Duld - 01.12.1954, Qupperneq 32
30
DULD
mundi hafa borið á borð fyrir
yður ávextina af lífsins tré og
gert yður ódauðlegan eins og ég
er sjálfur. En þér dróguð dár að
mér af þrákelknisfullum hroka.
Þess vegna snéri ég baki við yð-
ur og lét yður einan í helsi yðar
likamlegu takmarkana".
Kardínálinn var orðinn fölur
sem nár, og starði sljóum augum
fram fyrir sig. Að lokum reyndi
hann að grípa fram í fyrir greif-
anum.
Hann varð að beita öllu afli
sínu til þess að brjótast út úr
þeim vef, sem skilningarvit hans
voru flækt í, og að ná tökum á
talfærum sínum, eins og stundum
kemur fyrir í draumi. En hann
hafði orðið fyrir hugsýn, og hann
varð að láta hana í ljós, hvað sem
það kostaði.
„Nú þekki ég þig“, hrópaði
hann. „Þú ert Gyðingurinn gang-
andi, hinn fordæmdi skóbætari frá
Jerúsalem, sem atyrti og skirpti á
drottinn vom og frelsara, og sem
dæmdur er til að eigra um jörðina,
þangað til. Hann kemur aftur“.
Veikt bros færðist eins og skuggi
yfir hið ólympska og rólega and
lit Cagliostros. Hann horfði á pre-
látann með hryggð í augum.
„Sannlega endurtekur sagan
sig! Þetta sama sögðuð þér fyrir
fimmtán hundruð árum. Þegar
vitsmunir yðar standa magnþrota
gagnvart sönnununum um hið ó-
skiljanlega langlífi mitt, þá flýja
þeir brott frá sannleikanum og
grípa til gamallar munnmæla-
sögu til skýringar. En yður skjátl-
ast, nú sem fyrr. Ég er ekki Gyð-
ingurinn gangandi. Ég er eldri en
Cartaphilus, eldri en Jerúsalem,
því að ég var með Salomon við
byggingu musterisins. Og ég mun
verða langlífari en þetta tvennt.
Því að ég hef étið ávexti af lífs-
ins tré. Minn elixer vitae (lífsel-
ixer) er búinn til úr ávöxtum þess.
Gagnvart mér er tilveran ekki
eins og perlur á þræði, ekki eins
og samhangandi brot úr vitundar-
augnablikum í eilífðinni, og ver-
öldin birtist mér ekki eins og tví-
ræð og skammvinn sjónhending.
Gagnvart mér er tilveran sem
einn óslitinn straumur, sem er
sýnilegur allt !frá upptökum hans
og til hins takmarkalausa eilífðar-
hafs, er hann rennur í og samlag-
ast. Gagnvart mér er þessi sjón-
hvenfing, sem menn kalla tíma,
ekki til. Því að ég er Sá, sem Er“.
CagHostro mætli seinustu orðin
með þrumandi rödd, en lækkaði
sig svo niður í eðHlega tónhæð.
„En það, að þér segið við mig
nú hið sama og þér sögðuð við