Duld


Duld - 01.12.1954, Qupperneq 11

Duld - 01.12.1954, Qupperneq 11
Bruce sagði: „Ég hef aldrei trúað á drauga, en ef satt skal segja, vildi ég helzt ekki mæta þessu einn míns Iiðs“. „Siýrið í 7iorð~'l9cslur“ Úr bókinni Footfalls on the Boundary of Another World, — Fótatak á landamærum annars heims. Eftir R. RoBERT BRUCE var fyrsti stýrimaður á seglskipi, sem ann- aðist kaupferðir milli Liverpool og New Brunswick. Eitt sinn, er skipið var á vesturleið og hafði verið fimm eða sex vikur í hafi og nálgaðist austurströnd Ný- fundnalands, voru skipstjóri og stýrimaður á þilfari við athug- anir á afstöðu sólar, en að þvi búnu gengu þeir undir þiljur til að semja yfirlit yfir dagsverk sitt. Lítill skipsstjóraklefi var fast við skut skipsins, og stuttur stiga- gangur, sem farinn var þangað niður, lá þvert yfir skipið. Beint á móti þessum stigagangi og hin- um megin við lítinn ferhymdan pall var svefnklefi stýrimanns, en frá pallinum lágu tvennar dyr með stuttu millibili, aðrar aftur eftir inn i skipstjóraklefann, en hinar andspænis stigaganginum inn i svefnklefann. Skrifborð var D. OWEN. í fremri hluta svefnklefans rétt við dyrnar, svo að sá, sem sat við það, gat séð inn í skipstjóraklef- ann með því að líta um öxl. Stýrimaðurinn sökkti sér nú niður í útreikninga sina, sem gófu ekki þá útkomu, sem hann hafði vænt, og komu ekki heim við stöðu skipsins, og gaf hann þvi ekki gaum ferðum skipstjórans. Þegar hann svo hafði lokið útreikning- unum, kallaði hann án þess að líta við: „Ég hef reiknað lengdar- og breiddargráðu þannig. Getur það verið rétt? Hverjar eru þínar niðurstöður, herra?“ Er hann fékk ekkert svar, end- urtók hann spuminguna og leit um öxl sér og þóttist sjá skipstjór- ann önnum kafinn við að skrifa á spjald sitt. En enginn svaraði enn. Hann stóð þá á fætur, og þegar hann kom að dymm skipstjóra- klefans, leit sá upp, sem hann

x

Duld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.