Duld


Duld - 01.12.1954, Qupperneq 48

Duld - 01.12.1954, Qupperneq 48
46 DULD ingu“. Ég sver! ég sver! „Og eins og á stóð, sór hann eiðinn eins og Caglostro vildi hafa hann. Er Monsieur de Guémenée hafði yífir eiðinn, einkum kjarn- yrtasta hluta hans, kom yfir hann svimatilfinning. Það lá við að yfir hann liði. Hann ímyndaði sér, að þetta stafaði af hinni gífurlegu of- reynslu, sem hann hafði orðið að þola. En svo virtust skynjanir hans komast í samt lag aftur, og þegar sjónin, sem virtist hafa daprast eitt augnablik, skýrðist aftur, þá sá hann, að hann var í bókhlöð- unni og sat í rauða stólnum með krosslagða fætur. Hann gat ekki strax á augna- blikinu skilið, hvemig hann hefði komist þangað, og hann botnaði raunar ekki neitt í neinu. Skynj- anir hans voru í einu iðukasti. En svo seitlaði inn í vitund hans krystaltær skynmynd um verknað hans og hið geigvænlega ástand hans. Hann horfði í kringum sig, með skelfingu á augum, og kom auga á Cagliostro þar, sem hann stóð við arinhyllina, þannig, að herðar hans skyggðu á Sévres- klukkuna. Hann stóð þama, gleið- 'fattm-, og á svip hans var þessi dulúðgi friður, sem einkennir myndir af Amhitaba Buddha í hugleiðslustellingu. „Jæja, Monsieur? Jæja? Þegar Monsieur de Guémenée leit Cagli- ostro, varð hann eins og utan við sig“. Þú veizt, hvað þarf að gera“. Cagliostro svaraði honum með þrumandi rödd: „Það er búið“. „Búið? Er það búið?“ Cagliostro yppti öxlrnn, þreytu- lega. „Heimska mannlegs eðlis get- ur verið alveg takmarkalaus. Átt- ir þú von á því að verða vitni að einhverjum sýnilegum, áþreifan- legum verknaði? Það, sem gerst hefur, er afleiðing andlegrar orku- beitingar, mætti viljans, Mon- sieur. Lítið á hendurnar á yður“. Prínsinn gerði eins og honurn var sagt. Hann starði á þær, og leit á þær á krók og kring. Þær voru hvítar og hreinar; það var ekki einn einasti blóðdropi á þeim, og ekki heldur á ermapífunum. Hann leit aftur á Cagliostro, skiln- ingssljór og bjálfalegur, en Cagli- ostro las hina knýjandi spumingu í angistarfullum augum hans. „Ég hef gert það, sem ég lofaði, Monsieur de Guémenée. Við höf- rnn færst fram í tímann“. Hann færði sig til hliðar og skífan á gullskreyttu Sévresklukkunni kom í ljós, og í sama mund sló hún tíu, eins og hún haifði gert nokkr- um augnablikum áður en Guém-

x

Duld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.