Duld - 01.12.1954, Page 43

Duld - 01.12.1954, Page 43
ÖRLAGAVALDURINN 41 Hairn sá það á klukkimni, að hann gat ekki hafa gleymt sér nema augnablik, og þegar svefn- höfginn var af honum runninn, :fann hann, að hin kynlegu áhrif voru runnin af honum; honum farrnst hann vera alveg eins og hann átti að sér. Hann sat ennþá í rauða stólnum, en Cagliostro stóð nú ekki lengur yfir honrnn. Hann hafði fært sig yfir að arn- inum og þar stóð hann nú og hall- aði sér upp að arinhillunni, þar sem klukkan stóð. Kendin, sem fyrst bærðist í brjósti Monsieur de Guémenée, var sár gremja, því að hann vissi ekki, hvaða brögðum hann hafði verið beittur. En hver sem þau kunnu að hafa verið, þá skyldi hann nú sýna það svart á hvátu, að Cagliostro hafi brugðist boga- listin. Hann spratt upp úr stóln- um og hellti úr skálum reiði sinn- ar yfir Cagliostro, án þess að taka hið minnsta tillit til tilfinninga hans. „Auðvirðilegi lygalaupur; hald- ið þér, að þér getið neytt mig til að hlusta á lygaromsurnar úr yð- ur? Ef þér haldið það, þá skjátlast yður hrapalega. Ég læt ekki blekkjast af yður. Ég á ekkert van- talað við yður, og ég vil ekki á yður hlusta. Erindi mitt er við þennan auðtrúa fáráðling, hans hágöfgi, frænda minn“. Cagliostro haggaðist ekki. „Lát- um það gott heita, Monsieur. Ég skal ekki tefja yður. Ég vil aðeins biðja yður að taka eftir, hvað klukkan er. Þér munuð hafa veitt því athygli, að hún var að slá tíu“. „Farið til andskotans", svaraði de Guémenée, og strunsaði reiði- lega yfir gólfið og inn í herbergi kardínálans. Hann vissi vel, að hann var á valdi ofsalegrar reiði, en rósemi kardánálans og hægð, bætti ekki úr skák og setti í hann verra blóð. Hans hágöfgi stóð við bókaskáp við vegginn, andspænis dyrunum, og var að lesa í bók. Skrifborð eitt var á milli hans og prinsins; á það voru breidd nokkur skjöl, og var þeim haldið niðri með bréfapressu, en hún var lítil, hag- lega gerð stríðsöxi úr silfri. Þeg- ar frændinn kom inn með gusti miklum, hallaði kardínálinn bók- inni aftur við vísifingurinn og leit upp. „Jæja, Charles? Ertu ánægður með hans hátign?" Vegna ofsáreiði sinnar, varpaði prinsinn frá sér allri varkárni, og hann svaraði: „Haldið þér, að ég sé jafn staurblindur og þér, að

x

Duld

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.