Duld - 01.12.1954, Qupperneq 27
ÖRLAGAVALDURINN
það að verkum, að hann var um-
setinn frá morgni til kvölds af
ótal fólki, sem ýmist kom til að
leita ráða hjá honum eða svala
forvitni sinni. Orðstír hans barst
um allt Alsace eins og vindgára
á vatnsfleti. Hann var talinn hafa
yfirnáttúrlega hæfileika til að
lækna sjúka, en þó var þessi hæfi-
leiki hans ekki nema brot af þeim
hæfileikum, sem hann var talinn
gæddur. Hann var talinn þekkja
leyndardóminn, að breyta óæðri
málmum í gull, og dýrustu eðal-
steinar urðu til d höndum hans
úr hinum allra algengustu efn-
um. Hann var talinn geta yngt
menn upp, gefið farlama mönn-
um æskuna aftur; og hann átti
að þekkja hinn sanna elixír lífs-
ins. Auk þess var hann skygn og
gæddur spádómsgáfu, og hann gat
lesið hugsanir manna eins auð-
veldlega og unnt er að sjá geð-
brigði á andlitum manna. Hann
hafði svo gífurlegt vald á þeirri
list, sem Mesmer*) hafði opinber-
*) FRIEDRICH ANTON MESMER
er höfundur kenningarinnar um hið svo-
nefnda dýrseglumagn. Hann uppgötvaði
mátt dáleiðslunnar, sem fyrst framan af
var kölluð Mesmerismi. Mesmer vakti
mikla athygli á sér í Paris fyrir dá-
leiðslulækningar. Hann fæddist 1733 í
Þýzkalandi, en andaðist í Meersburg,
Baden, 1815, gleymdur og frægðarlaus.
23
að undrandi mannfólkinu, að
hann var talinn geta náð tökum
á sálum manna. Og hann sýndi
það áþreifanlega, hversu langt
Mesmer var frá því að skiija upp-
sprettu þeirra afla til hlýtar, sem
hann hafði af tilviljun fundið. 1
fáum orðum sagt, Cagliostro greifi,
sem enginn vissi nein deili á né
hvaðan hann var kominn, var tal-
inn guðlegum gáfum gæddur.
Hinn háttsetti aðalsmaður, hans
hágöfgi Prins de Rohans, kardí-
náli, sem hafði konunglegra blóð
í æðum en konungurinn sjálfur,
því að hann gat rakið ætt sína til
allra þeirra konunga, er setið
höfðu á veldisstóli Frakklands,
hafði fengið sögusagnir ran öll
þessi undur og furðuverk, og hjá
honum vaknaði löngun til þess að
kynnast þessu af eigin reynd.
Hann hafði raunar alla tíð haft
brennandi áhuga á alkemíu, grasa-
fræði, stjörnuspeki og dulrænum
fræðum almennt, svo að í þessum
málum var hann frjálslyndur og
hleypidómalaus. Hann leit svo á,
að væri Cagliostro sannur hæfi-
leikamaður, en ekki svikahrappur,
eins og fjölmargir voru i Frakk-
landi i þann tíð, þá mundi hann
geta leyst úr ýmsum ráðgátum,
sem hans hágöfgi hafði glímt við
árangurslaust. En svo bárust hon-