BSRB-tíðindi : fréttabréf - 15.05.1995, Síða 27
Skuldaaukning ríkissjóðs
Heildarskuldir hins opinbera hafa vaxið
hröðum skrefum síðustu árin. I árslok
1994 er falið að þær hafi numið rúm-
lega 230 milljörðum króna eða 53,6%
af landsframleiðslu. Þá eru lífeyrisskuld-
bindingar ríkissjóðs og sveitarfélaga ekki
taldar með, en lífeyrisskuldbindingar A-
hluta ríkissjóðs námu rúmlega 60 milljörð-
um króna í árslok 1993.
Rúmleg 53% af skuldum hins opin-
bera er hjá erlendum aðilum. Jafnframt
því að skuldimar hafa aukist hafa útistand-
andi kröfur hins opinbera minnkað á liðn-
um árum. I árslok 1994 námu þær um
20% af landsframleiðslu. Hreinar skuldir
hins opinbera hafa því margfaldast síðustu
árin og mældust 33,5% af landsfram-
leiðslu 1994.
Sé litið til þróunarinnar undanfarna
áratugi þá voru hreinar skuldir hins opin-
bera litlar sem engar árið 1982. Árið 1988
ná þær 10% af landsframleiðslu. Árið
1991 eru þær komnar í 20% og árið 1993
fara þær yfir 30%.
Opinber lánastarfsemi takmarkast þó
ekki við hið opinbera, ríkissjóð og sveitar-
félög, því ýmis fyrirtæki og sjóðir hins op-
inbera eru þátttakendur í lánastarfsemi.
Nokkrir atvinnuvegasjóðir og fjárfestinga-
sjóðir em á ábyrgð eða í eigu hins opin-
bera og nema skuldir og kröfur þeirra tug-
um milljarða króna. Þá em Landsbankinn
og Búnaðarbankinn í eigu ríkisins.
Þá hefur heildarfjárhæð lána með rík-
isábyrgð aukist vemlega á undanfömum
ámm. Árið 1990 var upphæðin tæpir 40
milljarðar króna, eða 10,7% af landsfram-
leiðslu en árið 1993 var hún komin í rúm-
lega 76 milljarða króna, sem samsvarar
18,5% af landsffamleiðslu.
Þrátt fyrir stöðuga aukningu skulda
hins opinbera hefur lánsfjárþörf hins opin-
bera minnkað. Árið 1990 nam lánsfjár-
þörfm 27 milljörðum króna en rauk í 40
milljarða árið 1991. Síðan hefur smám
saman dregið úr henni og var hún komin í
15 milljarða árið 1994.
Húsnæðisstofnun ríkisins
minnir á, að markmið laganna um
stojhunina er sem hér greinir:
►
►
Að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála og
húsbggginga, að landsmenn geti búið við öryggi í húsnæðismálum.
Að stuðla aðjafhrétti í húsnæðismálum, þannig að jjármunum verði
sérstaklega varið til þess að auka möguleikafólks til að eignast eða leigja
húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Þetta eru þau markmið sem Húsnæðisstofnunin starfar að.
Þess vegna er hún ein af velferðarstofnunum þjóðfélagsins.
Cg3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS