BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Qupperneq 11
Bjarni Ingvarsson, sálfræðingur: Vinnan og
heimilið eru ekki afmörkuð hólf. Ahyggjur á
öáru sviöinu smita yfir á hitt og öfugt
Vinnum jákvætt úr streitunni
- Hæfilegt stress er nauð-
synlegt til að halda sér gang-
andi. Sumir þurfa á ákveðinni
spennu að halda og smávegis
adrenalínflæði í blóðinu er allt
í lagi. Með því að lifa heil-
brigðu lífi - halda sér í formi,
vera jákvæður, jafnvel hug-
leiða - er hægt að vinna já-
kvætt úr streitu, jafnvel mikilli
streitu. Þetta segir Bjarni
Ingvarsson, starfsmannastjóri
Ríkisspítala, en hann er vinnu-
sálfræðingur að mennt. Tíð-
indamaður BSRB-tíðinda
spjallaði stuttlega við Bjama á
dögunum.
- Stress fer mikið eftir
skipulagningu tímans, segir
Bjami; hvað þú gerir, hvemig
þú lifir og hver forgangsröðin
er. Þannig hefur starfsmaður
sem aldrei fer í frí tilhneig-
ingu til að brenna fyrr upp en
aðrir. Neikvætt stress er víta-
hringur sem starfsmaður sog-
ast inn í. Það tekur sinn líkam-
lega toll sem getur til dæmis
komið fram í bakverkjum eða
höfuðverk. Við ákveðin mörk
fer fólk líka að verða pest-
sæknara. Oft er neikvætt
stress tengt tímapressu og því
að hafa ekki stjórn á vinnu-
ferlinu. Þegar fólk veit ekki á
hverju það getur átt von í
vinnunni kemur fyrir lítið að
reyna að skipuleggja tímann.
Þetta á til dæmis við um
lækna og hjúkrunarfólk á á-
kveðnum deildum, og einnig
lögreglumenn svo dæmi sé
tekið úr annarr átt. Besta and-
svarið er að vera í góðu formi
og leitast með því við að fyrir-
byggja hættuna á kulnun, en
þegar svo illa er komið hefur
viðkomandi starfsmaður enga
ánægju af því að mæta í vinn-
una á morgnana; vinnan verð-
ur kvöl, og eina lausnin getur
orðið að finna sér nýtt starf.
- Varla er það alltaffýsi-
legur lcostur þegar lítið er um
vinnu...
- Nei, tilhneigingin er
frekar að halda í starfið þegar
atvinnuástandið er eins og
núna. Viðkomandi setur dæm-
ið þá gjarnan þannig upp að
tryggara sé að ,afplána” enn
um sinn starf sem hann er þó
búinn að fá nóg af. Fresta því
með öðrum orðum að hugsa
sér til hreyfings á vinnumark-
aðinum þar til svigrúmið
eykst á ný.
Á krepputímum höfum
við líka ákveðinn vítahring
þar sem fjárhagsáhyggjur og
annað sem bjátar á heima fyrir
hefur áhrif á vinnuna og öf-
ugt. Vinnan og heimilið eru
ekki afmörkuð hólf. Áhyggjur
á öðru sviðinu smita yfir á hitt
og öfugt. Áður voru þessi svið
aðskildari, en nú er meira
flæði þama á milli.
- Hvað með þátt stjórn-
enda í þessu sambandi?
- Tillitssemi varðandi
þarfir starfsfólksins skiptir
vissulega máli. Góður stjórn-
andi hvetur starfsfólk til að
stunda heilbrigt lífemi og taka
sér það frí sem það á. Nútíma-
líf krefst þess að fólk sé ekki
ofurselt vinnunni.
- Gera stjórnendur nóg af
því að vinna gegn óhœfdegu
stressi með því að hrósa sínu
fólki þegar við á og hvetja
þaðtildáða?
- Upp til hópa sýnist mér
við Islendingar sparir á hrósið
en miklu ósparari á skamm-
imar þegar svo ber undir. Það
er því miður of algengt hjá
stjómendum að þeir hrósi ekki
sínu fólki þegar allt er í lagi.
En við eigum nú líka mörg
erfitt með að taka á móti
hrósi. Kannski erum við
svona kreppt.
- Manni sýnist að með
tölvuvœðingunni verði afger-
andi breyting á tímaþœttinum
og afstöðufólks til hans...
- Það er alveg rétt að með
hinni öm tölvuvæðingu hefur
tímaskynið breyst og brengl-
ast. Skrár sem áður tók tvo til
þrjá daga að útbúa er núna
hægt að prenta út á kortéri eða
svo, en þá bregður svo við að
okkur finnst kortérið eilífðar-
tími og stressum okkur heil ó-
sköp á hægaganginum. Svo
fömm við heim eftir vinnu og
dettum niður í sjónvarpsgláp í
nokkra klukkutíma eins og
ekkert sé. Það skiptir máli að
setja hlutina í samhengi.
— Stundum er sagt að fólk
sé stressaðra á einu œviskeiði
en öðru, og er þá gjaman til-
tekið tímabilið þegar verið er
að koma sér upp þaki yftr höf-
uðið, bömin ung og lífsbarátt-
an hvað hörðust. Skrifarðu
upp á þetta?
- Jú, vissulega er hún
stressandi þessi törn í lífi
fólks, en á móti kemur að
flestir em í það góðu formi á
þessum ámm að þeir ráða við
álagið. Þetta æviskeið mætti
því gjarnan kalla tímabil já-
kvæðrar spennu. Þegar fram í
sækir og hægist um er fólki
aftur hættara við að lenda í til-
vistarkreppu. Þá er spennan
vegna innri óróleika. Menn
fara að setja spumingarmerki
við hvaða stefnu þeir hafi tek-
ið í lífinu, hvemig hafi tekist
til og þar fram eftir götunum.
í fáum orðum sagt er það
mjög afstætt hvers eðlis
stressið er á hveijum tíma.