Duld - 01.12.1954, Side 29

Duld - 01.12.1954, Side 29
ÖRLAGAVALDURINN 27 Áheyrendurnir gripu andann á lo'fti og héldu honum niðri í sér, til þess að missa ekki af svarinu. Abdon laut fram yfir sig að aust- urlenzkum sið og mælti hæglát- lega, en svo skýrt, að vel mátti heyrast: „Þér gleymið því, herra, að ég hef verið d þjónustu yðar að- eins í fimmtán ajdir“. „Já, það er hverju orði sann- ara“, mælti greifinn. „Ég var bú- inn að gleyma því. En þegar mað- ur þarf að muna margar aldir Hann lauk ekki við setn- inguna, yppti öxlum og hélt áfram göngu sinni. Ummæli þessi bárust kardínál- anum til eyrna, en hann gat eng an veginn gert upp við sig, hvort þetta væri raunverulega guðleg- ur maður eða einn argvítugasti svikahrappurinn, sem skriði á jarðríki. Hans hágöfgi áleit það skyldu sína, að fá úr þessu skor- ið, og þess vegna sendi hann vel- metinn aðalsmann, Baron de Planta, á fund Cagliostros með skipun um, að ganga fyrir kardí- nálann í Cháteau de Saveme, þar sem hans hágöfgi hafði aðsetur. Svar Cagliostro við þessari skip- un bar ljósan vott um þá tak- markalausu fyrirlitningu, sem hann hafði á valdamönnum heimsins. „Sé kardínálinn sjúkur, þá get- ur hann komið til mín, og ég skal lækna hann. En sé hann hins vegar hraustur, þá þarfnast hann mín ekki, og ég ekki hans“. Að nokkur skyldi dirfast að senda kardínálanum slíka orðsend- ingu, færði Barón de Planta heim sanninn rnn það, að veröldin væri á glötunarbarmi. Og hann fékk sannanir fyrir því, þegar hann heyrði, hvemig hinn óviðjafnan- lega mannlegi og göfuglyndi kardínáli snerist við orðsending- unni. „Svarið er ágætt, hvernig sem maðurinn kann að vera“, var hið hógværa svar hans. Louis de Rohen var um fimrnt- ugt, þegar þetta gerðist. Hann var hár maður vexti, og hann virtist enn hafa varðveitt nokkuð af ynd- isþokka æskunnar. Andlit hans, sem var frítt og ekki laust við að hafa einhvern bamslegan svip, endurspeglaði sál hans. Það var svo hrukkulaust og slétt, að manni gat fundist hið gráa hár hans hafa gránað fyrir tímann. En þar sem hann hafði alist upp við flaður og smjaður frá blautu barnsbeini, þá drógst nú þessi fulltrúi hins geistlega og ver- aldlega valds að hinum þóttafulla smjaðurslausa Cagliostro, og hann

x

Duld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.