Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 42

Duld - 01.12.1954, Blaðsíða 42
40 DULD „Jæja, það er bezt að gera yð- ur það til geðs. En ég vara yður við að ofgera þolinmæði minni“. Hann gerði sér ljóst, um leið og hann sagði orðin, að i rauninni væri hann að reyna að dylja dá- litla ónotakennd, og að hann væri að bíða lægri hlut. Cagliostro byrjaði að tala með lágri, en hljómmikilli rödd. „Ég minnist þess einu sinni fyrir tvö þúsund árum, er ég var á gangi kvöld eitt meðfram bökkum Ti- beriasvatnsins. Þá hitti ég fyrir mann, sem var jáfn þrælslega háður og þér eruð þeim hlutum, sem skilningarvitin fimm fá skynjað“. Prinsinn gat lítið skilið af því, sem verið var að segja honum, sumpart vegna þess, að það, sem töframeistarinn sagði, virtist ein- tómt þvaður, og svo líka af því, að þetta var sagt á látt skiljanlegu hrognamáli. Meðan hann hlustaði, varð hann sér þess meðvitandi, að hann var smám saman að ’verða eitthvað undarlegur; það greip hann einhver nístandi geigur, en hann gat engan veginn bægt hon- um á bug. Hið hvassa augnaráð Cagliostros var orðið allt að því óþolandi, en 'honum var alveg ó- kleift að líta undan og losa sig undan áhrifunum. Eitthvert ómót- stæðilegt afl hélt augum hans ríg- föstum, og vilji hans var sem flæktur í einhverju ósýnilegu neti, sem hann gat engan veginn losað sig úr. Augun, sem hann einbliíndi í, stækkuðu og stækkuðu, unz þau voru orðin eins og í nauti. Og þau héldu áfram að stækka, þangað til þau voru orð- in eins og tveir stöðupollar, sem runnu smám saman i einn glamp- andi stöðupoll, er hann hlyti að drekkja sér í. Hin hljómmikla rödd, sem virtist fjarlægjast meira og meira, hélt áfram að spinna við þessa óskiljanlegu sögu, og ná æ meiri tökum á skilningarvitinn hans. Meðvitund hans fór dvín- andi með síauknum hraða, unz hún slokknaði alveg. Til þess að geta fylzt með þvi, sem gerðist, verðum við að fara eftir frásögn Monsieur Guémenée sjálfs, eins og hann segir hana í bréfi, sem hann skrifaði nokkrum árum síðar. Hann vaknaði af þess- um undarlega dvala, er hann hafði fallið í, við öflugan klukknahljóm, eins og verið væri að hringja klukkunum í Nótre Dame. En eftir þvi, sem meðvitimdin skýrð- ist, breyttist þessi hljómur á tif Sévresklukkunnar, sem stóð á hárri arinhillu í herberginu. Klukkan var að slá tiu.

x

Duld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.