Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í MALBIKUN Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband. lega til þess að ræða um það sem fólk vill sjá í nýrri bók og hefjast svo handa í haust af fullum krafti. - - - Grágæsir eru komnar í tún og nýræktir sem aldrei fyrr og velta bændur því fyrir sér hvernig eigi að koma í veg fyrir allt það tjón sem þær valda. Svo virðist sem stofninn sé enn að stækka og dæmi eru um að í einu litlu túni séu um 800 fuglar á beit á sama tíma. Sáðgresi hlýtur að láta undan slíku álagi, sem er við- kvæmt fyrir ágangi. Sums staðar eru álftirnar líka til staðar og þær sötra í tjörnum og rífa vall- arfoxgrasið í sig með rótum og öllu saman. - - - Hollvinasamtök Húsavíkur- kirkju hafa nú hafið störf og við- tökur hafa verið framar vonum. Um- ræðan um ástand kirkjunnar virðist hafa hreyft við mörgum og allir vilja sjá þetta hús í betri búningi. Von er á fólki frá Minjastofnun í næstu viku til þess að meta ástandið í samvinnu við sóknarnefnd og stjórn hollvina- samtakanna. Hvernig fram- kvæmdum verður fram haldið á komandi árum þarf að ákveða en ljóst er að kostnaðurinn er gríðar- legur. - - - Ferðamenn eru fáir á ferli en svo virðist sem allir séu bjartsýnir á að úr rætist þegar líður á sumarið. Alla- vega eru ferðaþjónustuaðilar í fram- kvæmdum sem vilja klára hús og herbergi áður en umferðin byrjar. Það þýðir að það er erfitt að fá iðn- aðarmenn og sumir hafa orðið að bíða í eitt til tvö ár eftir smiðum. Þá þarf oft að sækja múrara og pípu- lagningamenn í önnur héruð enda eru þeir ekki á hverju strái og biðin löng. Þetta stendur ýmsu fyrir þrif- um og nýframkvæmdir ganga hægar fyrir vikið. - - - Laxárfélagið hefur lagt árar í bát eftir 80 ára veiðiskap í Aðaldal. Þetta þýðir miklar breytingar á bökkum árinnar og stöngum verður fækkað á komandi sumri. Laxár- félagið skilur eftir sig margar minn- ingar í hugum bænda og gömlu góðu veiðimennirnir settu svip sinn á mannlífið. Þeirra verður sárt saknað en það er von allra að veiðin aukist á ný eftir mörg mögur ár og að aftur verið líflegt á bökkum árinnar. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Húsavík Fallegt og fjölskrúðugt fé sem frístundabændur á Húsavík eiga. Sauðburður er nú í fullum gangi. Fjölskrúðugt frístundafé ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Norðurþing Sauðburður er hafinn og því fylgir auðvitað mikil tilhlökkun hjá mörg- um. Þetta er tími langra vökunótta en einn sauðfjárbóndi sagði að þetta væri rosalega gaman og hann myndi bara sofa seinna í sumar. Hann mætti ekki missa af neinu á þessum tíma árs. Á Húsavík eru þó nokkuð margir frístundabændur og þar er fallegt fé og litskrúðugt. Þetta er góður félagsskapur og kindurnar prýða umhverfið þegar þær eru að kroppa úti rétt við þéttbýlið. - - - Byggðir og bú er heimildarrit um bújarðir og bændafólk í Suður- Þingeyjarsýslu sem hefur komið út þrisvar frá árinu 1963 á vegum bún- aðarsambandsins. Full af myndum og ártölum. Nú hefur verið ákveðið að hefja undirbúning að fjórðu bók- inni og er ætlunin að hún verði tilbú- in árið 2025. Ritnefndin hefur þegar hafið störf með það að markmiði að leggja meiri metnað í útgáfuna en áður hefur verið gert. Ætlunin er að koma saman fljót- Guðni Einarsson gudni@mbl.is Íslensku jöklarnir hafa tapað um 750 ferkílómetrum af flatarmáli sínu frá aldamótunum 2000. Stærri jöklarnir hafa tapað 10-30% af flatarmálinu en miðlungsstóru jöklarnir, sem voru 3- 40 ferkílómetrar árið 2000, hafa tap- að allt að 80% flatarmálsins. Á fyrstu tveimur áratugum 21. aldar hafa jöklarnir minnkað um það bil um 40 ferkílómetra á ári. Margir litl- ir jöklar hafa horfið með öllu á þessu tímabili. Þetta kemur fram í grein í nýjasta hefti Jökuls 2020, tímarits Jökla- rannsóknafélags Íslands og Jarð- fræðafélags Íslands. Höfundar greinarinnar eru þau Hrafnhildur Hannesdóttir, Oddur Sigurðsson, Ragnar H. Þrastarson, Snævarr Guðmundsson, Joaquín M.C. Belart, Finnur Pálsson, Eyjólfur Magnús- son, Skúli Víkingsson, Ingibjörg Kaldal og Tómas Jóhannesson. Gögnum um útbreiðslu íslenskra jökla var safnað saman frá nokkrum rannsóknarhópum, stofnunum og nemendaverkefnum. Þau voru sam- ræmd og yfirfarin og send til al- þjóðlegs gagnasafns fyrir slík gögn (GLIMS – https://nsidc.org/glims). Flestir jöklar á Íslandi fóru að hörfa frá ystu jökulgörðum um 1890 eftir litlu ísöld sem var á Íslandi um 1450-1900. Þeir náðu ekki allir há- marksútbreiðslu á sama tíma. Heildarflatarmál jöklanna árið 2019 var um 10.400 ferkílómetrar. Jöklarnir hafa minnkað um meira en 2.200 ferkílómetra frá lokum 19. ald- ar. Það samsvarar 18% flatarmáls þeirra um árið 1890. Þá segir í greininni að þó að fram- hlaup, eldgos undir jökli og jökul- hlaup hafi áhrif á stöðu einstakra jökulsporða hafi jöklabreytingar á Íslandi verið fremur samstiga og fylgt að mestu leyti veðurfarsbreyt- ingum frá lokum 19. aldar. Jöklarnir hafa minnkað mikið - Jöklabreytingar í takti við veðurfar Morgnblaðið/Ásdís Jökulsárlón Íslensku jöklarnir hafa minnkað frá lokum 19. aldar. Umhverfisstofnun telur að ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn fyrir byggingu Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti með tilheyrandi raski á Skaftáreldahrauni, sem hafi vernd- argildi. Kemur þetta fram í umsögn stofnunarinnar við tillögu að breyt- ingu á aðalskipulagi og deiliskipu- lagi sveitarfélagsins vegna Hnútu- virkjunar. Bændur á Dalshöfða, austan við Kirkjubæjarklaustur, hafa í mörg ár haft uppi áform um virkjun Hverfisfljóts við Hnútu. Áform um 2,5 MW virkjun voru fyrst tilkynnt til Skipulagsstofnunar árið 2006. Áformin breyttust og voru orðin að 15 MW tveimur árum síðar. Í um- hverfismatsferlinu breyttust áætl- anir enn og nú er miðað við rúmlega 9 MW virkjun. Rask á litlu svæði Umhverfismatsferlinu er lokið. Skipulagsstofnun taldi að þar hefði ekki verið sýnt fram á brýna nauð- syn fyrir röskun á Skaftárelda- hrauni og taldi nauðsynlegt að gera með afdráttarlausari hætti grein fyrir því máli í væntanlegri vinnu við gerð nýs skipulags. Í greinargerð með deiliskipulagi Skaftárhrepps kemur fram að þótt eldhraun sem njóta verndar verði fyrir áhrifum vegna framkvæmdar- innar séu uppi áform um að draga úr þeim áhrifum. Einnig er bent á að raskið nái aðeins til brots af því 600 ferkílómetra svæði sem Skaft- áreldahraunbreiðan er. Þá er vakin athygli á því að samhliða fyrirhug- aðri virkjun og tengingu hennar við flutningskerfið muni Rarik styrkja dreifikerfi raforku á svæðinu og það muni bæta spennugæði. Telja aðrar leiðir betri Umhverfisstofnun gerir lítið úr síðarnefndu rökunum í umsögn sinni. Segir að hægt sé að ná mark- miðum framkvæmdarinnar með ein- faldari hætti og mun minni um- hverfisáhrifum með endurbótum á dreifikerfi raforku og auknum flutn- ingi raforku inn á svæðið. helgi@mbl.is Telja ekki brýna nauðsyn á virkjun - Umhverfisstofnun leggst gegn raski á Eldhrauni vegna Hnútuvirkjunar Ljósmynd/Zairon Jökulá Hverfisfljót er jökulá sem rennur undan Síðujökli. Hún rennur sam- an við Núpsvötn á leið til sjávar. Hringvegurinn fer yfir ána á brú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.