Duld - 01.12.1954, Síða 49
ÖRLAGAVALDURINN
47
enée stóð upp úr stólnum og gekk
inn til frænda siíns.
Það fór um hann skelfingar-
kennd, en þó annars eðlis en sú
fyrri. Hjartað hamaðist i brjósti
hans, honum fannst hann ætla að
kafna. Hann stóð andspænis ein-
hverjum öflum, sem hann þekkti
ekki. Og hann var sleginn nýrri
ógn, þegar dómgreind hans fór
að vakna. Hann var leiksoppur
einhverra blekkmgarafla. Það var
hægt að þvo hendurnar; það var
hægt að færa klukkuvísinn aftur
á bak, en það var ekki unnt að
lífga mann frá dauða.
Það var eins og Cagliostro læsi
hugrenningar hans, hann gekk
þvert yfir gólfið að lágu dyrunum,
og opnaði þær og mælti:
„Yðar hágöfgi, ég held að þér
munuð nú sannfærast um, að
Monsieur de Guémenée sé búinn
að koma auga á villu sín.s vegar
og það óréttlæti, sem hann hefur
gert mér“.
Innan úr herberginu barst hljóð,
eins og skrjáf í silkiklæðum, og
fyrir augum Monsieur de Guém-
enée, sem sat agndofa í stólnum
og með galopin augun af skelf-
ingu, birtist kardinálinn í dyrun-
um og stóð þar kyrr. Hans há-
göfgi var með rólegu yfirbragði,
og jafn mildur og ástúðlegur og
hann átti vanda til. Ánægjubros
lék um varir hans.
„Ég vissi, að honum mundi ekki
verða skotaskuld úr því að sann-
færa þig, Charles, og það gleður
mig líka. Menn, sem hafa sama
blóð í æðum, verða að halda sam-
an d öllu því, sem mestu máli
skiptir“. Hann lagði sína nettu
hönd á öxl Cagliostros. „Þú munt
sjá það, Charles, að hans hátign
er erkióvinur alls óheiðarleika og
fávizku. Treystu honum, eins og
ég, og hjá því fer ekki, að það
verði þér til góðs“.
,,f’.g held, að hann hafi þegar
sannanir fyrir því“, mælti Cagli-
ostro þýðlega.
Monsieur de Guémenée, sem
stóð hálfgert á öndinni, svaraði
engu. Hann spurði .sjálfan sig,
hvort hann hafi aðeins verið að
dreyma, eða hvort hann væri enn-
þá að dreyma; eða hafði eitthvað
óskiljanlegt kraftaverk átt sér stað.
En þegar kardínálinn, frændi
hans, gekk inn í herbergið, þá
mundi hann eftir þeirri lotningu,
sem sldkum tignarmanni bar, og
hann reis upp úr stólnum riðandi
á fótunum.
Mörgum árum síðar, þegar
töfrabrögðin voru búin að koma
Cagliostro í klærnar á Rannsókn-