
íslenska landsliðinu.
Karólína á sterkt
mót í sumar
Ljósmynd/FCBfrauen
Bayern Karólína Lea Vilhjálms-
dóttir fer vestur um haf í sumar.