Duld - 01.12.1954, Síða 28
26
DULD
um til eyrna hin undarlegu orð,
sem greifinn hafði látið sér um
munn fara á torginu i Strassbourg
og þau riðu baggamuninn.
Cagliostro greifi hafði farið út
kvöld eitt til þess að fá sér frískt
loft. Þjónn hans, sem var grann-
ur maður, dökkur á hár en fölur
yfirlitum, og bar hið kynlega nafn
Abdon, gekk í humátt á eftir hon-
um ií hæfilegri fjarlægð. tJtlit
greifans bar vott um það, að hann
væri á bezta aldri, milli þrítugs
og fertugs. Hann var meðalmað-
ur á hæð, þrekvaxinn og krafta-
legur. Fas hans allt var fyrir-
mannlegt, og hið velmótaða höfuð
hans sat tígulega á stæltum herð-
um. Klæðaburður hans var áber-
andi íburðarmikill. Hann var
klæddur blárnn, gullbrydduðum
frakka, og hann bar sverð við
hlið. Hann hafði rauðhælaða skó
á fótrnn með sporum, sem settir
voru dýrum steinum. Gimsteinar
glóðu í knipplingaslifsi þvi, er féll
í fellingum niður á bringu hans,
og rúbinsteinar glitruðu í spenn-
unni, sem hélt hvítu fjöðrinni i
hattinum hans á la musquetaire.
Allir þeir, sem þekktu hann, og
allir þeir, sem skilið hafa eftir sig
ritaðar heimildir um hann, eru
sammála um, að fáir hafi mátt
standast hið dularfulla og seið-
magnaða augnaráð hans.
Hvar sem hann fór, veittu menn
honum athygli og slóust jafnvel í
fylgd með honum, í hæfilegri fjar-
lægð. Þess vegna hafði hann hóp
af forvitnu tfólki á hælum sér, og
það var engan veginn óalgengt.
En hann virtist sjálfur algerlega
blindur fyrir þeirri athygli, sem
hann vakti á sjálfum sér.
En svo var það, að hann nam
staðar andspænis myndinni af
Kristi á krossinum í hinu opna
helgiskríni á torginu í Strassbom'g.
Hann hallaði sér fram á hinn
gimsteinum prýdda göngustaf
sinn, sem var úr dýrum íbenviði,
og þannig stóð hann nokkur
augnablik í djúpum þönkum.
„Það er furðulegt, Abdon“,
mælti hann við þjón sinn, sem
stóð fyrir aftan hann, „að maður,
sem aldrei hefur séð Hann, skuli
hafa getað mótað andlitsdrætti
Hans svona nákvæmlega". Þessi
orð hans fólu í sér ákveðna ábend-
ingu, sem vakti hrollkennda til-
finningu á brjóstum fólksins, sem
stóð álengdar í lotningarfullri
þögn. Eftir alllanga þögn varpaði
Cagliostro öndinni og tók aftur til
orða: „Manstu eftir kvöldinu í
Jerúsalem, þegar Hann var kross-
festur?“