Duld - 01.12.1954, Page 37

Duld - 01.12.1954, Page 37
ÖRLAGAVALDURINN 35 fór aftan að þeim siðum, sem ríktu meðal þess fólks, er nú vildi ving- ast við hann. En hróður hans sem læknis var ótvíræður. Hann lækn- aði ekki aðeins þá, sem voru tauga- veiklaðir og ímyndunarveikir, heldur og hina, sem voru alvar- lega krankir. öðru hvoru sýndi hann líka hæfileika sinn til að lesa duldar hugsanir manna, og hann tók jafnvel stundum að sér að segja ifyrir um óorðna hluti. Það leið ekki á löngu, unz sú virðing, sem hann naut undir verndarvæng kardínálans, breytt- ist á hreinustu aðdáun og lotningu vegna hinnar víðtæku kunnáttu hans. Enginn fjandmaður hrófl- aði við ró hans og öryggi, þar til Prince de Guémenée, maðurinn, sem með sinni glæpsamlegu óhófs- eyðslu hafði gert Cagliostro kardí- nálanum ómissandi, kom skríð- andi eins og lymskulegur högg- ormur inn í aldingarðinn Eden. Monsieur de Guémenée var harðneskjulegur veraldarmaður. Hann var verulega vantrúaður á „hvað verður“, og hann lét ekki segja sér „hvað er“. og hann tók ekkert fyrir góða og gilda vöru fyrr en hann var búinn að sann- prófa það með símmi eigin skiln- ingarvitum. Allur þessi uppskafningsháttur og allt þetta skottulækningafargan hleypti á hann illu blóði. Það, að frændi hans, sem hann átti allt sitt undir, skyldi falla fyrir óvönd- uðum skottulækni, — en Mon- sieur de Guómenée leit þannig á Cagliostro — vakti hjá honum miskunnarlausa gremju, sem átti raunar rót sína að rekja til þess, að hann var hræddur um sjálfan sig. Hann kom því alveg fyrirvara- laust til Cháteau de Saverne í þeim tilgangi að opna augu kardí- nálans, og sparka bragðarefnum út. Og þar sem hann hafði fleiri vopn í fórum sinum en heilbrigða skynsemi og magnaða gremju, þá efaðist hann ekki rnn, að áform hans mundi heppnast. Hann kom til hallarinnar að áliðnum degi í septembermánuði, þegar farið var að rökkva. En þar sem honum var boðið til kvöldverðar jafnskjótt og hann væri búinn að hafa fataskipti, þá varð hann að sitja á sér, þrátt fyr- ir guðlausa óþolinmæði, þangað . til tækifæri byðist. Hann þurfti ekki að láta segja sér hver væri Cagliostro í þeim allstóra hóp manna, sem snæddi við borð kardinálans. Hið valds- mannlega látbragð og segulmagn- aði persónuleiki gerði Cagliostro

x

Duld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.