Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Tjarnargata 11, 245 Suðurnesjabæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is
Mikið endurnýjuð 4ra herbergja neðri hæð í tvíbýlishúsi
ásamt bílskúr í Sandgerði.
Jóhannes Ellertsson
Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677
Júlíus M Steinþórsson
Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555
Verð 32.000.000 141,7 m2
ATH. Vantar allar tegundir af eignum á söluskrá.
H
jörvar Steinn Grétarsson,
27 ára, varð í gær skák-
meistari Íslands í fyrsta
sinn er hann lagði Sig-
urbjörn Björnsson að velli í spenn-
andi lokaumferð. Þetta var fimmta
sigurskák Hjörvars í röð á mótinu
en helsti keppinautur hans, Jóhann
Hjartarson, vann einnig sína skák.
Framan af virtist Jóhann ætla að
stinga aðra keppendur af því að
hann var með fullt hús eftir þrjár
umferðir og unnið tafl í þeirri fjórðu
en andstæðingur hans, Björn Þor-
finnsson, sneri taflinu sér í vil og
vann. Í næstsíðustu umferð vann
Bragi Þorfinnsson einnig Jóhann
svo segja má að þeir bræður hafi átt
stóran þátt í sigri Hjörvars.
Vignir Vatnar Stefánsson, sem er
18 ára gamall, náði öðrum áfanga að
alþjóðlegum meistaratitli. Hann
tefldi vel en missti af jafntefli í skák-
um sínum við Jóhann og Guðmund
Kjartansson.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
1. Hjörvar Steinn Grétarsson 7 v.
(af 9) 2. Jóhann Hjartarson 6½ 3
Guðmundur Kjartansson 6 v. 4.
Bragi Þorfinnsson 5 ½ v. 5.-6. Vignir
Vatnar Stefánsson og Helgi Áss
Grétarsson 5 v. 7. Hannes Hlífar
Stefánsson 4 v. 8. Björn Þorfinnsson
3½ v. 9. Sigurbjörn Björnsson 10.
Alexander Oliver Mai ½ v.
Bestu skák Íslandsmeistarans má
hiklaust telja viðureign hans við
Helga Áss Grétarsson í næstsíðustu
umferð. Helgi tefldi fremur mein-
laust afbrigði gegn Nimzo-indversku
vörninni og áður en varði hrifsaði
Hjörvar til sín frumkvæðið, öflugur
peðsleikur hans setti Helga í mikinn
vanda. Undir lokin gaf hann Helga
Áss þó eitt tækifæri en tíminn var
naumur og Helgi lét sér það úr
greipum ganga:
Skákþing Íslands 2021; 8. um-
ferð:
Helgi Áss Grétarsson – Hjörvar
Steinn Grétarsson
Nimzo-indversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3
O-O 5. Bd2 b6 6. Rf3 Bb7 7. Bd3 d6
8. a3 Bxc3 9. Bxc3 Re4 10. Bxe4
Bxe4 11. d5 Rd7 12. O-O e5 13. He1
a5 14. f3 Bf5 15. e4 Bg6 16. g4?
Reynir að hindra framrás f-
peðsins sem eykst að afli fyrir vikið.
Eftir 16. Rc2 er staðan í jafnvægi.
16. … h5 17. h3 Dh4 18. Kg2 Rc5
19. De2 hxg4 20. hxg4
- Sjá stöðumynd 1 -
20. … f5!
Með hugmyndinni 21. exf5 Bxf5
22. gxf5 Hxf5 og hvítur ræður ekki
við hótunina 23. … Hg5+.
21. Hh1 Dg5 22. Bd2 f4 23. Hh3
Rb3 24. Hd1 Kf7! 25. Kg1 Hh8 26.
Dh2 Hh6!
27. Hxh6 gxh6 28. Rg2 h5 29.
gxh5 Bxh5 30. Dh3 Rd4 31. Kf2 Hg8
32. Rxf4 exf4?
Þótt einkennilegt sé þá er þessi
leikur ónákvæmur. Best var 32. …
Bxf3 með vinningsstöðu.
33. Bxf4 Dg2+ 34. Dxg2 Hxg2+
35. Kxg2?
Hér missir Helgi af góðu tæki-
færi. Eftir 35. Kf1! rekja „vélarnar“
stöðuna í jafntefli: 35. … Bxf3 36.
Hxd4 Kf6 37. Bd2 Ke5 38. Bc3 Hg4
39. Hd3+ Kxe4 40. Hd4+ Ke3 41.
Hxg4 Bxg4 42. Bf6 og biskupinn
læðist inn á d8 og uppskipti verða á
nær öllum peðunum.
35. … Bxf3+ 36. Kd1 Bxd1 37. e5
Rf5 38. b4 a4 39. exd6 cxd6 40. Bg5
Bb3
- og hvítur gafst upp.
Mótið fór fram við góðar aðstæður
í samkomusal Siglingafélagsins Ým-
is við Naustavör í Kópavogi. Aðal-
skákstjóri var Ingibjörg Edda Birg-
isdóttir, alþjóðlegur skákdómari.
Ingvar Þ. Jóhannesson bar hitann
og þungann af beinum útsendingum
frá skákstað. Mikilvægt framlag þar
sem ekki var gert ráð fyrir áhorf-
endum á skákstað. Honum til halds
og trausts við útsendingar voru
Björn Ívar Karlsson og Arnar Ingi
Njarðarson.
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Hjörvar Steinn
Grétarsson Íslands-
meistari í fyrsta sinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Íslandsmeistari Hjörvar Steinn Grétarsson við taflið á Kársnesinu.
Stöðumynd 1.
Alþingiskosningar í
haust verða haldnar
eftir einhverja mestu
umbrotatíma lýðveld-
issögunnar. Til þess að
verjast heilsuógn höf-
um við af illri nauðsyn
lokað samfélaginu og
gengið afar nærri
borgaralegum rétt-
indum fólks og frelsi
þess til að ráða eigin
lífsháttum. Það er óumdeilt að hér á
landi hefur okkur gengið betur en
víðast hvar annars staðar að halda
veirunni í skefjum. Við höfum bitið á
jaxlinn og staðið þétt saman. En ver-
öldin stendur á krossgötum. Víða
um heim hafa verið reistar hindranir
og múrar, bæði áþreifanlegir og
huglægir, og persónufrelsi á undir
högg að sækja á æ fleiri vígstöðvum.
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að
berjast fyrir því að það samfélag
sem rís upp eftir heimsfaraldurinn
verði opið og frjálst, þar séu mann-
réttindi fólks virt og allir hafi jöfn
tækifæri. Um þetta verður m.a. kos-
ið í haust. Við erum enn þá í miðri
baráttu við heimsfaraldurinn þótt
við sjáum nú til lands. Bólusetningar
ganga hægt en örugglega og árang-
urinn næstu vikur og mánuði mun
eflaust hafa mikil áhrif á viðhorf
margra kjósenda. Í haust verða var-
anleg áhrif djúprar efnahagslægðar
ekki komin fram og því mun skipta
sköpum hvernig sumarið þróast. Það
ætti því ekki að koma stórkostlega á
óvart þótt fjölmargir eftiráspakir
sérfræðingar skjóti upp kollinum og
leggi mat á aðgerðir stjórnvalda
undanfarna mánuði þótt áhrif þeirra
verði enn um margt óljós. Það verð-
ur því fróðlegt að sjá hvaða mynd
kosningabaráttan mun taka á sig.
Vertíðin er auðvitað hafin og stjórn-
málaflokkarnir eru þegar teknir að
dreifa skilaboðunum sínum. Margir
bíða spenntir eftir nýjasta útspili
Sigmundar Davíðs en þau eiga það
til að setja svip sinn á kosningabar-
áttur. Sá svipur verður án efa sterk-
ari en Evrópusambandsumræðan
sem Viðreisn gerði tilraun til að
vekja nú á dögunum.
Það virðist nokkuð
ljóst að aðild að ESB
verður ekki kosninga-
mál í haust og heldur
því áfram að vera fjar-
lægur draumur örfárra
Íslendinga. Í haust
verður einnig kosið um
heilbrigðismál og vel-
ferðarmál, ekki síst
öldrunarmál. Eldra
fólk er ört stækkandi
hópur og við þurfum að
hlúa vel að og hlusta á
þann hóp sem á undan hefur gengið.
Efnahags- og atvinnumál verða
einnig í forgrunni. Hér á landi eru
góðar aðstæður til verðmætasköp-
unar. Alþjóðlegar tengingar og sam-
starf eru jafnframt forsenda þess að
Íslendingar búi við lífskjör í hæsta
gæðaflokki. Það er að sjálfsögðu að
mörgu að huga fyrir alþingiskosn-
ingar. Ég tel mikilvægast að við
horfum á stóru myndina – að við
kjósum að vera aftur frjálst og opið
samfélag og höfnum sívaxandi af-
skiptum af lífi venjulegs fólks, for-
ræðishyggju og þeirri hugmynd að
lokað samfélag til frambúðar sé
öruggt samfélag. Til lengri tíma
verður óttinn nefnilega okkar versti
óvinur. Í frjálsu samfélagi er hags-
munum okkar best borgið, þar nýtur
hvert og eitt okkar sín best – fjöl-
breytileiki mannlífsins er okkar
helsti styrkleiki. Við höfum staðið
okkur vel. Nú eigum við að horfa
björtum og óhræddum augum til
framtíðar.
Um hvað verður
kosið í haust?
Eftir Diljá Mist
Einarsdóttur
» Í frjálsu samfélagi er
hagsmunum okkar
best borgið, þar nýtur
hvert og eitt okkar sín
best – fjölbreytileiki
mannlífsins er okkar
helsti styrkleiki.
Diljá Mist Einarsdóttir
Höfundur er hæstaréttarlögmaður,
aðstoðarmaður utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra og frambjóðandi
til 3. sætis í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
diljamist@gmail.com
Magnús Ingimarsson tónlist-
armaður og prentsmiður fædd-
ist 1. maí 1933 á Akureyri, ólst
upp á Dalvík en flutti til
Reykjavíkur 12 ára gamall.
Foreldrar hans voru hjónin
Ingimar A. Óskarsson kennari,
f. 27.11. 1892, d. 2.5. 1981, og
Margrét K. Steinsdóttir, hús-
freyja, f. 10.3. 1896. Magnús
var þríkvæntur og átti sex börn
og þrjú stjúpbörn og afkom-
endurnir eru orðnir margir.
Hann starfaði hjá prentsmiðj-
unni Eddu 1952-60 og aftur
1978-94. Hann spilaði á píanó í
fjölda hljómsveita og var
þekktur fyrir snjallar útsetn-
ingar. Árið 1960 gekk hann til
liðs við Svavar Gests, en stofn-
aði síðan eigin sveit árið 1966
sem starfaði mestmegnis á
Röðli. Þá hófst einnig samstarf
hans við Jón Múla og Jónas
Árnasyni og stjórnaði Magnús
hljómsveit og útsetti marga
söngleiki þeirra bræðra. Fjöldi
þekktra listamanna lék og söng
með Magnúsi, bæði á sviði og
inn á hljómplötur, og má þar
m.a. nefna Önnu Vilhjálms, Vil-
hjálm og Ellý Vilhjálms, Þuríði
Sigurðar, Ómar Ragnarsson og
Flosa Ólafsson.
Magnús lést 21. mars 2000 í
Reykjavík.
Merkir Íslendingar
Magnús
Ingimars-
son