Duld - 01.12.1954, Page 30
28
DULD
fór að heimsækja þennan furðu-
verka mann í Strasbourg, eins og
hver annar almúgamaður. Og
hann gerði sér að góðu að bíða í
troðfullu biðherberginu ásamt de
Planta, þar til röðin kæmi að hon-
um, en húsráðandi hélt fast við þá
reglu, að gera engan mannamun.
Hvernig svo sem þær hugmynd-
ir kunna að hafa verið. sem kardí-
nálinn gerði sér um Cagliostro
greifa, þá voru þær jafnskjótt
roknar út í veður og vind þegar
hann kom í návist greifans. Undir
hinu magnþrungna og skerandi
augnaráði þessa manns, fór ein-
hver geigur um kardínálann, svo
að hann varð að líta undan i auð-
mýkt. Þegar hann var seztur á
stól, sem honum var boðið, varð
hann gramur með sjálfum sér yf-
ir því, að hann, er horft gat í augu
konunga sem jafningi þeirra,
skyldi svona auðveldlega gefa öðr-
um færi á, að horfa niður á sig.
Hann leit aftur framan í greif-
ann, staðráðinn í þvii, að láta hann
lúta augnaráði sínu. En hann varð
þess brátt var, að það var Cagli-
ostro, sem hafði yfirhöndina, en
hann stóð fyrir framan hann í
sömu sporum og talaði með
dimmri, hljómlausri rödd á máli,
sem bar örlítinn vott þess að vera
franska. Hann fann, að hann var
algerlega á valdi þessara glitrandi
augna, sem virtust ýmist stækka
eða minnka og héldu honrnn ríg-
bundnum. Það fór smám saman
að færast um hann einhver óraun-
veruleikakennd. Það var þvií lík-
ast sem allur hans viljakraftur
væri að engu orðinn. Það var eins
og öll skilningarvit hans væru
svæfð til skilyrðislausrar hlýðni
af hinu sefjandi hljómfalli radd-
arinnar, sem talaði til hans á máli,
sem var sambland af ítölsku og
frönsku.
„Nú, þegar ég virði yður fyrir
mér, verður mér ljóst hvaðan þrá-
kelkni yðar er sprottin, Við höf-
um hitzt áður“.
Kardínálinn, sem var ekki með
sjálfum sér, gat ekki rifjað upp
neinar endurminningar um þetta.
„Þess minnist ég ekki“, svaraði
hann.
„Hvernig má það vera? Á því
tímabili, sem síðan er liðið, hafið
þér dáið margoft og fæðst aftur.
Minningin, er leynist í fylgsnum
sálar yðar, kemst ekki upp i vit-
undina sökum allra þeirra mynda
holdsiris, er hún hefur á sig tekið,
með öllum þeim löstum, ástríðum
og girndum, sem sérhver þeirra er
undirorpin. Það var í Antiochiu
fyrir sextán öldum. Þér voruð
rómverskur skattlandsstjóri, en ég