Duld - 01.12.1954, Page 17

Duld - 01.12.1954, Page 17
15 „STÍRIÐ I NORÐ-VESTUR" bjarga skipbrotsmönnunum frá þeim örlögum, sem virtust óum- flýjanleg. * * * Frásögn þessi var mér flutt (s’egir söguritarinn)'- af J. S. Clarke skipstjóra á skonnortunni Júlíu Hallock, en liann hafði sög- una beint frá Bruce sjálfum. Ég spurði Clarke skipstjóra, livort hann þekkti Bruce vel og hvers konar maður hann væri. „Ég hef aldrei á ævi minni hitt áreiðanlegri og heiðarlegri mann“, svaraði hann. „Við vorum eins samrýndir og bræður, og tveir menn geta ekki verið saman innilokaðir í sautján mánuði í sama skipinu án þess að komast að því, hvort þeir geti treyst orð- um hvors annar. Hann talaði allt- af um þessa atburði með lotning- arfullum orðum, og það var eins og þeir hefðu fært hann nær Guði og öðrrnn heimi. Ég gæti lagt líf mitt að veði fyrir þvi, að það var engin lygi, sem hann sagði mér“. Helgi Sveinsson þýddi. §—□—§ Föstudagur. Fullyrt er, að fyrr á tímum hafi sjómerm yfirleitt haft ótrú á bvi að leggja í sjóferðir á föstudögum. Hvort svo er ennþá vitum við ekki. Sagt er, að Kólumbus hafi lagt upp í hina miklu sjóferð sina til Nýja Heimsins á föstudegi. Á 17. öld var þessi hjátrú mjög útbreidd meðal sjómanna á brezka flotanum. Þeir voru svo tregir að sigla á föstu- dögum, að flotamálaráðuneytið sá sér ekki annað fært en að reyna að kveða þessa hjátrú niður. Það ákvað að láta smíða skip, og var kjölur- inn að því lagður á föstudegi. Því var hleypt af stokkunum á föstu- degi og nefnt Friday (föstudagur). Ráðinn var skipstjóri á skipið og hét hann Friday. Skipið lagði úr höfn á föstudegi, enda þótt skipshöfn- in væri óánægð og ferðin leggðist illa í menn. Vinir og vandamenn skipverja komu niður að höfninni til að kveðja þá og horfa á Friday láta úr höfn. Horft var á eftir skipinu, unz það hvarf sjónum út við sjóndeildarhringinn — og það sást aldrei frarnar. Það fórst í hafi með allri áhöfn. ★— Margir munu kannast við sögu Robert Louis Stevensons: Dr. Jekyll and Mr. Hyde, sem til er í íslenzkri þýðingu. Færri munu vita það, að efni sögunnar er draumur, sem Stevenson dreymdi.

x

Duld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.