BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 20

BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Blaðsíða 20
U I; stöð fyrir Keisarann, skemmtistað skáhallt á móti við Laugaveginn, og kemur þá til kasta umsjónarmannanna að láta það hlutverk stað- arins ekki fara úr böndunum. Við spurðum Það voru fáir á ferli um sjöleytið þegar opnað var, en það verk annast starfsfólk skyndibitasölunnar á staðnum og þarf fyrir bragðið að taka daginn snemma. Harpa Lou- ise Guðjónsdóttir var við afgreiðslu þegar okkur bar að og hefur unnið þama í nokkrar vikur. Vinnutíminn frá hálfsjö til hálfellefu á morgnana, en hún er líka í afleysingum í Nóatúnsbúðinni hinum megin við götuna. Harpa segist kunna ágætlega við vinnustað- inn: Enginn hasar, og viðskiptavinimir flestir fólk sem er að bíða eftir strætó. Hulda Waage er búin að vinna í bakaríinu á fjórða ár og vill meina að það séu fleiri en farþegar sem kaupi af sér brauð og bakkelsi. „Viðskiptavinimir em alls konar fólk úr öll- um stéttum,” segir hún; „ekki bara strætófar- þegar sem kippa með sér brauði meðan þeir bíða.” Stundum verða viðskiptin líka enda- slepp þar sem fyrir kemur að kúnninn verður að hlaupa frá ókláruðum viðskiptum vegna þess að vagninn hans er að renna í hlað. Hlemmurinn er semsé ekki aðeins biðstöð heldur einnig vinnustaður. ,Þama er til staðar það sem vænta má á svona stað,” segir Hörð- ur Gíslason hjá SVR, en hann hefur aðsetur í stjórnstöð fyrirtækisins í Borgartúni 35 og hefur lengi haft umsjón með rekstri Hlemms og starfseminni þar. Auk bakarísins og skyndbitastaðarins er sjoppa sem SVR rekur og þar starfa fimm manns í fjómm stöðugild- um við að selja farmiða, veita upplýsingar um ferðir vagnanna og selja ýmsa smávöm. „Það er vitaskuld ekki fmmhlutverk SVR að reka sjoppu, en þetta styður hvert annað,” segir Hörður: ,Það getur komið sér vel fyrir fólk að geta keypt kaffipakka eða annað smá- legt um leið og það fær sér strætókort.” Myndasmiður er á Hlemmi og getur kom- ið sér vel ef vantar passamynd áður en haldið er yfir götuna á Lögreglustöðina. Þá var þarna blómabúð til skamms tíma og smá- gjafaverslun, en homið þar sem þessar búðir voru stendur nú autt. Við spurðum Hörð hvort auða homið væri til marks um að lítil á- sókn væri í verslunarplássið, en hann var ekki á því. Rekstur blómabúðarinnar hefði að vísu ekki gengið upp, en Skyggna Myndverk hefði tekið rýmið á leigu og væri nú í óða önn að koma sér fyrir. Þar yrði ekki aðeins boðið upp á hefðbundna myndatöku eins og í dag heldur einnig hraðmyndakaSsa. „,Þama verður nútímalegt þjónusturými að erlendri fyrirmynd með síma, faxtæki og ljósritunar- þjónustu svo að eitthvað sé nefnt, og einnig mun Landsbankinn setja upp hraðbanka.” Hreinsunardeild borgarverkfræðings sér um almenningssalemin á Hlemmi, en starfs- mennirnir, Dagsbrúnarmenn hjá borginni, hafa einnig umsjón með staðnum. Þeir eru þrír á föstum vöktum - tvær morgunvaktir, tvær kvöldvaktir og síðan frí í tvo daga - og svo bætist einn við kl. átta á kvöldin og vinn- ur fram að lokun kl. 23:30 alla daga. Einn þeirra, Jón Viðar Viðarsson, segir að starfið sé stundum strembið, og að erfitt geti verið að halda staðnum hreinum ef útigangsmenn vilji fara að gera sig of heimakomna, enda sé allur gangur á því hversu vel þeir þrífi sig. Hann segir að innan um séu alls konar menn með sjúkdóma. „Til dæmis var einn sem slæddist hingað inn um daginn með lifrar- bólgu, eins bráðsmitandi og hún er, enda settu lögreglumennimir sem við kölluðum til upp hanska áður en þeir fjarlægðu hann. Við tölum náttúrlega um það okkar í milli að að þetta sé ekki nógu gott, en það er kannski erfitt við því að gera.” Á morgnana hefur ákveðinn hópur til- hneigingu til að gera Hlemm að bið- 20

x

BSRB-tíðindi : fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BSRB-tíðindi : fréttabréf
https://timarit.is/publication/1586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.