Duld - 01.12.1954, Qupperneq 38
36
DULD
nægilega áberandi. Enda þótt
klæðnaður hans væri full áburðar-
mikill, — en hann var í áberandi
gullbrydduðum jakka úr svörtu
satíni, og rauðu vesti innan undir,
— skreytti sig um of með eðal-
steinum, og þótt setja mætti út á
borðsiði hans, þá var hann aldrei
afkáralegur eða hversdagslegur í
fasi, þvi að á fari hans var eitthvað
konunglegt öryggi.
Þegar prinsinn sá, hvilik töfra-
áhrif þessi maður hafði á þá, sem
umhverfis hann voru, og þegar
hann varð fyrir augnatilliti hans i
eitt eða tvö skipti, og stóðst það
ekki, gerði hann sér Ijóst, að átök-
in, sem framundan væru, mundu
reyna óspart á krafta hans.
Þrátt fyrir þetta, lagði hann
óragur til orrustu við frænda sinn
í hinni miklu bókhlöðu, en kardí-
nálinn fylgdi honum þangað að
kvöldverði loknum.
Hans hágöfgi settist við hið
gullslegna skrifborð sitt, en
frændinn settist á hægindastól
með háu baki, og rauðu áklæði,
en i það var saumaður stafurinn
R með kórónu.
Monsieur Guémenée var á þri-
tugsaldri. Hann var grannur og
hávaxinn eins og frændi hans.
Hann líktist kardinálanum i and-
liti, en hann skorti hið blíðlega og
hjartnæma viðmót kardínálans.
Hann hallaði sér aftur á bak i
stólnum, krosslagði fæturna, og
snéri sér rakleitt að efninu.
er kominn Monseigneur,
til þess að ræða við yður um þenn-
an mann, sem kallar sig Cagli-
ostro greifa“.
Kardínálinn horfði ljúfmann-
lega á frænda sinn.
„Hvað mundir þú vilja kalla
hann, Charles?“
„Ósvífirm þorpara“, svaraði
hann blátt áfram. „Óbreyttan
svindilbraskara og skottulækni,
sem ætti hvergi að vera nema i
Point Neuf; hann er bragðarefur,
sem hefur yðar hágöfgi að leik-
soppi. Hvað hann heitir réttu
nafni, hefur mér ekki ennþá tekist
að fá vitneskju um“.
Það bar ekki á neinum geð-
brigðum á hinu fríða andliti
kardínálans. En það var sársauka-
svipm- í augum hans, „Ég get tek-
ið því með glöðu geði, að vera
leiksoppur Cagliostros greifa; ég
get jafnvel verið þakklátur fyrir
það. Og þannig, kæri Charles, ætti
einnig viðhorlf þitt að vera, þegar
þess er gætt, hversu mikið við
munum eiga honum upp að unna,
ef að líkum lætur“.
„Höh! Og hversu mikið skyldi
hann mega þakka yður, um það