Duld


Duld - 01.12.1954, Qupperneq 45

Duld - 01.12.1954, Qupperneq 45
ÖRLAGAVALDURINN 43 að hann gat spurt, án þess að það bæri á titring í rödd hans: „Er þetta yðar seinasta orð, Monseign- eur?“ Kardinálinn svaraði með mikl- um virðuleik: „Mitt seinasta orð, Monsieur“. „Þá skal það láka verða yðar seinasta orð“, mælti prinsinn viti sínu fjær. Hann þreif silfuröxina og snaraði henni beint í hið virðu- lega höfuð kardínálans. Hann sá, að hún lenti á enni hans hágöfgi, án þess að hann fengi ráðrúm til að hera hönd fyrir höfuð sér, hann sá blóðið spýtast úr undinni; hann sá þennan rauðklædda mann riða á fótunum og baða út höndunum eins og hann væri að þreifa eftir handfestu; svo var sem heyrðist vængjatak 'fugla, kardinálinn hneig niður og lá hreyfingarlaus á gólfinu. Reiðin rann af Monsieur de Gu- émenée á svipstundu. Hann hall- aði sér yfir skrifborðið, gagntek- inn lamandi skelfingu yfir ódæði sinu, og hann reif sig á örvita fáti. „Monseigneur! Monseigneur!“ hrópaði hann með grátstaf í kverk- unum. Hann kraup á kné við hliðina á hinum fallna manni. Skelfingarangist heltist yfir hann eins og flóðbylgja, þegar hann leit hina gapandi und á enninu þar, sem öxin hafði lent og klofið haus- kúpima. Hans hágöfgi var stein- dauður. En er hann kraup þama, lam- aður á líkama og sál, heyrði hann, að dymar vom opnaðar að baki hans. Hann leit við, og Cagliostro stóð á þröskuldinum, harðneeskju- legur og ógnandi. „Hrakmenni, hvað hefur þú gert?“ spurði hann með titrandi röddu. Prinsinn spratt á fætur. Hend- ur hans voru ataðar blóði, og það voru blóðslettur á ermapifunum um úlnliði hans. „Þetta er þitt verk“, öskraði hann. „Þitt verk. Þú berð ábyrgð á þessu"'. Þögn Cagliosros var ógnþrung- in. „Þetta skaltu segja dómurun- um, ef þú heldur að það geti bjarg- að þér frá að verða limlestur á piningarhjólinu, fyrir þetta fer- lega morð- á geistlegum manni. Þú hugleysingi! En það er minnsta refsingin, sem þú átt I vændum. Þú átt skilið bannfæringu allra heiðvirðra manna fyrir þetta við- bjóðslega morð á frænda þínum og velgerðarmanni. Eftirleiðis verð- ur nafn þitt haft í flimtingum“. „Hættu! í guðs nafni, hættu!“ emjaði Monsieur de Guémenée. „Heldur þú, að ég sjái þetta ekki?“ Rómur hans breyttist í vesældar-

x

Duld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.