Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í dag, 1. maí, eru 30 ár frá því starf-
semi kjötvinnslu Sláturfélags Suður-
lands hófst á Hvolsvelli. Forsaga
málsins er sú að um 1990 glímdi SS
við mikla rekstr-
arerfiðleika og
framtíð félagsins
var tvísýn. Félag-
ið átti stórbygg-
ingu í Laugarnesi
í Reykjavík sem
það hafði ekki
bolmagn til að
ljúka. Eignir fé-
lagsins að Skúla-
götu 20 höfðu ver-
ið seldar til
Reykjavíkurborgar og leigutími var
að renna út. Góð ráð voru dýr.
Peningarnir dugðu
Við þessar aðstæður kom upp sú
hugmynd hjá SS að selja ríkinu
Laugarneshúsið fyrir Þjóðminja-
safn, sem myndi jafnframt gefa Há-
skóla Íslands möguleika í húsnæðis-
málum. Ef af þessu yrði ætlaði SS að
breyta nýjasta og fullkomnasta slát-
urhúsi sínu á Hvolsvelli í kjötvinnslu.
Atvinnuástand í Rangárvallarsýslu
var slæmt á þessum tíma og fast-
eignaverð lágt. Flutningur vinnsl-
unnar yrði ígildi stóriðju.
Fjármálaráðherra, Ólafi Ragnari
Grímssyni, voru kynntar þessar hug-
myndir, sem tók þeim vel. Niður-
staðan varð þó sú að nýr Listaháskóli
Íslands flutti í húsið í Laugarnesi.
Í lok árs 1990 keypti ríkið Laug-
arneshúsið af SS á 430 millj. kr en þá
þegar hafði eignin kostað Slátur-
félagið 650 milljónir króna. Upphæð-
ina greiddi ríkið með 11 fasteignum
og 130 millj. kr. í peningum. Eign-
irnar seldust á nokkrum árum og
peningarnir dugðu til að koma fyr-
irætlununum á Hvolsvelli í fram-
kvæmd.
Verkefnið unnið með hraði
Verkefnið allt var unnið með miklu
hraði. Á innan við sex mánuðum var
hönnuð kjötvinnsla með breytingum
og stækkun á sláturhúsinu. Miðviku-
daginn 24. apríl, daginn fyrir sum-
ardaginn fyrsta, var framleiðslu
hætt á Skúlagötu og vélar og bún-
aður tekið niður og flutt til Hvols-
vallar. Heimild fékkst til að hefja
starfsemina á frídegi verkalýðsins,
miðvikudaginn 1. maí, og því var
vinnslan stopp í aðeins þrjá virka
daga.
Um 110 heilsársstörf urðu til á
Hvolsvelli við flutninginn og í fram-
haldi hefur bærinn dafnað. Nú liggur
nærri að hjá SS á Hvolsvelli séu unn-
in 150 ársverk. Samstæðu SS til-
heyrir einnig Reykjagarður sem er
með mikla starfsemi á Suðurlandi.
Í heild eru á vegum samstæðu SS
unnin um 320 ársverk sem gerir
fyrirtækið að stærsta vinnuveitand-
anum í landshlutanum. Um 40 starfs-
menn SS í Reykjavík fluttu með á
Hvolsvöll Af þeim eru nú, 30 árum
síðar, enn þrír starfsmenn við störf
hjá fyrirtækinu. Þeir eru Oddur
Árnason fagmálastjóri, Björgvin
Daníelsson, verkstjóri í afgreiðslu-
deild, og Ingvar Guðmundsson,
starfsmaður í pökkun. Olga Mörk
Valsdóttir er verksmiðjustjóri.
Fluttu kjötvinnslu og fjölda starfa
- SS 30 ár á Hvolsvelli - Sala á Laugarneshúsi leið úr vanda - Hófu starfsemi 1. maí - Ígildi stóriðju
Hvolsvöllur Kjötvinnslan er langstærsti vinnustaður byggðarlagsins. Starfsmenn Björgvin Daníelsson og Oddur Árnason, hjá SS í 30 ár.Olga Mörk
Valsdóttir
„Flutningur kjötvinnslunnar á sínum tíma heppnaðist
vel og skipti miklu máli fyrir Hvolsvöll og byggðina þar,“
segir Steinþór Skúlason. „Það er vandalaust fram-
kvæmdaatriði að flytja vélar og tækjabúnað en talsverð
áskorun fólst í því að fá mikilvægt fagfólk með okkur,
sem þó tókst með því að bjóða stuðning við flutninga
austur. Í dag vinnum við um 4.000 tonn af afurðum á
ári á Hvolsvelli og vörunúmerin skipta hundruðum.
Hluti starfsmanna er frá Póllandi, fólk sem hefur unnið
lengi hjá okkur og fest rætur á Íslandi. Skilyrði til bú-
setu úti á landi í dag eru allt önnur en voru fyrir þrjátíu
árum. Nú er beinlínis orðið eftirsóknarvert að búa á
stöðum eins og Hvolsvelli og þar í grennd, enda er á svæðinu nú öll sú þjón-
usta og gæði sem fólk gerir kröfur um í nútímasamfélagi, svo sem góð
íþróttaaðstaða, ljósleiðaratengingar í sveitum og fleira.“
Eftirsóknarverður staður
FLUTNINGURINN HEPPNAÐIST VEL
Steinþór
Skúlason