Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 21
HVAÐ VAR ÞARNA AÐ GERAST? VAR ÞARNA
EINHVER ENSKUR „GENTLEMAÐUR“ ENN
AÐ BIÐJA FYRIR SÉR? OG NAUT ÉG
FYRIRBÆNA HANS?
,KROj3j5INN HELQF
HEILAGUR GRIPUR í EIGU MINNI.
Kafli úr óprentaðri œvisögu OSCARS CLAUSEN.
FyRIR RÚMUM 30 ÁRUM
þurfti ein vinkona miín á aSstoð
minni að halda, og var mér á-
nægja að því að láta henni hana
í té. Við vorum æskuvinir, en hún
hafði horfið af æskustöðvunum og
fluzt til Englands og dvalið þar
2 áratugi, hjá ættfólki sínu. Nú
hafði gamla ættfólkið hennar dáið
og hún erft eftir það talsvert af
lausafé, sem hafði verið sent hing-
að til Reykjavikur. Vinkona mín
átti nóg af góðum innanstokks-
mimum í búi föður síns, og vildi
því koma erfðafénu í peninga, og
til þessara hluta þótti henni og
skyldfólki hennar ég vera til val-
inn. Hún hað mig því um að
hjálpa sér með þetta og tók ég það
að mér og framkvæmdi eftir beztu
getu. — Þetta tókst — svo vel,
að þegar kassinn var gerður upp,
hafði minni góðu æskuvinkonu á-
skotnast helmingi meira fé fyrir
lausaféð, en áætlað var í byrjun.
Nú vildi hún endilega borga
mér fyrirhöfn mína í peningum,
en ég neitaði að taka við nokkrum
eyri, þar sem ég hafði tekið þetta
að mér sakir gamallar vináttu.
Þá vildi hún gefa mér gamla silf-
urskál, en ég neitaði hexmi. Ég
hafði ekkert með hana að gjöra.
Loks jöfnuðum við þessi viðskipti
okkar í allri vinsemd þannig, að
ég þáði að gjöf frá vinkonu minni,
lítið krossmark, sem ég á enn, og
hefi ekki hugsað mér að láta fara
á neinn flæking.
Krossmarkið er handmálað með
ljósgrænum vatnslitum á gulan
pappír. Utan um krossinn vefja
sig mjallhvitar dala-liljur, sem
vaxa upp úr grænni þúfu, sem
bindur krossinn við jörð. — Þessi
mynd er inurömmuð ií einfaldann