Duld - 01.12.1954, Page 31

Duld - 01.12.1954, Page 31
ÖRLAGAVALDURINN 29 var mutatis mutandis, eins og ég er nú, langferðamaður á yfirborði jarðar, vegfarandi i gegnum ald- imar. Þetta var meira en unnt var að búast við að hans hágöfgi gæti melt, enda þótt skynjanir hans væru þokukenndar. Honum gramdist, að skynsemi hans skyldi vera svona freklega misboðið, og hann kærði sig ekki um, að taka við slíku mótstöðu- laust. „Þér verðið að færa sannanir fyrir þessu“, mælti hann heldur hæðnislega. „Sannanir!“ hrópaði hin hljóm- þýða rödd. „Hvað em sannanir? Það, sem vér skynjum. En hvað fá vorar fátæklegu skynjanir skynjað af hinum eilífu sannind- um? Þær eru takmarkaðar af hinu nánasta umhverfi, að sínu leyti eins og skynjun hins blinda maðks í moldinni. Fær maðkurinn skynj- að stjörnumar? Hvemig væri þá unnt að gera honum grein fyrir hlutumnn, ef hann skyldi heimta sannanir fyrir tilveru þeirra? Og hvernig er þá unnt að gera manni grein fyrir hlutum, sem liggja stjörnunum ofar?“ Kardínálinn varð að viður- kenna, þótt honum þætti það súrt í broti, að guðfræðin hafði ekki nein svör á takteinum við þessu. „En þó“, hélt töframeistarinn áfram, „býst ég við, að geta veitt yður sannanir, úr því að þér biðj- ið um þær, áður en samtali voru er lokið. En til þess verðið þér að hlusta á mig til enda. — „Þér drógust að mér á þessum löngu liðna tíma eins og þér hafið dregist að mér nú, það er að segja af því, að þér vilduð vita eitthvað um mig; forvitinn og tortrygg- inn. Hið rómverska dramblæti, hin rómverska vantrú blindaði skynsemi yðar. Þér tölduð mig svikara og auðvirðilegan þorpara, en þetta rómverska dramblæti og þessi rómverska vantrú, sem þér hafið hlotið að erfðum, hefur eitr- að líf yðar í gegnum aldirnar, og eitrar það enn í dag. Þannig er þetta, Monseigneur. Grípið ekki fram í fyrir mér. „Á þessum horfnu dögum var ég vinur yðar. Ég gerði mér ljósa grein fyrir þeim mikilleik, sem leyndist í sál yðar, því að hún var all samstillt minni sál; og ég leit- aðist við að frelsa hana úr hismi holdlegs hroka, láta hana svífa frjálsa mn æðri heima og skynja eilífðina. Ég hefði getað gert yður að reginvaldi lífs og tíma, en þá, eins og nú, réðuð þér aðeins yfir skammlífum likamshjúp. Ég

x

Duld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.