Morgunblaðið - 01.05.2021, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021
AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Fermt verður í athöfninni.
Prestur er Jóhanna Gísladóttir. Félagar úr Kór
Akureyrarkirkju syngja. Söngnemendur frá
Tónlistarskólanum á Akureyri syngja. Organisti
er Eyþór Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Fermingarguðsþjónust-
ur sunnudaginn 2. maí. kl. 11, 12.30 og 14.
Sr. Þór Hauksson og sr. Petrína Mjöll Jóhann-
esdóttir þjóna fyrir altari. Organisti Krizstina
Kalló Szklenár. Félagar úr kirkjukórnum leiða
safnaðarsöng.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Athugið
nýjan og breyttan messutíma! Séra Sigurður
Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt
Jóhönnu Maríu Eyjólfsdóttur djákna. Kór Ás-
kirkju syngur, organisti er Bjartur Logi Guðna-
son. Kaffi og með því í Ási á eftir.
Heimilt er að 100 manns sæki guðsþjónustur.
Grímuskylda er í Áskirkju við athafnir. Guðs-
þjónusta á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13.
BESSASTAÐAKIRKJA | Íhugunarganga um
Bessastaðanesið. Gangan hefst kl. 17 við
Bessastaðakirkju með bænastund og kynn-
ingu á því hvernig íhugunarganga fer fram. Við
göngum 5 kílómetra hring og endum aftur við
kirkjuna.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur. Fé-
lagar úr Kór Breiðholtskirkju syngja undir
stjórn Arnar Magnússonar organista.
Alþjóðlegi söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl. 14.
Prestur er Toshiki Toma.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa sunnudag
kl. 11. Sóley Adda, Jónas Þórir og prestarnir
leiða stundina.
Guðsþjónusta kl. 13. Kór Bústaðakirkju og
kantor Jónas Þórir annast tónlist. Messuþjón-
ar og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir annast
þjónustu.
DÓMKIRKJAN | Prestsvígsla kl. 11. Agnes
M. Sigurðardóttir vígir Snævar Jón Andrésson
til prests. Vígsluvottar eru sr. Arnór Bjarki
Blomsterberg, sr. Hans Guðberg Alfreðsson,
sr. Henning Emil Magnússon, sr. Sigrún Ósk-
arsdóttir. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason lýsir
vígslu. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir alt-
ari. Kári Þormar er dómorganisti og Dómkór-
inn syngur undir hans stjórn.
FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar og predik-
ar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar
Valgarðsdóttur organista. Hulda Jónsdóttir
syngur einsöng. Kaffisopi eftir stundina. Með-
hjálpari er Helga Björg Gunnarsdóttir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta 2.
maí kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson
safnaðarprestur leiðir stundina. Hljómsveitin
Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða
tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Ferm-
ingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að
mæta.
GARÐAKIRKJA | Kyrrðar- og bænaguðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Henning Emil Magnússon leið-
ir stundina. Jóhann Baldvinsson og félagar úr
kór Vídalínskirkju sjá um tónlistina. Róleg
íhugunarstund þar sem fólk getur borið fram
bænir sínar.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónustan kl.
11. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Organisti er Hákon Leifsson.
Kór Grafarvogskirkju leiðir söng.
Sunnudagaskólinn er á sama tíma á neðri
hæð kirkjunnar. Umsjón með honum hafa sr.
Sigurður Grétar Halldórsson, Ásta Jóhanna
Harðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undir-
leikari er Stefán Birkisson.
GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
María Guðrúnar Ágústsdóttir þjónar ásamt
Ástu Haraldsdóttur kantor, félögum úr Kirkju-
kór Grensáskirkju og messuþjónum. Þriðju-
dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtudagur: Nú-
vitundarstund kl. 18.15-18.45, einnig á
netinu.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming-
arguðsþjónusta sunnudaginn 2. maí kl.
10.30. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson sem
þjónar og predikar fyrir altari. Organisti er
Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syng-
ur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir og
meðhjálpari er Guðný Aradóttir.
HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir
prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messu-
þjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar
Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Kristný Rós
Gústafsdóttir og Ragnheiður Bjarnadóttir.
HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Fé-
lagar í Kordíu kór Háteiskirkju leiða messu-
söng. Organisti er Guðný Einarsdóttir.
Prestur er Eiríkur Jóhannsson.
Hjúkrunarheimilið Skjól | Guðsþjónusta kl.
13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar
fyrir altari. Organisti er Bjartur Logi Guðnason.
Almennur söngur.
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20
sunnudag. Séra Fritz Már þjónar fyrir altari,
Arnór VIlbergsson er organisti og félagar úr
kór Keflavíkurkirkju syngja.
KÓPAVOGSKIRKJA | Helgistund kl. 11 í
safnaðarheimilinu Borgum (skáhallt gegnt
Gerðarsafni). Sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, prédik-
ar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Kópa-
vogskirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová.
LANGHOLTSKIRKJA | Messa, sunnudaga-
skóli og aðalsafnaðarfundur. Messa og
sunnudagaskóli kl. 11, Guðbjörg Jóhannes-
dóttir sóknarprestur þjónar, Marta og Pétur
taka á móti börnunum í sunnudagaskólanum.
Gradualekór Langholtskirkju syngur undir
stjórn Sunnu Karenar Einarsdóttur og við und-
irleik Magnúsar Ragnarssonar organista. Að-
alsafnaðarfundur safnaðarins verður haldinn
að messu lokinni. Hefðbundin aðalfundar-
störf.
LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11.
Kammerkór Reykjavíkur annast tónlistarflutn-
ing. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og
prédikar. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu
á meðan.
Mánudagur 3. maí. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkj-
an opnuð kl. 19.30. Sr. Hjalti Jón Sverrisson
leiðir stundina.
Fimmtudagur 6. maí. Opið hús í Áskirkju.
Helgistund, léttur hádegisverður og samvera.
LINDAKIRKJA í Kópavogi | Næsta sunnu-
dag, 2. maí, verður sunnudagaskólinn með
hefðbundum hætti kl. 11. Regína og Svenni
sjá um stundina ásamt sr. Guðna Má Harð-
arsyni. Um kvöldið kl. 20 verður opin guðs-
þjónusta þar sem Óskar Einarsson stýrir Kór
Lindakirkju og sr. Guðni Már þjónar.
NESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudaga-
skóli kl. 11. Guðsþjónustan er í kirkjunni, fé-
lagar úr Kór Neskirkju leiða söng með Stein-
grími Þórhallssyni organista. Prestur er
Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudaga-
skólinn er í safnaðarheimili og er gengið beint
inn í það. Umsjón hafa Kristrún Guðmunds-
dóttir og Hilda María Sigurðardóttir. Ari Agn-
arsson leikur undir Gætt er að sóttvörnum.
SELJAKIRKJA | Fermingarguðsþjónusta kl.
11, prestar kirkjunnar þjóna. Guðsþjónusta
kl. 13, sr. Bryndís Malla Elídóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Seljakirkju syngur og
Tómas Guðni Eggertsson leikur á orgelið,
messukaffi í lokin.
SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorg-
unn kl. 10. Magnús frater Eiríksson og guð-
fræði hans. Sr. Eiríkur Jóhannsson talar.
Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason
þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti.
Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju
leiða almennan safnaðarsöng. Ritningar-
lestra lesa þau Erna Kolbeins og Sigurður Júl-
íus Grétarssson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnu-
dag kl. 11. Sr. Egill Hallgrímsson annast
prestsþjónustuna. Organisti er Jón Bjarna-
son.
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa með fermingar-
börnum kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
þjónar. Félagar úr kór Vídalínskirkju syngja,
organisti er Jóhann Baldvinsson. Einnig
syngja félagar úr Gospelkór Jóns Vídalíns við
undirleiks Davíðs Sigurgeirssonar. Messunni
verður streymt. Kl. 12. Netfundur í streymi
með foreldrum fermingarbarna. Kl. 10.
Sunnudagaskóli í Urriðaholtsskóla og kl. 11 í
Vídalínskirkju, ath. gengið inn um Safnaðar-
heimili. Biblíusögur, brúðuleikhús og söngur.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Reyniskirkja
Mark32net
skrifborðsstóll
Fjölstillanlegur skrifborðsstóll
með netbaki og bólstraðri setu.
Fjöldi áklæða í boði.
VORTILBOÐ
30%
afsláttur
68.957 kr. með örmum
60.255 kr. án arma
Verð m. vsk.
Sigurður Ingi Jó-
hannsson samgöngu-
ráðherra hyggst með
pennastriki kafsigla
íslenska farmenn sem
fært hafa þjóðinni
varninginn heim í öll-
um veðrum N-
Atlantshafsins, jafnt á
friðar- sem stríðs-
tímum. Frumvarp
samgönguráðherra
um alþjóðlega skipa-
skrá gerir ráð fyrir því að störf á
annað hundrað farmanna verði
rústuð og færist úr landi til þess að
„… tryggja vöruflutninga til og frá
landinu“. Hvaðan ætli þessi rök-
leysa komi, tryggja flutninga? Ís-
lendingar vita að íslenskir sjómenn
eru hinir bestu í heimi og tryggja
vöruflutninga til og frá landinu.
Ríkisstjórnin ætlar að koma á fé-
lagslegum undirboðum og manna
kaupskip okkar skipverjum með
lögheimili landa þar sem verkalýðs-
félög þvælast ekki fyrir. Það á að
nýta neyð fólks í fátækum löndum
til undirboða á Íslandi í gróðaskyni.
Þeir ætla að taka vinnuna af far-
mönnum fyrir þriðja heims fólk á
130 þúsund krónum á mánuði.
Þeim finnast farmenn okkar sumsé
vera með of há laun. Þeir ætla að
manna íslensk kaupskip mönnum
sem þekkja ekki válynd veður
norðurslóða til að tryggja öryggi!
Því verður ekki trúað að Alþingi
samþykki þessa aðför að farmönn-
um.
Mótmæli
ASÍ og FÍA
Sjómannafélag Íslands hefur
mótmælt og tekur undir mótmæli
Alþýðusambands Íslands sem og
Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Um er að ræða augljós brot gegn
mannréttindaákvæðum stjórn-
arskrárinnar, 65., 74. og 75. greina,
sem og ákvæðum laga nr. 97/1995,
nr. 55/1980 og nr. 19/1979 og al-
þjóðasamninga og alþjóðaréttar
sem Ísland hefur skuldbundið sig
til að fylgja. Peningaöflin og hand-
bendi þeirra munu ekki láta staðar
numið.
Frumvarp ráðherra
breytir íslenskum
vinnumarkaði í grund-
vallaratriðum. Það er
að sjálfsögðu ekki
hægt að samþykkja
breytingar á lögum
sem hafa í för með sér
endalok heillar stétt-
ar. Innan vébanda
ASÍ eru 133 þúsund
félagar og FÍA tæp-
lega eitt þúsund sem
hafa tekið höndum
saman með sjómönn-
um um að mótmæla
þessari árás á íslenskt launafólk.
Greinargerð með frumvarpinu er
illa rökstudd og varhugavert for-
dæmi sett án samtals við verka-
lýðsfélög.
Að segja að ríkisstjórnin „tryggi
vöruflutninga“ til og frá landinu er
sem blaut tuska framan í sjómenn.
Íslenskir sjómenn hafa tryggt
stykkjavöruflutninga til og frá Ís-
landi í rúma öld frá því þjóðin tók
forráð mála í eigin hendur. Það er
óásættanlegt að á Íslandi gildi
þriðja heims kjarasamningar með
130 þúsund króna mánaðarlaun til
að þóknast skipafélögunum og
auka arðgreiðslur hinna ríku.
Nokkurs konar villta vesturs
ástand skapast. Ég hef sagt að
þetta sé gjörsamlega galið og stend
við þau orð.
Menn ættu að kynna sér kaup-
skipaflota Dana og Norðmanna.
Málið er ekki flókið. Norsk far-
mannastétt er útdauð. Þegar Danir
innleiddu sína alþjóðlegu skipaskrá
gengu danskir sjómenn í land og
upp landganginn röltu þriðja heims
skipverjar. Ekki verður horft
framhjá því að íslensk skip sem
flytja stykkjavöru til og frá landinu
eru skráð í Færeyjum. Nýlega
fjallaði Kringkast Færeyinga um
skráningu namibískra áhafna Sam-
herja í Færeyjum til þess að stinga
skatti í eigin vasa og losna við
skatta í Namibíu, einu fátækasta
ríki heims. Hvað má segja um það?
og Eimskip varð að biðjast afsök-
unar á því að senda skip í brota-
járn á Indlandi með tilheyrandi
mannréttinda- og umhverfis-
brotum. Alþýðufólk þvælist fyrir
þessum greifum og efst á forgangs-
lista nú er að svipta farmenn starfi
sínu. Eimskip og Samskip fagna
því að þurfa ekki að greiða íslensk
laun sem þau kalla „takmarkandi“.
Tækifæri felist í því fyrir sjómenn
að fara á 130 þúsund króna mán-
aðarlaun. Í ljósi umræðunnar í
samfélaginu má gera ráð fyrir því
að Samherji sem er með ráðandi
hlut í Eimskip sé að pressa á að
frumvarp þetta verði að veruleika.
Þernurnar á Herjólfi
Ráðherra kvartar undan karl-
lægri sjómennsku og segir brýnt
að jafna kynjahlutföll. Það er gott
út af fyrir sig en þegar bæjarstýra
Vestmannaeyja pönkaðist á þern-
um Herjólfs sumarið 2020 af því
þær væru á of háum launum, þá
ákölluðu þernurnar ráðherrann um
hjálp því bæjaryfirvöld í Eyjum
voru að nota eigur ríkisins; rík-
isferjuna Herjólf til verkfallsbrota.
Ráðherrann lét ekki svo lítið að
svara þernunum. Ráðherrann og
bæjarstýran með vel á þriðju millj-
ón í laun á mánuði sáu ofsjónum
yfir launum þernanna á Herjólfi.
Finnst þér, kæri lesandi, orð og
efndir fara saman? Ég bara spyr.
Íslenskir pólitíkusar eru sagðir
meðal hinna hæst launuðu í víðri
veröld.
Aðförin er ekki bara að farmönn-
um heldur öllum launþegum í land-
inu. ASÍ veit af hættunni og flug-
menn vita að næst er það
flugbransinn þegar Icelandair
bankar á dyr ráðherra. Ég tek
undir með Drífu Snædal, forseta
ASÍ, að frumvarp ráðherra sé
launafólki hættulegt. Skilaboð ráð-
herra eru skýr. Á Íslandi er fé-
lagslegum undirboðum fagnað.
Alþingi verður að hafna þessari
aðför samgönguráðherra að fólkinu
í landinu.
Á að kafsigla farmenn?
Eftir Berg
Þorkelsson » Íslendingar vita að
íslenskir sjómenn
eru hinir bestu í heimi
og tryggja vöruflutn-
inga til og frá landinu.
Bergur
Þorkelsson
Höfundur er formaður
Sjómannafélags Íslands.