Duld - 01.12.1954, Qupperneq 12
ÍO
DULD
hafði í misgripum haldið vera
skipstj órann, og varð hann nú
furðu lostinn, er í ljós kom andlit
algerlega ókunnugs manns.
Bruce var enginn hugleysingi,
en honum var nóg boðið, þegar
hann mætti hinum einbeittu aug-
rnn, sem horfðu beint á hann i
alvöruþögn, og hann varð þess vís
að þar var maður, sem hann hafði
aldrei áður séð, og í stað þess að
staldra við til að bera upp spum-
inguna við þennan að því, er virt-
ist, óboðna gest þaut hann upp á
þilfar í augljósri æsingu, sem skip-
stjórinn veitti þegar athygli.
„Hvað er þetta, herra Bruce?“
sagði hann. „Hvað í ósköpunum
gengur að þér?“
,,Hvað að mér gengur, herra?
Hver situr við skrifborðið þitt?“
„Enginn að því er ég bezt veit“.
„En það er einhver þar, herra.
Það er ókunnugur maður“.
„Ókunnugur maður? Hvað er
þetta, maður? Þig hlýtur að
dreyma. Þú hefur eflaust séð hryt-
ann þar eða annan stýrimann.
Hverjir aðrir hefðu vogað sér
þangað niður án fyrirskipana?“
„En, herra, hann sat í hæginda-
stólnum þíniun beint á móti dyr-
unum og var að skrifa á spjaldið
þitt, Svo leit hann upp fyrir aug-
unum á mér, og hafi ég nokkum
tíma séð mann skýrt og greinilega
í þessum heimi, þá sá ég hann“.
„Hann. Hvern?“
„Það má Guð vita, herra. Ég
veit það ekki. Ég sá mann, sem
ég hafði aldrei séð fyrr á ævi
minni“.
„Þú hlýtur að vera að tapa vit-
inu, herra Bruce. Ókunnugur mað-
ur, og við höfum verið fast að sex
vikum í hafi“.
,,Það veit ég, herra. En samt sá
ég hann“.
„Farðu niður og gáðu að, hver
er þar“.
Bmce hikaði: „Ég hef aldrei
trúað á drauga“, sagði hann, „en
ef satt skal segja, yildi ég helzt
ekki mæta þessu einn rníns liðs“.
„Farðu maður. Farðu niður taf-
arlaust, og gerðu þig ekki að fífli
fyrir skipshöfninni“.
„Ég vona, að þú hafir alltaf
reynt mig fúsastan til að gera það,
sem hefur verið skynsamlegt",
svaraði Bmce og skipti litum, „en
ef þér stendur á sama, herra, vildi
ég helzt, að við fæmm báðir tveir“.
Skipstjórinn gekk niður stigann
og stýrimaðurinn á eftir. Enginn
var í klefanum. Þeir athuguðu
svefnklefann, og enginn var þar
finnanlegur.
„Jæja, herra Bruce", sagði skip-