Duld - 01.12.1954, Page 19

Duld - 01.12.1954, Page 19
DULHEYRN OG StNIR 17 unnar var falleg kona og yndisleg sál. Hún þekkti hana aðeins af mynd, og frænkan, -— sem var móðursystir, — gerði möglegra en ella að sætta hana við móðurmiss- inn og vekja hjá henni vináttu- samband og ástar við hina látnu móður, sem litla stúlkan hafði þó ekkert haft af að segja. Þannig hlúði hin unga dóttir að leið móð- ur sinnar á margan hátt, en einn- ig frænka hennar, sem lagði á ráð- in um ýmislegt í því sambandi. Eitt sinn er litla stúlkan var 5—6 ára, var hún dag einn snemma vors við leiði móður sinn- ar og var að reita feyskna hlóm- stöngla frá sumrinu áður. Varð henni þá litið upp í kirkjuglugg- ann og sér hún þar greinilega konu í glugganum- Konan var fall- eg, með gyllt slegið hár og brosti yndislega til hennar. Hún var þegar alveg viss um að þetta væri móðir sín, svo lík var hún mynd þeirri, er hún hafði svo oft séð af henni, nema að því leyti, að stallur var í hárinu í vinstri vanga. Þegar hún kemur til frænku sinn- ar segir hún henni alla söguna, en frænka telur þetta með öllu fráleitt, það hafi auðvitað einhver verið úti í kirkju. Hún fer því að gá að hvort kirkjulykillinn sé á sínum stað. Þegar svo var, kom nokkuð á frænku hennar, sem taldi þó að hér væri um missýn- ingu að ræða. Þótt frænka talaði svona við litlu stúlkuna, vissi hún betur en hún lét í veðri vaka, því að hún var sjálf nokkuð skygn alla ævi, og gat ekki rekið sjálfa sig úr vitni um ýmislegt, er hún hafði þannig séð. Hins vegar var það aðeins eitt sem í hennar aug- um gerði sögu litlu frænku nokk- uð vafasama, en það var hið stall- aða hár i vanga konunnar í kirkju- glugganum. Ekki féll þetta tal alveg niður, því að litlu telpunni var svo inni- lega hugstætt hið yndislega hros konunnar í kirkjuglugganum, og einhvern veginn var hún alltaf viss um að þetta hefði verið móðir sín, hvernig sem á því gæti staðið. Það var svo dag einn, að frænka, faðir litlu stúlkunnar og ein vinnukona heimilisins fóru að ræða þetta einkennilega mál sam- eiginlega, að skýringin kom sem leysti gátuna, um leið og það stað- festi sanngildi sögu litlu stúlkunn- ar. Þegar móðir hennar lá á líkbör- unum, bað faðir hennar vinnu- konuna, — sem búið hafði um hana í kistuna, og var henni mjög kær, — að klippa dálitinn lokk úr hári konu sinnar, er hann ætl-

x

Duld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.