Morgunblaðið - 01.05.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Já við tollfrelsi
Nei við ESB
Nánar á xd.is
Alexander Kristjánsson
Guðni Einarsson
Eldgosið í Geldingadölum hefur nú
staðið í sex vikur og engin merki eru
um að farið sé að draga úr eldvirkni.
Magnús Tumi Guðmundsson jarð-
eðlisfræðingur segir að hraun-
rennslið í gosinu hafi verið merki-
lega stöðugt allan þann tíma.
Meðalrennsli frá því gos hófst er um
5,6 rúmmetrar á sekúndu og rennsl-
ið hefur aldrei vikið meira en 40%
frá því.
Þótt aðeins sé einn gígur gossins
virkur af þeim sex sem eru á svæð-
inu er það ekki til marks um það að
farið sé að hægja á kvikustreymi,
segir hann. „Það eru engin merki
um að kvika sé að safnast saman í
jarðskorpunni,“ útskýrir Magnús
Tumi. Þess í stað streymi hún beint
upp á yfirborð. Hinir ólíku gígar sem
myndast hafa eru aðeins blátopp-
urinn á jarðskorpunni, en undir niðri
er rennslið nokkuð stöðugt. Því sé
ekki víst að hinir gígarnir séu kuln-
aðir þótt ekkert streymi úr þeim
núna. Magnús líkir streyminu við
vatn sem flæðir út um götótta garð-
slöngu. Sé lokað fyrir eitt gat flæði
bara meira vatn út um hin götin.
Magnús Tumi segir að gos geti
hætt snögglega ef einhver hreyfing í
jarðskorpunni veldur þrýstings-
breytingum. Líklegra sé þó að dragi
hægt og rólega úr hraunflæðinu.
Segir hann nærtækast að líta til
Surtseyjargossins, sem stóð í þrjú
og hálft ár. Kvikuflæðið þar var að
vísu mun meira í upphafi en í gosinu
við Fagradalsfjall, en síðar fór að
draga úr flæðinu mjög rólega þar til
því lauk loks í júní 1967.
Fagrahraun eða
Fagradalshraun?
Hraunið þekur orðið um 1,13 fer-
kílómetra og er rúmmál þess um
18,5 milljónir rúmmetra.
Grindavíkurbær hefur lagt til að
hið nýja hraun fái annaðhvort nafnið
Fagrahraun eða Fagradalshraun og
voru þau nöfn send örnefnanefnd til
umsagnar. Nefndin gerir ekki at-
hugasemd við nöfnin og telur hvort
tveggja ganga.
Fjallað verður um málið á fundi
bæjarráðs Grindavíkur í næstu viku
og endanleg ákvörðun um hvort
nafnið verður fyrir valinu væntan-
lega tekin á fundi bæjarstjórnar
undir lok mánaðar að höfðu samráði
við eigendur jarðarinnar Hrauns, en
Geldingadalir og Fagradalsfjall eru í
landi hennar.
Hraunrennsli merkilega stöðugt
- Jarðeðlisfræðingur segir líklegast að gosvirkni dragist saman hægt og rólega þegar þar að kemur
100m
74,5m
Hæð kvikustróka
Samanburður á stærð hraunsins
Gígur 5a Gígur 5b (lítil virkni)
124m
40-45m
3
21
5
6
4
1. Gígrimi
2. Bakflæði
(kleprahraun sem
rennur til baka
ofan í gíginn)
3. Kvikustrókur
4. Hrauná
5. Gjóskufall
6. Skeljaskorpu
helluhraun
42m
Kvikustrókarnir úr gíg 5a
í Geldingadölum hafa verið
50-100metra háir að jafnaði
og þeir hæstu teygt
sig í upp undir
250metra hæð
Til samanburðar þá er Sívaliturn í
Kaupmannahöfn um 42metra hár og
Hallgrímskirkja 74,5metrar á hæð
HallgrímskirkjaSívaliturn
Nokkur hugtök og stærðir
Heimild: Þorvaldur
Þórðarson prófessor
26. apríl var flatarmál
hraunsins orðið um
1,13 ferkílómetrarsem er á við
meira en 160 Laugardalsvelli
Hraunið er orðið um
18,5 milljónirrúmmetra
og myndi því fylla
18.500 Laugardalslaugar
Hraunrennslið í Geldingadölum er um
6-7 rúmmetrar ásekúndu sem
eru milli 25 og 30
vörubílshlöss á mínútu
„Þetta hefur verið góður tími,“ segir
Auður Jónsdóttir sem síðdegis í gær
stimplaði sig út á Morgunblaðinu
eftir að hafa starfað þar í í 41 ár, 11
mánuði og 16 daga. Langur starfs-
ferill er að baki.
„Í öll þessi ár hefur mér liðið afar
vel á þessum góða vinnustað sem
hefur alltaf reynst mér vel. Ég tel
mig líka heppna að hafa fengið að
vinna með frábærum hópi starfs-
manna. Hef líka haft einstaka yfir-
menn. Ég kveð bæði þakklát og glöð.
Í öll þessi ár hefur aldrei verið dauð
stund í vinnunni, sem gefið hefur
starfinu mikið gildi,“ segir Auður
sem lengi sinnti símsvörun. Hún var
einnig í ýmsum öðrum störfum, svo
sem á myndasafni, sá um dagskrá
útvarps og sjónvarps, minningar-
greinar og var um skeið ritari frétta-
stjóra.
Allt fram streymir endalaust og
nú tekur eitthvað nýtt við, sem Auð-
ur segist hreinlega ekki vita hvað
verði. „Mér finnst ég enn ekki vera
hætt á Mogganum, en nú bara held
ég út í vorið og geri eitthvað
skemmtilegt. Ég hef að mörgu að
hverfa við starfslokin og kvíði ekki
neinu. Næsta mál á dagskrá núna
verður til dæmis að kaupa og koma
mér fyrir í nýrri íbúð,“ segir Auður
Jónsdóttir. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Valdís
Takk Auður Jónsdóttir stimplar sig
út á Mogganum í síðasta sinn.
Kveður Morgun-
blaðið eftir 42 ár
- Er þakklát og glöð, segir Auður
Talsverðar annir voru í Vínbúðum á höfuð-
borgarsvæðinu í gær. Í dag er 1. maí, frídag-
ur verkalýðsins, og því er lokað í Vínbúð-
unum. Því hugsuðu margir sér gott til
glóðarinnar í gær en um leið þurftu þeir að
sætta sig við að bíða í biðröð. Við Álfrúnu í
Hafnarfirði gekk þó allt hratt og örugglega
fyrir sig og fólk þurfti ekki að bíða lengi.
Morgunblaðið/Eggert
Raðir mynduðust fyrir utan Vínbúðir síðdegis í gær