Duld - 01.12.1954, Side 51

Duld - 01.12.1954, Side 51
N — Fylgt úr hlaði Framhald af 2. kápusíðu. saimanir, og þær þykjast þeir ekki geta öðlast eftir þeim leið- um, sem hér voru nefndar. Margir telja það þó nokkurs virði að öðlast þessa vissu og vilja eitthvað gera til þess að öðlast hana. Þegar þeir fara að hugsa, og bera saman ýmislegt sem er að gerast í kringum þa, verður það oft til þess, að þeim finnst vafasamt að dæma allt dautt, sem gefur hér upp önd- ina, eða hættir að bærast. Mennimir eru æði misjafnir eins og kunnugt er. Veldur þar um upplag og erfðir, menntun og uppeldi, andlegt og líkam- legt. Sumir menn eru harðir og hrjúfir og brynja sig gegn öllum hugsunum og lærdómi um hið andlega líf. Þeir lifa að- eins og hrærast í efninu, og telja, að þeim komi ekkert ann- að við- Þeir vilja lifa í efninu og af efninu, því að það eitt „lifi“, — þ. e. efnið, — þótt þeir geti ekki notið þess nema takmarkaðan tíma. Aðrir telja lifið hins vegar óendanlegt, eilíft, þar sem eng- inn viti mn upphaf né endi, og aðeins hið efnislega sé tima- bundið, en hið andlega vari eiliflega. Sumir halda þvi jafn- vel fram, að dýrin hafi sál og lifi eftir líkamsdauðann. Það eru og ýmsir, isem halda því fram, að jafnvel hin dauða náttúra sé „lifandi". Þrátt fyrir vantrú manna í trúarlegum efnum, er mikill fjöldi sem hefur áhuga á hinum dulrænu hliðum lífsins, og eig- um við þá einkum við þær hlið- ar vitundarlífs mannsins, sem birtast í ýmsum dularfullum fyrirbrigðum. Einhverjum kann nú að þykja þetta all einkennilegiu formáli fyrir riti, sem höfur göngu sina á þessari miklu efnishyggju öld. Þeim sem að þessu riti standa, finnst sem heimurinn hafi þegar fengið nóg áföll af völdum hinnar sí-_ vaxandi efnishyggju. Enda þótt þetta litla rit sé þess vanmegn- ugt, að valda straumhvörfum frá þeirri hættu, hefur það ríka tilhneigingu til að vinna að því. Ýmislegt bendir til að í innsta eðli sínu séu menn Framhald á 4. kápusíðu. V.

x

Duld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Duld
https://timarit.is/publication/1587

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.