Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 7

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 7
NOSTRADAMUS 5 tamdan úlf, sem var heimagang- ur í kastalanum, og var hann að rífa í sig afturpartinn af skrokkn- um, þegar komið var að honum. Matreiðslxnnaðurinn sá enga aðra leið út úr vandræðunum en að taka svarta svínið og steikja það, og var það svo borið á kvöldborð- ið. Lávarðurinn vissi ekki hvað gerzt hafði, en hann hugsaði því gott til glóðarinnar, að snúa á Nostradamus. Þegar máltíðin stóð sem hæst, mælti hann við Nostra- damus: „Jæja, herra minn, þá erum við nú að snæða hvíta grísinn svo að ekki verður hann úlfi að bráð“. „Þvi trúi ég ekki“, svaraði Nostradamus; „það er svarti grís- inn, sem er á borðum“- Lávarðurinn gerði boð eftir matreiðslumanninum, og hann reyndi ekki að leyna óhappinu, sem hann hafði orðið fyrir með hvíta grísinn. Saga þessi er ef til vill munn- mælasaga, en hún á að sýna, að skyggni Nostradamusar hafi ver- ið óbrigðul. 4. Talinn undra læknir. Nostradamus tók sig nú upp frá Luxemburg og hélt til Provence. Hermt er, að hann hafi skilið eftir spádóma í klaustrinu, sem lýstu ítarlega frönsku byltingunni og tilkomu Napoleons Bonaparte. Spádómar þessir eru nú týndir. Hann var nú búinn að vera á lát- lausum f erðalögum í tólf ár og er kominn yfir fertugsaldurinn. Honum datt í hug, að setjast að í Marseille og stunda þar lækning- ar. Hann var mjög eftirsóttur sem læknir, og margir bæir kepptust um, að fá hann fyrir borgara vegna lærdóms hans og þekking- ar. Hann átti nokkra góða vini í smábænum Salon de Craux, sem er um miðja vegu milli Avignon og Marseille. Þar settist hann að, og gekk aftur í heilagt hjónaband Hann gekk að eiga allefnaða konu af góðum ættum, er bar nafnið Anna Ponsard Gamelle. Þau áttu vel saman og þau eignuðust sex börn. Tveim árum síðar (1546) barst svarti dauði til borgarinnar Aix. Þegar pestin var komin þar í al- gleyming, var Nostradamus kvatt- ur á vettvang til að reyna að hefta útbreyðslu veikinnar. Hann dvaldist þar í nííu mánuði, og að þeim tíma liðnum var pestin um garð gengin. Hróður Nostradam- usar var á hvers manns vörum, og ríkisstjórnin í Provence veitti hon- um lífstíðar eftirlaun fyrir hið

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.