Duld - 01.12.1954, Page 8

Duld - 01.12.1954, Page 8
6 DULD ómetanlega starf, er hann hafði innt af hendi í almennings þágu. Ári síðar braust pestin út í Lyon. Borgarbúar heimtuðu Nostradam- us og tóku hann fram yfir alla aðra lækna- Hann dvaldi um tíma Íí Lyon og vann þar gott og mikið starf. 5. Alda gömul handrit um dulræn fræði Þegar allar þessar ógnir voru um garð gengnar, settist Nostra- damus um kyrrt í Salon, Hann var nú orðinn vel éfnum búinn, og efnaðir sjúklingar streymdu til hans hvaðanæva að. Hins vegar fékk hann ekki að njóta frægðar sinnar algerlega óáreittur, því að starfsbróðir hans einn í Lyon, sem hafði horn í siðu hans, ákærði hann opinberlega fyrir það, að fara ékki eftir forskriftum lækna- deildarinnar, en í þann tíð jafn- gilti það því, að vera ákærður fyr- ir kukl. Ákæra þessi virðist ekki hafa skaðað Nostradamus að neinu ráði, en hún hafði samt þau áhrif á hann, að lét minna á sér bera og reyndi að draga sig sem mest i hlé frá umheiminum. Svo virð- ist sem hann hafi farið að gefa sig meira en áður að dulrænum fræð- um, og „vísindalegri“ stjörnu- speki. Eftir formála Nostradamus- ar að ræða fyrir fyrstu útgáfunni á spádómum hans (1555), hefur hann haft í fórum sínum alda- gömul handrit um dulræn fræði (science occulture), en hann brenndi þeim, er hann hafði kynnt sér efni þeirra, af ótta við það, er komið gæti fyrir (craignant ce qui eut pu arriver). Hann lét út- búa sér herbergi uppi á þaki húss síns, sem enn er til, og þar eyddi hann tómstundum sinum, einkum á kvöldin og fram eftir nóttu við athuganir og stjarnspekilega út- reikninga. 6. Frægur spámaður. Það fór að verða almennur orðrómur, að hann gæti séð inn í framtíðina og fengist við spádóma. Ýmsar fullyrðingar voru hafðar eftir honum, sem reynd- ust i flestum tilfellum hreinasta fásinna, og það kom jafnvel fyrir, að gefin voru út spádómakver í hans nafni, og sem hann bar enga ábyrgo á. Þetta gerði Nostra- damusi gramt i geði og varpaði rýrð á hann. En þetta varð samt þess valdandi, að hann fór að gefa út almanak, og voru í því veður- spár og ýmis fróðleikur fyrir fólk- ið. Fyrsta almanakið kom út 1550.

x

Duld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.