BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Side 9
Vonandi raun
uppvaxandi
kynslóð bera
meira úr bítum
en launafólk í
dag.
forvitnilegt að Vinnuveitenda-
sambandið skuli kvarta undan
háum launakostnaði sem
standi íslenskum fyrirtækjum
fyrir þrifum.
Fjárhagsaðstoð í fullri
vinnu
Ein hlið láglaunastefnunn-
ar er að fullfnskt fólk í fullri
vinnu getur ekki séð sér og
sínum farborða og þarf því að
leita aðstoðar hjá félagsmála-
stofnunum. Með því eru sveit-
arfélögin í raun að niðurgreiða
launakostnaðinn fyrir fyrir-
tækin.
Samkvæmt upplýsingum
frá Félagsmálastofnun
Reykjavíkurborgar voru 12%
þeirra sem fengu fjárhagsað-
stoð í fyrra í launaðri vinnu.
Einstaklingamir að baki þess-
ari prósentutölu eru 369 tals-
ins.
Af þessum hópi voru 232,
eða tæp 70%, í fullu starfi og
101 í hlutastarfi. Upplýsingar
vantar um 36 einstaklinga, en
að sögn Guðmundar Sigmars-
sonar, fulltrúa í Félagsmála-
stofnun, er von til þess að með
frekari gagnavinnslu skýrist
atvinnuþátttaka hluta síðast-
talda hópsins.
BSR
Beiðnir um fjárhagsaðstoð
em greindar eftir þeim ástæð-
um sem umsækjendur gefa
upp, bæði aðalástæðum og
öðrum ástæðum. í 62% tilvika
var „ónógar tekjur” aðalá-
stæða hópsins sem var í fullri
vinnu. Aðrar ástæður voru
margfalt fátíðari, s.s. „vandi
vegna bama” 5,6% og „fjöl-
skylduvandi” 5,2%.
„Ónógar tekjur” var einnig
sú ástæða sem flestir tiltóku
sem næst veigamestu ástæðu
þess að sótt var um fjárhags-
aðstoð. Hlutfallstalan þar var
20% eða 47 einstaklingar.
Hver þurfa launin að
vera?
í apnlhefti blaðs VSÍ, Af
vettvangi, er grein eftir Guðna
Niels Aðalsteinsson hagfræð-
ing sem nefnist ,Borgar sig að
vinna?” Þar era borin saman
kjör atvinnulausra og vinn-
andi eftir að breytingar vora
gerðar á reglum um fjárhags-
aðstoð. I greininni segir Guðni
Niels að eftir þessa breytingu
sé stór hluti þjóðarinnar verr
settur í vinnu en á bótum.
Hann telur þetta hættulega
þróun en í stað þess að líta í
barm láglaunastefnunnar bein-
ir hann spjótum sínum að fé-
lagsmálastofnunum. „Þau
(þ.e. félagsmálayfirvöld)
stæra sig af því að veita um-
bjóðendum sínum hærri tekjur
en fást af átta stunda vinnu,
allt vegna þess að þau hafa
svo miklu betri hugmynd um
það en atvinnurekendur, hvað
það kostar að lifa á íslandi.
Þetta er hættulegur misskiln-
ingur. Félagsmálastjórar eru
ekki Hrói Höttur nútímans,”
segir Guðni Niels í grein
sinni.
Samkvæmt nýju reglunum
er miðað við að einstaklingur
hafi minnst 53.596 kr. til ráð-
stöfunar og hjón 96.472 kr.
Atvinnulaus hjón með tvö
börn fá 136.900 samkvæmt
útreikningum Guðna Nielsar
en til þess að hjón með tvö
börn sem bæði eru á vinnu-
markaði hafi sömu ráðstöfun-
artekjur þurfa þau að þéna
240.200 kr. Niels Guðni
kemst að því að 40% hjóna
með eitt barn sé lakar sett í
vinnu en á bótum, 55% hjóna
með tvö böm og 70% hjóna
með þijú böm.
Að hluta til skýrist þetta á-
stand af háum jaðarsköttum
en meginsskýringin er þó sú
að laun á íslandi era alltof lág,
þannig að stór hluti þjóðarinn-
ar á í stökustu vandræðum að
láta enda ná saman. Félags-
málayfirvöld eru ekki að
reyna að leika Hróa Hött, þau
horfa einfaldlega á staðreynd-
ir, hver framfærslukostnaður
fjölskyldna er á íslandi. Þar
inn í er ekki reiknað með að
fjölskyldurnar hafi neinar
skuldbindingar á herðum sér,
en eins og alkunna er hefur
skuldaaukning heimilanna
aukist mjög á undanförnum
áram.
Lítil framleiðni
Ástæðan fyrir þessum
lágu launum hér á landi er
fyrst og fremst lág framleiðni
íslenskra fyrirtækja, sem
skrifast á rangar ákvarðanir
atvinnurekenda. Sé litið til
landsframleiðslu á íbúa var Is-
land í fimmta sæti OECD-
ríkjanna árið 1991. Lands-
framleiðslan á íbúa er einung-
is meiri í Sviss, Svíþjóð, Jap-
an og Þýskalandi. Sé skoðuð
landsframleiðsla á vinnustund
er Island hins vegar í sjöunda
neðsta sæti innan OECD-nkj-
anna.
Þessi mismunur skýrist af
því að miklu fleiri vinnu-
stundir liggja að baki verð-
mætasköpuninni hér en víðast
-------------------------9
1