Morgunblaðið - 01.05.2021, Side 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
1. maí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.35
Sterlingspund 170.76
Kanadadalur 99.6
Dönsk króna 19.957
Norsk króna 14.967
Sænsk króna 14.674
Svissn. franki 134.65
Japanskt jen 1.1225
SDR 175.93
Evra 148.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.7717
Hrávöruverð
Gull 1774.65 ($/únsa)
Ál 2392.5 ($/tonn) LME
Hráolía 67.18 ($/fatið) Brent
« Fyrirtækja-
samstæða Lyfju
hagnaðist um 438
milljónir króna á
árinu 2020, sam-
anborið við 289
milljóna króna
hagnað árið 2019.
Tekjur samstæð-
unnar námu 12,2
milljörðum á ný-
liðnu ári og jukust
um 15% milli ára. Framlegð af vörusölu
nam 33% og segir félagið að álagning
þess hafi farið lækkandi undanfarin ár,
bæði vegna verðsamkeppni á markaði
og einnig vegna ákvarðana Lyfja-
greiðslunefndar.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að
heimsfaraldurinn hafi haft mikil áhrif á
rekstur þess. Áhersla hafi verið lögð á
forvarnir, fræðslu, breytingu á vakta-
fyrirkomulagi, skipulagi í verslunum og
þjónustu við viðskiptavini með það að
marki að auka öryggi og draga úr
áhættu. Þá bendir fyrirtækið á að
breytingar hafi orðið á neysluhegðun
fólks. Aðstæður hafi valdið því að beinn
launa- og starfsmannakostnaður fé-
lagsins hafi aukist um 50 milljónir á
nýliðnu ári. Sigríður M. Oddsdóttir er
framkvæmdastjóri Lyfju en þar starfa
350 manns í u.þ.b. 240 stöðugildum.
Lyfja hagnaðist um 438
milljónir á liðnu ári
Sigríður Margrét
Oddsdóttir
STUTT
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Kristófer Oliversson, eigandi og
framkvæmdastjóri CenterHótelanna,
segir framboðið á hótelherbergjum
hjá keðjunni munu ráðast af eftir-
spurn. Áformað sé að opna nýtt hótel,
CenterHótel Granda, um mánaða-
mótin júní og júlí. Endanleg dagsetn-
ing hafi ekki verið ákveðin.
Óvissan sé mikil og óráðlegt að
gera ráð fyrir að ástandið verði orðið
viðunandi fyrr en í október. Fyrir
vikið þurfi að framlengja stuðnings-
úrræði stjórnvalda, svo hægt sé að
fleyta hótelunum fram á haustið.
Á CenterHótel Granda verða 195
herbergi. Þetta verður áttunda hótel
keðjunnar í miðborginni, sem verður
þá með 955 herbergi á svæðinu.
Fimm hótelanna lokuð
CenterHótel Miðgarður við
Hlemm er nú eina hótelið hjá keðj-
unni í fullri starfsemi. Þá er Center-
Hótel Plaza við Ingólfstorg opið að
hluta en hin fimm hótelin eru lokuð.
„Við opnum ekki fleiri hótel fyrr en
bjartsýnin breytist í bókanir. Nýting-
in þarf að vera orðin slík að hún fari
langt með að duga fyrir launum og
öðrum rekstrarkostnaði.“
Má í þessu efni benda á þá niður-
stöðu KPMG að launakostnaður sé
gjarnan 40% af rekstrarkostnaði hót-
ela og jafnvel upp undir 50%.
Þá bendir Kristófer á að nú séu
einkum að berast bókanir frá ferða-
skrifstofum og flugfélögum. Greiðslur
fyrir þær bókanir berist hins vegar
ekki fyrr en að jafnaði nokkrum vik-
um síðar. „Þannig að menn þurfa að
hugsa sig vel um. Það kostar að setja
reksturinn í gang aftur,“ segir Krist-
ófer. Hann segir ekkert hótel hafa
sloppið vel undan faraldrinum. Þau
séu öll löskuð.
Verður opnað vorið 2022
Ólafur Torfason, stjórnarformaður
Íslandshótela, segir áformað að opna
Hótel Reykjavík í Lækjargötu vorið
2022. Með því bætast við 130 herbergi
hjá keðjunni í miðborginni og Sigtúni
en þar er hún með alls sex hótel og
1.003 herbergi.
Íslandshótel leigja nú þrjú Foss-
hótel undir sóttvarnir – Lind, Rauð-
ará og Fosshótel Reykjavík – en þar
eru alls um 480 herbergi. Jafnframt
hefur Grand hótel Reykjavík verið
opið en þar eru 311 herbergi. Með því
eru um 80% herbergja Íslandshótela í
miðborginni á hótelum sem eru opin
um þessar mundir eða fyrir sóttvarn-
ir. Þá eru opin Fosshótel Reykholt,
Fosshótel Húsavík og Fosshótel Jök-
ulsárlón.
Ólafur segir áformað að opna fleiri
hótel í Reykjavík um leið og forsend-
ur skapast. Hótelin úti á landi verði
meira og minna opin í sumar til að
mæta eftirspurn frá innlenda mark-
aðinum og auðvitað þeim erlenda.
Spurður hversu miklar tekjur þurfi
til að réttlæta opnun hótels segir
Ólafur það fara eftir verði. Séu veittir
miklir afslættir þurfi eftir atvikum
hærri nýtingu herbergja til að ná
jafnvægi í tekjum og útgjöldum.
Bókanir frá Bandaríkjunum
Töluverð aukning sé í bókunum frá
Bandaríkjunum, Bretlandi og Mið-
Evrópu og útlit fyrir að Bretar og As-
íubúar komi með haustinu.
Framkvæmdum við Curio by Hil-
ton-hótelið við Austurvöll er að ljúka.
Jóhannes Stefánsson, framkvæmda-
stjóri Lindarvatns, segir áformað að
afhenda Icelandair Hotels-hótelið í
júní. Það sé afhent tilbúið með föstum
innréttingum en án húsgagna og
lausamuna. Hjá Icelandair-hótelum
fengust þær upplýsingar að hótelið
verði opnað þegar aðstæður leyfa. Nú
séu tvö hótel keðjunnar í Reykjavík
opin. Annars vegar Hilton Reykjavík
Nordica, sem sé svo til fullbókað í maí
vegna stórs ráðstefnuhóps sem þar
gistir, og svo hins vegar Alda á
Laugavegi sem var opnuð sl. þriðju-
dag. Bókunarstaðan þar sé ágæt
þegar líða tekur á maímánuð.
Varðandi sumarið verði hin hótelin
opnuð eitt af öðru í sumar í samræmi
við eftirspurn sem sé að verða nokkuð
góð í Reykjavík og úti á landi. Til
dæmis verði Canopy Reykjavík við
Hverfisgötu opnað í júní og sé vel
bókað, sérstaklega frá Bandaríkjun-
um en einnig Mið-Evrópu. Stefni í að
öll sex hótel keðjunnar í Reykjavík
verði orðin opin síðla sumars.
Fram kom í samtali Viðskipta-
Moggans við Gunnar Thoroddsen,
stjórnarformann Íslenskra fasteigna,
að gert sé ráð fyrir að opna Reykjavík
Edition-hótelið við Hörpu síðar í sum-
ar en þar verða um 250 herbergi.
Ekki náðist í fulltrúa þess.
Þurfa 50-60% nýtingu
Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Kea-
hótelanna, segir Keahótelin hafa þrjú
hótel opin núna; Hótel Kötlu í Vík í
Mýrdal, Hótel Kea á Akureyri og
Hótel Borg í Reykjavík. Þá sé Storm
hótel í Þórunnartúni nýtt undir sótt-
varnir. Hins vegar séu fjögur hótel
þeirra í Reykjavík enn lokuð; Skuggi
hótel, Apótek hótel, Sand hótel og
Reykjavík lights hótel. Þau verði opn-
uð eitt af öðru frá og með júní og
áformað að þau verði öll opin næsta
sumar. Páll segir þurfa a.m.k. 50-60%
nýtingu herbergja til að borgi sig að
opna hótel. Ekki verði grundvöllur
fyrir því að opna öll hótel landsins
þótt hingað komi 700 þúsund ferða-
menn í ár, skv. nýjustu spám.
Hótelkeðjurnar hyggjast
opna borgarhótelin í sumar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Landssímareit Uppbygging hótelsins við Austurvöll er langt komin.
- Þrjú ný hótel verða opnuð í Reykjavík í sumar - Hótel enduropnuð eftir lokun
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Andri Heiðar Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Stafrænu Íslandi,
segir áformað að hefja stafræna þing-
lýsingu íbúðalána í sumar.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Andra Heiðar í
ágúst síðastliðn-
um gerði hann ráð
fyrir að þessum
áfanga yrði náð
fyrir síðustu ára-
mót. Hann bendir
nú á að þótt staf-
rænu Íslandi
gangi vel að ljúka
málum sín megin
hafi verkefnið í
heild sinni tekið
lengri tíma vegna aðkomu margra
ólíkra aðila auk þess sem það taki tíma
hjá fjármálastofnunum og bönkum að
taka kerfið í notkun.
Að þokast í rétta átt
„Verkefnið hefur sóst hægar en við
hefðum viljað en hefur þó þokast mjög
í rétta átt. Nú er búið að ljúka aflýs-
ingum sem er fyrsti áfanginn og bank-
arnir eru farnir að aflýsa lánum raf-
rænt. Síðan var nýlega lokið við annan
áfanga í verkefninu sem eru rafrænar
þinglýsingar vegna skilmálabreytinga
lána í tengslum við kórónuveirufarald-
urinn.
Þriðji áfanginn langt kominn
Svo erum við komin vel á veg með
þriðja og stærsta áfangann sem varð-
ar nýja samninga við endurfjármögn-
un og kaup á íbúðalánum ásamt kaup-
um á bifreiðum. Þetta er því á góðu
róli og ætti að verða klárt á allra
næstu mánuðum. Markmiðið er að
þessu verði lokið fyrir sumarið en gæti
þó reynst eitthvað tímafrekara. Marg-
ir gefa því kannski ekki gaum en aflýs-
ingar lána, þegar búið er að greiða upp
lán, eru ótrúlega stór hluti af þinglýs-
ingarferlinu. Það flýtir því fyrir af-
greiðslu á öðrum þinglýsingum að
þessum áfanga sé lokið,“ segir Andri
Heiðar.
Stafrænt Ísland er verkefnastofa
innan fjármálaráðuneytisins en átta
manna teymi hugbúnaðarfólks á veg-
um Stafræns Íslands, sérfræðingar
Þjóðskrár og starfsfólk banka og
stofnana hefur unnið að verkinu.
Á líka við bílalánin
Lengi hefur verið hægt að sækja
um greiðslumatið rafrænt hjá bönkum
og með áðurnefndum þriðja áfanga
verður hægt að þinglýsa kaupsamn-
ingum og íbúðalánum rafrænt og loks
afsali vegna íbúðakaupa. Sama mun
gilda um aðrar þinglýsingar, svo sem
vegna bílalána og húsaleigusamninga.
Spurður hvenær gamla fyrirkomu-
lagið muni líða undir lok – þ.e. að fara
til fasteignasölu og undirrita skjöl sem
síðan eru afhent sýslumanni – segir
Andri Heiðar klárt mál að þeim
áfanga verði náð í ár. Þ.e.a.s. að hægt
verði að gera ferlið stafrænt frá a til ö
fyrir þá sem það kjósa. Eftir sem áður
verði hægt að afhenda skjöl á papp-
írsformi.
Andri Heiðar segir að með laga-
breytingu 2018 hafi skapast lagaheim-
ild fyrir rafrænum þinglýsingum. Síð-
an hafi farið mikil vinna í að tengja
stofnanir, banka, lífeyrissjóði og fast-
eignasala.
Var hraðað út af faraldrinum
Eftir að kórónuveirufaraldurinn
hófst síðasta vor hafi ríkisstjórnin
ákveðið að hraða stafrænum verkefn-
um á borð við þetta. Faraldurinn hafi
hraðað þessu starfi en meðal annars
hafi þurft að glíma við fjölda umsókna
um greiðsluhlé vegna tekjufalls í far-
aldrinum.
Líkt og almennt gildi um nýja tækni
taki innleiðingin tíma.
„Hlutfallið í afgreiðslu á stafrænum
sakavottorðum var fljótt að komast
upp í tvo þriðju. Síðasti þriðjungurinn
virðist taka lengri tíma. Þannig að
meirihluti kaupsamninga ætti að geta
verið orðið stafrænn fyrir lok ársins,
myndi ég telja,“ segir Andri Heiðar.
Afleiðing þessarar þróunar er að
löggilti skjalapappírinn er á undan-
haldi. Á Vísindavefnum segir að not-
ast sé við löggiltan skjalapappír til að
gögnin endist lengi. Vitnað er til þing-
lýsingalaga, nánar tiltekið 5. gr., um
að skjal skuli ritað á „haldgóðan papp-
ír“, sem dómsmálaráðuneytið hefur
löggilt í þessu skyni.
Rafrænar
þinglýsingar
Fjöldi skjala frá 5. febrúar
H
ei
m
ild
:
F
já
rm
ál
a-
rá
ð
u
n
ey
ti
ð
Aflýst veðskjöl Þinglýstar skilmála-
breytingar lána v/Covid
1.194
2.195
Alls hefur 3.389
skjölum verið
þinglýst rafrænt
Skilmálar
Veðskjöl
Styttist í rafrænar þinglýsingar
- Innleiðing rafrænna þinglýsinga á kaupsamningum tímafrekari en ætlað var
- Nú er áformað að ljúka henni fyrir sumarið - Aflýsingar lána nú stafrænar
Andri Heiðar
Kristinsson