Duld - 01.12.1954, Qupperneq 4
2
DULD
fræðikennslan var talin standa þar
á mjög háu stigi.
1. Voðalegur vágestur.
Meðan Nostradamus var við
nám í Montpellier, barzt þangað
einn mesti vágestur miðaldanna,
svarti dauði. Þetta var árið 1425.
Montpellier varð hreinasta pestar-
bæli. Fólkið hrundi niður, og
læknarnir virtust standa gersam-
lega ráðþrota gagnvart pestinni.
Óttinn greip um sig, og læknarn-
ir sjálfir voru ekki síður gripnir
geigvænlegri hræðslu gagnvart
pestinni en fáfróður almúginn, því
þeir brynjuðu sig sem bezt þeir
gátu með þvií að íklæðast skósíð-
irm úlpum og höfðu hettur yfir
höfðinu, sem náðu niður á herð-
ar svo að ekki sást í andlit þeirra.
Þannig „útrústaðir“ komu þeir til
sjúklinganna og úðuðu yfir þá ein-
hverjum alveg gagnslausum ilm-
vatnsblöndum. Nostradamus
horfði á aðfarir þessar og honurn
blöskraði fáfræði, hjátrú og
heimska læknanna, sem virtust
raunverulega ekki vita, hvað þeir
voru að gera. Þótt ungur væri,
gerði Nostradamus sér ljóst, að
engin leið var að ráða við pest-
ina nema rannsaka eðli herinar.
Hann gerði sjálfstæðar athuganir
á veikinni og kom með tillögur
um það, hvemig lækna mætti og
hefta útbreiðslu hennar. Lækn-
arnir glottu og hrisstu höfuðið yf-
ir þessum galgopa, sem þóttist vita
betur en þeir. Pestin breiddist óð-
fluga út, og ástandið varð eink-
um alvarlegt í smábæjunum, þar
sem engir voru til að hlynna að
hinum sjuku, og þar sem allir
þeir, er vettlingi gátu valdið höfðu
flúið brott í dauðans ófboði-
Nostradamus fór nú þangað, sem
ástandið var einna verst, til Nar-
bonne, Toulouse, Bordeaux og
fleiri staða, og tók að meðhöndla
sjúklinganna eftir eigin höfði þótt
eigi væri.hann nema læknanemi.
Það vakti athygli, að hann kom
til sjúklinga sinna eins og hann
var klæddur, þ. e. án þess að vera
hettu- eða hempuklæddur, hress,
glaðvær og geislandi af hreysti.
Og svo bar við, að víðast hvar, sem
hann kom, batnaði mönnum.
Hróður hans barst víða, og hann
var jafnvel kallaður að sjúkrabeði
kardinálans í Chiaramonte, er var
fulltrúi páfa i Avignon.
Nostradamus hélt sjálfboðaliðs-
starfi sínu áfram í fjögur ár, un/
pestin var um garð gengin. Hann
settist á skólabekkinn aftur í
Montpelliers og lauk þaðan prófi
í læknisfræði með ágætiseinkvmn