Morgunblaðið - 01.05.2021, Qupperneq 36
Hvetjandi var að
heyra Joe Biden, for-
seta Bandaríkjanna,
tilkynna það verðuga
markmið að dregið yrði
úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda þar í landi
um helming fyrir 2030.
Á alþjóðlegri ráðstefnu
um loftslagsmál sem
forsetinn átti frum-
kvæði að lögðu 40 þjóð-
arleiðtogar áherslu á
mikilvægi þess að bregðast við lofts-
lagsvánni og lofuðu aðgerðum.
Fyrr höfðu leiðtogar Evrópusam-
bandsins samþykkt að Evrópa
myndi draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda um að minnsta kosti 55
% nærri 2030, miðað við árið 1990.
Ísland og Noregur miða að sama
marki.
Grænir orkugjafar og verð-
mætasköpun
Takmörkun gróðurhúsaloftteg-
unda er öðrum þræði umræða um
orkumál. Vilji Ísland taka þátt í þess-
um markmiðum er nærtækast að
stuðla að framþróun og nýtingu
grænna orkugjafa. Ég er sann-
færður um að við Íslendingar eigum
stór tækifæri sem felast í loftslags-
vænum fjárfestingum er miða að kol-
efnishlutleysi, og nýtingu grænna
orkugjafa til verðmætasköpunar
með framleiðslu vetnis sem bygging-
arefni fyrir rafeldsneyti, til að
mynda metan, metanól
og ammoníak eða annað
eldsneyti.
Sífellt fleiri þróa leiðir
til geymslu á orku og
breyta henni síðan í fær-
anlega orku. Evr-
ópuþjóðir hafa lagt fram
metnaðarfullar áætlanir
á þessu sviði. Þannig var
nýlega spáð að Þjóð-
verjar muni nýta 50.000-
80.000 megavött til
vetnisvæðingar í sam-
göngum fyrir árið 2050.
Til samanburðar er
Kárahnjúkavirkjun 690 megavött.
Frændur okkar Danir sjá hér tæki-
færi og ætla sér stóran hlut í grænum
umskiptum. Þeir hyggjast ganga
lengra en flestir og ætla að draga úr
heildarkolefnislosun um 70 prósent
árið 2030, sé miðað við 1990. Þeir
munu byggja að fullu á endurnýj-
anlegri orku, einkum vindorku. Danir
leggja mikla áherslu á þróun tækni til
framleiðslu og nýtingar á rafelds-
neyti, með sérstakri áherslu á vetni.
Umhverfismarkmið kalla á
virkjun orku
Það er því ljóst að alþjóðleg eft-
irspurn eftir vetni eykst. Lands-
virkjun hefur sagt að útflutningur
vetnis geti orðið umfangsmikil út-
flutningsgrein í nánustu framtíð.
Þannig yrði framleitt vetni og um-
breytt í raforku og aðra orkugjafa
fyrir samgönguiðnaðinn. Fram hafa
komið hugmyndir um mikla fram-
leiðslu á fljótandi vetni og vetnisbera
við Finnafjörð. Það gæti orðið verk-
efni hér á landi upp á tugi eða hundr-
uð milljarða króna.
Fyrir liggja metnaðarfull mark-
mið stjórnvalda um svokölluð orku-
skipti í vegasamgöngum á Íslandi.
Samorka, samtök orku- og veitufyr-
irtækja, hafa bent á að núverandi
áætlanir um orkuskipti kalli á 300
MW viðbótarframleiðslu á rafmagni
fyrir árið 2030. Það samsvarar 10
prósent aukinni framleiðslugetu
miðað við hvað nú er til staðar í land-
inu sé önnur notkun óbreytt. Vilji
menn setja allan bílaflotann á raf-
eldsneyti þurfi um 600 MW, sem er
tæplega vinnslugeta Fljótsdals-
stöðvar. Að skipta alfarið öllu jarð-
efnaeldsneyti út í vegasamgöngum,
innanlandsflugi og haftengdri starf-
semi kallar á um 1.200 MW í viðbót-
arorku. – Það er því ljóst að um-
hverfismarkmiðin kalla á virkjun
orku.
Slíkar áætlanir sem krefjast auk-
innar orkuframleiðslu, liggja ekki
síst í nýtingu vindorku. Í marslok
síðastliðnum sendi verkefnisstjórn 4.
áfanga rammaáætlunar frá sér sam-
antekt. Þar segir: „Íslendingar
standa á tímamótum varðandi nýt-
ingu orkuauðlinda því virkjun vind-
orku er að hefjast af fullum krafti.
Þótt vindurinn sé óþrjótandi er land
undir vindorkuver það ekki. Landið
er hin takmarkaða auðlind,“ segir í
samantektinni. Verkefnisstjórninni
bárust 34 kostir um vindorkuver en
fimm þeirra fylgdu gögn til að taka
þá til mats. Mikill fjöldi vind-
orkukosta bíður því næstu verkefn-
isstjórnar.
Af þessum 34 vindorkukostum
sem verkefnisstjórnin nefnir eru 13
á norðausturhorni landsins með alls
1.559 MW í uppsettu afli:
Ólíklegt verður að telja að öll þessi
verkefni muni ná fram að ganga. Að
auki þarf að byggja upp mun traust-
ara flutningskerfi raforku og aðra
innviði á norðausturhorninu. En sé
raunverulegur vilji til loftslags-
vænna fjárfestinga og nýtingar
grænna orkugjafa til verðmæta-
sköpunar er ljóst að umtalsverðar
framkvæmdir verða í virkjun vind-
orku á Norðausturlandi. Þar liggur
stórt og ónytjað tækifæri fyrir
landsbyggðina og Ísland allt.
Stórt tækifæri í loftslagsvænum fjárfestingum
Eftir Njál Trausta
Friðbertsson
Njáll Trausti
Friðbertsson
Höfundur er þingmaður
Norðausturkjördæmis.
ntf@althingi.is
» Vilji Ísland ná al-
þjóðlegum mark-
miðum um losun gróð-
urhúsalofttegunda er
nærtækast að þróa og
nýta græna orkugjafa.
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
Í dag höldum við
upp á alþjóðlegan
baráttudag launa-
fólks, 1. maí, líkt og í
fyrra við óvenjulegar
samfélagslegar að-
stæður. Covid-
faraldurinn hefur
markað djúp spor
hvarvetna um allt
samfélagið. Þrátt fyr-
ir það er byrjað að
létta til og við finnum fyrir já-
kvæðum straumum. Um víða ver-
öld eru bólusetningar hafnar og á
Íslandi stendur heilbrigðisstarfs-
fólk loksins betur varið fyrir veir-
unni. Það gefur okkur von um að
fram undan séu betri tímar. Víða
um heim stendur fólk í sambæri-
legri baráttu og við á Íslandi, en
við miklu verri aðstæður. Við
stöndum líka með þeim því bar-
áttan gegn Covid er alþjóðlegt við-
fangsefni.
Lykilstarfsmenn
Nýliðinn vetur sýndi með skýr-
um hætti hversu mikilvægt heil-
brigðiskerfið er velferð þjóð-
arinnar. Íslendingar
geta og eiga að vera
stoltir af öflugu og
fórnfúsu starfsfólki al-
mannaþjónustunnar.
Sjúkraliðar sýndu það
enn og aftur að þeir
gegna lykilstörfum
innan heilbrigðisþjón-
ustunnar. Um allt
land hafa þeir staðið
vaktina og tekist á við
ógnvekjandi aðstæður
vegna Covid. Álagið
var á köflum gríð-
arlegt, bæði á sjúkraliða og annað
starfsfólk heilbrigðiskerfisins.
Gleymum ekki fjölskyldum þeirra.
Á tímabili stóð þetta tæpt, en öll
vorum við saman í þessu og færð-
um fórnir. Við skulum heldur ekki
gleyma fjölskyldum þessa fólks
sem fóru ekki varhluta af hinu
mikla álagi og færðu sömuleiðis
fórnir.
Þegar kallað var eftir fagfólki í
bakvarðasveit heilbrigðisþjónust-
unnar létu sjúkraliðar ekki sitt
eftir liggja. Fjölmargir sjúkralið-
ar, sem störfuðu ekki lengur sem
slíkir, skráðu sig sem bakverði og
voru kallaðir til starfa. Sjálf stóð
ég vaktina á Covid-deild Landspít-
alans á yfirlýstu neyðarstigi. Ég
upplifði þar samtakamáttinn og
baráttuandann sem einkenndi
starfsemina. Stolt fylgdist ég með
samstarfsfélögum mínum skipu-
leggja fjölskyldulífið að þörfum
spítalans. Síðastliðið ár sannar að
bakverðirnir og öll sjúkraliðastétt-
in eru til taks þegar óvættur eins
og Covid-19 sprettur upp.
Krefjandi innleiðingarferli
Veturinn var sjúkraliðum líka
þungur vegna innleiðingar á
styttri vinnuviku sem samið var
um í síðustu kjarasamningum. Um
er að ræða sögulega og umfangs-
mikla kerfisbreytingu á vinnutíma
sem ekki hefur verið hróflað við í
nær hálfa öld. Útfærslan á þessum
breytingum er ólík hjá dag-
vinnufólki og vaktavinnufólki, og
hefur breytingin hjá vaktavinnu-
fólki krafist mikils undirbúnings.
Styttri vinnuvika hjá sjúkraliðum í
dagvinnu tók gildi um um síðustu
áramót þar sem samið var um að
vinnutíminn styttist um allt að
fjórar klukkustundir á viku.
Í vaktavinnu verður vinnuvikan
stytt að lágmarki um fjórar
klukkustundir, en að hámarki um
átta miðað við fullt starf hjá þeim
sem eru með þyngstu vaktabyrð-
ina. Á vaktavinnustöðum þar sem
manna þarf vaktir hluta úr sólar-
hring eða allan sólarhringinn mun
styttingin kalla á aukin útgjöld frá
launagreiðendum. Á mörgum
vaktavinnustöðum verður til
mönnunargat og þá þarf að fjölga
stöðugildum. Það hefur verið vitað
frá upphafi og var gert ráð fyrir
því í kostnaðarmati áður en kjara-
samningar voru undirritaðir. Þá er
sérstaklega kveðið á um það að
starfsfólk eigi ekki að lækka í
launum við þessar breytingar.
Krefjandi innleiðingarferli þess-
ara umfangsmiklu kerfisbreytinga
er loksins að ljúka. Breyting-
arferlið mun engu að síður halda
áfram og þróast í takt við breytta
vinnustaðamenningu. Breytingin
tekur gildi í dag, 1. maí, bar-
áttudag launafólks. Það er sann-
arlega vert að gleðjast yfir því.
Samstaða launafólks
Fram undan eru áframhaldandi
krefjandi tímar. Kerfisbreyting
um vinnutíma er breytingarferli
sem krefst þess að fólk sýni
sveigjanleika og umburðarlyndi.
Við þurfum að taka höndum sam-
an um þetta samvinnuverkefni og
hjálpast að svo við öll getum notið
ávinningsins af styttri vinnuviku.
Við sjúkraliðar þurfum áfram að
standa þétt saman því samhliða
krefjandi breytingum stöndum við
áfram vaktina gegn Covid um leið
og við treystum á bólusetta fram-
tíð. Sjúkraliðar vinna krefjandi
starf, sem oft er ekki metið að
verðleikum. Við höfum metnað
fyrir okkar starfi, viljum eiga kost
á meiri fagmenntun, meiri ábyrgð
og fá laun í samræmi við vinnu-
framlag. Breytingar á vinnutíma
skila okkur drjúgum árangri, en
baráttunni er hvergi nærri lokið.
Til hamingju með baráttudag
launafólks – til hamingju með 1.
maí!
Sjúkraliðar – til hamingju með 1. maí
Eftir Söndru B.
Franks » Við sjúkraliðar þurf-
um áfram að standa
þétt saman því samhliða
krefjandi breytingum
stöndum við áfram vakt-
ina gegn Covid.
Sandra B. Franks
Höfundur er formaður
Sjúkraliðafélags Íslands.
sandra@slfi.is
Eftir erfiða tíma í
skugga Covid sem
einkennst hafa af
óvissu á flestum svið-
um mannlífs og menn-
ingar gefst nú loksins
tækifæri til þess að
horfa fram á veginn
og marka stefnu í at-
vinnuþróun til fram-
tíðar. Mikilvægt er að
við byggjum á þeirri
reynslu sem safnast hefur síðasta
árið og nýtum hana til að fóta okk-
ur í breyttum heimi eftir heimsfar-
aldurinn. Sú vinna er
nú þegar hafin og má
sem dæmi nefna auk-
inn stuðning stjórn-
valda við verkefni
tengd rannsóknum og
þróun og nýsköp-
unarsjóðinn Kríu. Það
hefur aldrei verið mik-
ilvægara en nú fyrir
okkur Íslendinga að
huga að nýsköpun og
gera atvinnulífið fjöl-
breyttara og skapa um
leið störf á nýjum
grunni. Ísland hefur
einstaka stöðu, við erum með hátt
menntunarstig og í þjóðinni býr
hugvit og kraftur sem þarf að
virkja til frekari uppbyggingar. Við
verðum að velja leiðina þar sem all-
ir fá að njóta sín og skapa verðmæti
á þeim grunni sem við höfum þegar
byggt.
Við svona tímamót gefst tækifæri
til að endurskoða ýmsa hluti og ég
tel mikilvægt að einstaklings-
framtakið fái að njóta sín og að ein-
staklingurinn hafi frelsi til athafna
án mikillar aðkomu stjórnvalda.
Með einföldun regluverka og mark-
vissum aðgerðum til að skapa frjó-
an jarðveg geta framtakssamir ein-
staklingar og fyrirtæki hafið eða
aukið rekstur sinn. Með þessu
skapa þau mikilvæg ný störf og
auknar tekjur.
Bæði einstaklingar og fyrirtæki
hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum
af heimsfaraldrinum. Margir hafa
misst vinnuna og fyrirtæki farið í
gjaldþrot. Þrátt fyrir þetta er
áhugavert að sjá hvað einka-
framtakið lifir sterku lífi í þessu ár-
ferði. Frá apríl 2020 til mars 2021
voru stofnuð 2.832 einkahlutafélög
sem er þriðjungi meira en á sama
tímabili árið áður skv. tölum Hag-
stofunnar. Þetta sýnir okkur að
þrátt fyrir allt er fólk bjartsýnt og
tilbúið að horfa til framtíðar og
finna nýjar leiðir til að koma at-
vinnulífinu í fulla keyrslu. Því er
mikilvægt að stjórnvöld greiði götu
þeirra sem vilja hefja rekstur og
hvetji þá áfram með því að hafa
regluverkið einfaldara og lágmarka
gjaldtöku svo fyrstu skref í rekstri
verði ekki þung.
Hefjum nú öll tímabil uppbygg-
ingar og vinnum saman að fjöl-
breyttu atvinnulífi þar sem allir
geta tekið þátt.
Frelsi til uppbyggingar
Eftir Guðbjörgu
Oddnýju
Jónasdóttur
Guðbjörg Oddný
Jónasdóttir
» Grein þessi er um
mikilvægi þess að
byggja upp fjölbreytt og
öflugt atvinnulíf til
framtíðar eftir heims-
faraldurinn.
Höfundur er varabæjarfulltrúi.
gudbjorgjo@hafnarfjordur.is