Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 15.04.2021, Blaðsíða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 2021 Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík Opnunartími 8:00-16:30 Er ekki kjörið að grilla umhelgina? Frábært úrval af kjöti á grillið – Kíktu við! Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is World Art Day, alþjóðlegur hátíðar- dagur myndlistar, er í dag og tekur Ísland nú í fyrsta sinn þátt í honum eða nánar tiltekið Samband ís- lenskra myndlistarmanna, SÍM. Vekur sambandið, í tilefni dagsins, sérstaka athygli á listamannarekn- um rýmum hér á landi og því ötula starfi sem unnið er í þeim í þágu myndlistar. Frá 1. apríl hafa sérstök kynningarmyndbönd með enskum texta fyrir nokk- ur slík rými verið birt á vegum SÍM á In- stagram, Face- book og YouTube og verða mörg opin í dag í tilefni dagsins. Alþjóða- samband mynd- listarmanna (IAA/AIAP), samstarfsaðili UNESCO, stendur fyrir þessum degi en dagsetningin 15. apríl engin tilviljun því þann dag árið 1452 fæddist sjálfur Leonardo da Vinci, einn af mestu snillingum myndlistarsögunnar, og segir í til- kynningu frá verkefnastjóra World Art Day að hann sé táknmynd heimsfriðar, tjáningarfrelsis, sköp- unar og þeirra áhrifa sem myndlist hefur á önnur svið lífsins. Á sjötta tug Hildur Elísa Jónsdóttir er verk- efnisstjóri World Art Day hér á landi og segir hún listamannarekin rými hér á landi á sjötta tug. Í þeim sé unnið fjölbreytt starf í þágu myndlistar og menningar. Spurð hvort þessi áhersla á listamanna- rekin rými komi að utan, frá skipu- leggjendum World Art Day, segir hún svo ekki vera. Hún sé að frum- kvæði SÍM. „Það er kannski sér- staklega augljóst hér á Íslandi hvað listamannarekin rými vinna mikil- vægt starf. Myndlistarsenan á Ís- landi væri töluvert fátækari ef ekki væri fyrir öll þessi rými,“ segir Hildur og nefnir sem dæmi Kling & Bang, Gallerí Úthverfu á Ísafirði og Deigluna á Akureyri. „Þau lyfta upp grasrótinni og endurspegla mynd- listarsenu hvers tíma þar sem stjórnendur rýmanna eru sjálfir myndlistarmenn ásamt því að koma með ferska myndlistarmenn, strauma og stefnur að utan. Þá hafa félagasamtök myndlistarmanna og listamanna á borð við Nýlistasafnið og Gilfélagið átt stóran hlut í að móta og leggja grunninn að list- rænni stefnu opinberra safna á Ís- landi í dag en listamannareknu rým- in veita opinberu stofnununum líka örlítið aðhald,“ bendir Hildur á. Listamannarekin rými lifi mislengi en séu þó, eins og staðan er, á sjötta tug – ef ekki fleiri. Meðfram kynningunni á starfi listamannarekinna rýma deilir SÍM myndum frá listamönnum innan fé- lagsins á instagram- og facebook- síðum sínum en það mun halda áfram eftir daginn í dag. Með þessu vill SÍM kynna verk félagsmanna sinna, fólkið sem myndar samtökin, og þann mikla fjölbreytileika sem einkennir þann hóp. Konfettísprengja Hildur er beðin að nefna dæmi um rými sem verða opin í dag og nefnir hún meðal annars sýninguna Fallandi trjám liggur margt á hjarta sem verður opin milli 12 og 18 í fyrrnefndu Kling & Bang, þar er m.a. boðið upp á bjór á krana sem hluta af sýningunni. Þá verður Nýlistasafnið með leiðsögn um sýn- ingu Katie Paterson, leiðsögnin hefst með verkinu „100 Billion Suns“ eftir hana, konfettísprengju sem skýtur 3.216 litríkum pappírs- snifsum upp í loft, smækkaðri út- gáfu af björtustu sprengjum al- heimsins. Gallery Port verður opið 12-18 og í Gallerí Úthverfu á Ísafirði mun myndlistarmaðurinn Nína Ivanova bjóða upp á leiðsögn klukkan 16 um sýningu sína sem er sú þriðja í röð sjö örsýninga undir yfirskriftinni CARBON-KOLEFNI vísindi listanna – listin í vísindunum í glugga Gallerís Úthverfu. Harpa Björnsdóttir mun opna sýninguna Bláma í Galleríi Hjarta í Hjarta Reykjavíkur, Laugavegi 12b, og Jonna Sigurðardóttir opna sýningu í Mjólkurbúðinni á Akureyri sem verður opin milli kl. 17 og 19. Hildur segir markmið World Art Day fyrst og fremst að fagna og gleðjast yfir myndlistinni, hinum skapandi greinum sem og starfi myndlistarmanna. Markmiðið að fagna og gleðjast yfir myndlistinni Í glugga Nina Ivanova er höfundur þriðju örsýningarinnar af sjö í Gallerí Úthverfu. - Athygli vakin á mikilvægu starfi listamannarekinna rýma á World Art Day Hildur Elísa Jónsdóttir Bandaríski leikarinn Hank Azira sem er hvítur á hörund talaði í rúma þrjá áratugi fyrir indverska karakterinn Apu í teiknimyndunum um Simpson. Azira hefur nú beðið „alla Indverja“ afsökunar á því en hann hætti að ljá Apu rödd í fyrra. Azira kom fram í hlaðvarpsþætti þar sem hann bar fram afsökun sína en hann sagði jafnframt að leikarar hefðu verið ráðnir í hlut- verkin í góðri trú en nú mætti sjá að sú skopmynd sem dregin sé upp af ólíkum kynþáttum, þar sem hann til að mynda hafi hermt eftir fram- burði Indverja, hafi stutt við „kerf- islægan rasisma“ í Bandaríkjunum. Vinsæll Apu í einum Simpson-þættinum. Baðst afsökunar á túlkun sinni á Apu Einkasýning Halldórs Krist- jánssonar, Ræt- ur, verður opnuð í dag, miðviku- dag, kl. 18 í Flæði sem er á Vesturgötu 17 í Reykjavík. Á sýningunni má sjá röð fígúra- tívra olíu- málverka þar sem mannsformið og rætur renna saman í eitt, að því er fram kemur í tilkynningu. „Það eru svo augljós tengsl milli hins nátt- úrulega heims og okkar mannanna. Við eigum það til að hugsa um nátt- úruna sem eitthvað óskylt okkar heimi. En öll skil þar á milli eru merkingarlaus í ljósi þess að mað- urinn og allt sem honum fylgir er hluti af náttúrunni. Hér birtist mannsformið samofið náttúru upp úr undirmeðvitund listmálarans,“ segir um sýninguna sem lýkur 20. apríl. Halldór sýnir Rætur í Flæði Halldór Kristjánsson Blaðamannafélag Svíþjóðar (SJF) hefur endurútgefið bókina Överleva deadline – Handbok för hotade journalister eftir Stieg Larsson. Í bókinni, sem kom fyrst út árið 2000, deilir Larsson eigin reynslu og góð- um ráðum eftir að hafa sætt aðkasti fyrir rannsókn sína og skrif um upp- gang hægri öfgaafla í Svíþjóð á tíunda áratug síðustu aldar. „Það er mikið vandamál hversu hátt hlutfall félagsmanna okkar sæt- ir hótunum og ofbeldi fyrir störf sín,“ hefur SVT eftir Ulriku Hyll- er5t, formanni félagsins, og tekur fram að sökum þessa eigi bókin því miður enn brýnt erindi. „Bókin er ekki aðeins frábær handbók, heldur lýsir hún vel andrúmsloftinu og sam- heldninni í fjölmiðlabransanum fyrir 20 árum. Ég er sannfærð um að fé- lagar okkar finni kraft og kjark þeg- ar þeir lesa að hatur og hótanir í garð fjölmiðlafólks er ekki nýtt vandamál og við höfum staðist þess- ar raunir áður.“ Í frétt SVT kemur fram að töl- fræðiupplýsingar hafi verið upp- færðar í bókinni til að endurspegla þær breytingar sem orðið hafa á síð- ustu 20 árum auk þess sem skrifaður hefur verið nýr formáli. Jafnframt hefur verið rýnt í ráðleggingar Lars- son til að sjá hvort þær standist tím- ans tönn. Hyllert bendir sem dæmi á að tækninni hafi fleygt hratt fram og því hafi þurft að uppfæra ráðin með hliðsjón af því. „Þess ber hins vegar að geta að í upprunalegu útgáfunni ráðlagði Larsson blaðamönnum að vera sparsamir í tölvupóstsend- ingum,“ segir Hyllert. Aðeins félögum í Blaðamannafélagi Svíþjóð- ar stendur til boða að kaupa prent- aða útgáfu bókarinnar, en allir geta nálgast rafræna útgáfu bókarinnar á vef félagsins: www.sjf.se. Mynd af stieglarssonfoundation.se Hatur Rithöfundurinn Stieg Lars- son með eintak af bókinni Det eviga hatet: om nynazism, antisemitism, och Radio Islam eftir Per Ahlmark. Handbók fyrir hataða blaðamenn - Bók Larsson frá 2000 endurútgefin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.