Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 ✝ Unnur Karls- dóttir fæddist í Reykjavík 17. sept- ember 1940. Hún lést á Landspítala – Háskólasjúkra- húsi 19. apríl 2021. Foreldrar Unnar voru Guðrún Egg- ertsdóttir frá Akranesi, f. 10. júní 1909, d. 15. ágúst 1998, og Karl Ágúst Ágústsson frá Þverárkoti á Kjalarnesi, f. 15. des. 1908, d. 1. jan. 1998, en þau Guðrún og Karl Ágúst voru bændur á Laugalæk í Reykjavík, og störfuðu siðar m.a. við vörubílaakstur, bíla- viðgerðir og ýmis umönn- unarstörf. Unnur var yngst þriggja systkina. Eldri bræður hennar voru Ágúst Karel, f. 20. maí 1932, d. 14. apríl 2018, og Egg- ert Hafsteinn, f. 8. mars 1936, d. 25. apríl 1983. Hinn 24. des. 1959 gekk Unnur að eiga eftirlifandi eig- eldrar Ásdís Olsen og Halldór Þ. Birgisson). Sambýlismaður Guðrúnar Ingu er Ragnar S. Ragnarsson, f. 12. maí 1959, en synir þeirra eru Hrafnkell Úlf- ur, f. 4. des. 1995, og Arnkell, f. 6. nóv. 1997. Unnusti Lindu Ránar er Sigurður Ingi Jóns- son, f. 11. des. 1959, en börn hennar eru Starri Friðriksson, f. 13. des. 1994, Egill Frið- riksson, f. 2. okt. 1996, Oddur Friðriksson, f. 5. ágúst 1998, og Unnur Friðriksdóttir, f. 5. feb. 2004 (faðir Friðrik Ingi Friðriksson). Eiginkona Ey- vindar Karlssonar er Hulda Birgisdóttir, f. 11. nóv. 1979. Synir þeirra eru Þórhallur, f. 24. júlí 2007, og Þórarinn, f. 24. apríl 2009. Eiginmaður Bergþóru Halldórsdóttur er Jón Heiðar Gunnarsson, f. 31. mars 1981. Börn þeirra eru Matthildur Lilja, f. 13. sept. 2004, og Ríkharður Már, f. 29. okt. 2009. Sambýlismaður Val- gerðar Halldórsdóttur er Sten Ove Toft. Unnusta Starra Frið- rikssonar er Helga Hrund Hall- dórsdóttir, f. 8. sept. 1997. Unnusta Arnkels Ragnarssonar er Sól Arnþórsdóttir, f. 11. apr- íl 1996. Útför Unnar verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag, 1. maí 2021, klukkan 13. inmann sinn, Úlf Þór Ragnarsson, f. 24. des. 1939 á Skagaströnd. For- eldrar hans voru Sigurlaug Stef- ánsdóttir frá Smyrlabergi í A- Húnavatnssýslu, f. 25. sept. 1915, d. des. 2000, og Ragnar Þor- steinsson frá Ljár- skógarseli í Dalasýslu, f. 28. feb. 1914, d. 17. sept. 1999. Börn þeirra Unnar og Úlfs eru: Karl Ágúst, f. 4. nóv. 1957, Guðrún Inga, f. 4. des. 1962, og Linda Rán, f. 22. maí 1965. Sambýliskona Karls er Ágústa Skúladóttir, f. 17. júlí 1967, en börn hans eru Eyvindur, f. 7. des. 1981 (móðir María Sigurð- ardóttir), Brynhildur, f. 14. júní 1994, Álfheiður, f. 31. ágúst 2003 (móðir Ásdís Olsen) og fósturdætur Karls eru Berg- þóra Halldórsdóttir, f. 9. okt. 1983, og Valgerður Halldórs- dóttir, f. 16. júní 1986 (for- Fjölskyldu Unnar, tengda- móður minnar, er tamt að nota orðtakið „að einhver sé yfir still- ingunni“. Merkingin er að hafa mannaforráð í starfi sem felur í sér að allt gangi myndarlega og liðugt, og á líklega uppruna í veitingarekstri. Unnur tengda- móðir var oft yfir stillingunni í þeim fjölbreyttu störfum sem hún sinnti um ævina; hvort sem það var hótelrekstur eða marg- vísleg umönnunarstörf. En hún var líka óumdeilanlega yfir still- ingunni í fjölskyldunni. Þar átti hún óskorað fjölskyldumetið í hugmyndum og skipulagi um margs konar samveru þar sem grín og glens var haft í hávegum. Þar voru allir með í leik og spil- um og stundum datt henni í hug að liðið klæddist einhverjum búningum líka. Inn á milli atriða, slíkra samverustunda, laumaði Unnur gjarnan sögum af sjálfri sér og Úlla sínum. Efni sagn- anna flutti áheyrendum oft þann þroskaða boðskap að maður ætti ekki að taka sjálfan sig of hátíð- lega. Léttleiki tengdamömmu var sem betur fer langvinnur og alveg ólæknandi. Hún kallaði bíl- inn, sem Úlfur fór um á þegar hann hóf að gera hosur sínar grænar við hana, „Veiðibjölluna“ og þegar Hrafnkell Úlfur stóð skyndilega upp að hnjám úti í Reykjavíkurtjörn, þegar hún var að passa hann, brosti hún út í bæði og spurði snáðann: „Ja, hvað gerum við nú?“ Unnur var afsprengi borgar og sveitar og persónuleikinn hennar endur- speglaði heilbrigða blöndu hvors tveggja. Foreldrar Unnar bjuggu á býlinu Laugalæk í Reykjavík, sem samnefnd gata varð síðar nefnd eftir. Þar höfðu þau til dæmis sauðfjárbúskap á eignarlandi sínu sem sístækk- andi höfuðborgin þrengdi að. Unnur þoldi ekki snobb og yf- irgang en sýndi þeim sem minna máttu sín velvild. Hún hreifst af fallega gerðum munum, sérstak- lega ef þeir voru litríkir og að sækja leikhús var henni jafn nauðsynlegt og að draga andann, jafnvel mikilvægara. Hún vildi alltaf vera vel til fara og ég held að síðustu skórnir sem hún keypti yrðu hiklaust samþykktir sem hátíska hjá mestu tískuvitr- ingum veraldarinnar. Persónu- leika Unnar verður líklega best lýst með eftirfarandi sögu af henni: Það var eitt sinn að vor- lagi að hún var á leið með Úlfi sínum norður í land á manna- mót. Þau höfðu lagt af stað prúðbúin frá Reykjavík og óku eftir þjóðveginum um Húna- vatnssýslu þegar Laugalækjar- genin í Unni námu kind úti á túni sem var komin að burði en virtist eiga erfitt með það. Unn- ur bað Úlla að stoppa. Hún vatt sér út úr bílnum, klofaði svo í sparifötunum yfir gaddavírsgirð- ingu og fyrr en varði var hún komin með höndina upp að oln- boga í burðarlið kindarinnar. Henni tókst að breyta burðar- stöðu lambsins og hjálpa því til lífs. Að því loknu þreif hún sig sem best hún gat þarna á túninu og svo héldu þau hjónin áfram för. Hafðu innilega þökk fyrir samfylgdina um broslega vegi lífs okkar, kæra tengdamamma, og afsakaðu að ég glími enn við þann löst sem þér þótti verstur í mínu fari; skelfilega lítinn leik- húsáhugann. Það er þó þér og Ingu minni að þakka að sá löstur minn erfðist ekki í beinan karl- legg. Þar voruð þið mæðgurnar yfir stillingunni. Ragnar S. Ragnarsson. Elsku amma mín. Það er öll- um sárt að sjá þig fara en minn- ingarnar um þig munu lifa áfram að eilífu. Trúin á þitt fólk var gíf- urleg og stuðningurinn ómót- stæðilegur. Að vera í sama rými og þú var eins og að horfa á uppistand þar sem þú gerðir grín og þá aðallega á þinn kostn- að, sá var húmorinn hjá þér og meira að segja fram á seinasta dag. Að hafa upplifað að vera í ná- vist þinni öll þessi ár er gífurlega dýrmætt og erfitt er að finna manneskju eins og þig sem var jafn vel liðin alls staðar þar sem hún fór. Þegar ég hugsa um þig þá hugsa ég stoltur um ömmu mína sem ekkert lét á sig fá, sér- staklega ósérhlífin og alltaf tilbúin að hjálpa hvar og hvenær sem var. Minning um konu með hjarta úr gulli, það var amma mín. Starri Friðriksson. Elsku amma Unnur. Ég minnist ömmu minnar Unnar Karlsdóttur með stolti og hlýju. Hún var vinmörg og lá aldrei á skoðunum sínum. Það sem ég dái mest við ömmu mína er hvað hún gat gert mikið grín að sjálfri sér og maður gat alltaf treyst á að þegar við hittumst segði hún sögur um sjálfa sig sem líklega eiga ekki heima í minningar- grein. Meiri nagla er erfitt að finna; sama hversu grátt lífið lék hana kvartaði hún aldrei. Alla mína tíð hafa bæði amma Unnur og afi Úlli stutt mig í öllu því sem ég geri, öll þau skipti sem ég get ekki endurgreitt. Hún var alltaf stolt af barna- barninu sínu, hvort sem það var handboltaleikur eða útskrift þá sá maður ömmu í salnum með stoltið í botni. Það er sárt að missa stuðningsmann númer eitt úr lífi sínu en ég veit að hún verður alltaf með mér í anda. Oddur Friðriksson. Þegar ég minnist ömmu þá hugsa ég fyrst og fremst um það hve vel hún stóð við bakið á mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Þetta lýsir sér best í því hve dugleg hún var að hringja til að taka stöðuna á mér og var í framhaldi óhrædd að segja mér sína skoðun á mínum málum. Þó að mér þætti alltaf jafn vænt um að fá þessi símtöl þá vörðu þau aldrei lengi í senn þar sem fljót- færni einkenndi ávallt ömmu. Þessi fljótfærni hefur í gegnum tíðina verið uppspretta aragrúa stórkostlegra frásagna sem við, ættfólk hennar, minnumst oft með bros á vör. Amma tók sjálfa sig aldrei alvarlega og var dásamlega kærulaus um hluti sem skiptu engu máli. Það er því gríðarlega erfitt að kveðja hana ömmu mína því betri sál er varla hægt að finna. Þó er hægt að hugga sig við það að minning- arnar eru margar og allar góðar og munu þær lifa að eilífu. Hvíldu í friði elsku amma mín, þín verður saknað um ókomna tíð. Egill Friðriksson. Amma Unnur er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún var allt það góða sem ömm- ur geta verið. Amma skilur eftir sig margar góðar minningar um leikhúsferðir, fyndnar sögur, alls kyns uppátæki og notaleg að- fangadagskvöld. Hún var mjög áhugasöm um það sem við tók- um okkur fyrir hendur, mætti t.d. á skátamót, skátakvöldvökur og meira að segja á Bessastaði þegar við fengum forsetamerkið afhent. Hún fylgdist vel með skólagöngu okkar í gegnum tíð- ina og vildi gjarnan vita um ein- kunnir í hinu og þessu og fagn- aði þegar vel gekk. Henni þótti lítið mál að elda sérrétti á að- fangadagskvöld fyrir þann sem lítið er gefinn fyrir hefðbundinn jólamat. Að leiðarlokum erum við bræðurnir fullir þakklætis fyrir allt það sem amma gerði með okkur og fyrir okkur. Hrafnkell Úlfur og Arnkell Ragnar. Unnur okkar skólasystir og æskuvinkona er látin. Margt erum við vinkonurnar búnar að bralla í gegnum árin. Fyrst voru það skólaferðalögin en svo tóku við nokkrar ferðir erlendis og í sumarbústaði og þá alltaf með prjónana meðferðis. Saumaklúbburinn okkar var stofnaður fyrir ca 60 árum og hittumst við alltaf mánaðarlega á meðan börnun voru lítil en breyttum því svo í vikulegan saumaklúbbshitting síðasta ára- tuginn. Elsku Unnur okkar var driffjöðrin okkar í klúbbnum, hún skipulagði leikhúsferðir, tónleikaferðir, kaffihúsaferðir og ýmsa viðburði til að breyta að- eins til, og þessi elska sem okk- ur þykir svo vænt um dró okkur vinkonurnar með sér í ófáar ferðirnar í sumarbústaðinn í Þverárdalnum og einnig í Fljótshlíðina og alltaf var jafn gaman hjá okkur. Við vinkon- urnar skráðum okkur svo á vikulegt postulínsnámskeið þar sem máluð voru heilu stellin af allavega jólakönnum, kökudisk- um og fleira, alltaf var nóg um að tala og gera hjá okkur í sauma- og postulínsklúbbunum og því stórt skarð höggvið í vinkvennahópinn okkar. Unnar er sárt saknað og við æskuvin- konurnar kveðjum hana með söknuði og vitum að hún er kom- in á góðan stað núna. Við sendum hugheilar samúð- arkveðjur til Úlla og fjölskyldu. Ingibjörg (Inga), Jónína (Didda), Guðrún (Gunna) og Dísa. Hún rétti mér hönd sína þeg- ar ég var á myrku tímabili í lífi mínu. Það var eftir gosið í Vest- mannaeyjum 1973 að ég, eins og allir aðrir, þurfti að fóta mig í nýju umhverfi. Ég settist að í Mosfellssveit og fékk vinnu hjá Unni á fyrsta leikskóla sem rek- inn var í sveitinni. Var það í litlu húsi eða kofa, sem seinna fékk nafnið Rykvellir. Unnur átti rauðan Volkswagen og eitt vor- kvöld bauð hún mér í ökuferð. Það er ekki ofsögum sagt að bíl- túr sá hafi breytt lífi mínu. Ég sem hélt að í þessari sveit bærð- ist varla líf fékk á einu kvöldi aðra sýn á tilveruna. Unnur ók upp í Mosfellsdal og upp á Kjal- arnes og sagði mér sögur af fólkinu á bæjunum og hún kom mér til að hlæja og allt í einu varð lífið aftur í lit. Hún hafði þennan dásamlega hæfileika að geta brugðið sér í margra líki og naut þess að segja frá spaugileg- um atvikum. Þegar stundir gáf- ust í vinnunni var hún óþreyt- andi að segja mér skemmtilegar sögur. Hún sagði mér frá kett- inum sínum sem notaði svefn- herbergisgluggann sem inn- göngu í húsið og rumskaði hún þegar hann hlunkaðist niður á rúmstokkinn hjá henni. Eina nóttina datt honum í hug að hafa boð inni og þá komu margir kettir á eftir honum inn um gluggann en hún dró bara sæng- ina upp fyrir höfuð og truflaði ekki kattaboðið. Hún sagði mér líka frá því þegar þau voru að byggja hún og Úlli. Þá bjuggu þau í bænum en skruppu um helgar með það sem þau höfðu haft efni á að kaupa í byggingu hússins í Lágholtinu. Alltaf var hún til í að prófa eitthvað nýtt. Hún dreif mig með sér á nám- skeið í blómaskreytingum og stundum var skroppið á Volkswagen-bjöllunni í Eden í Hveragerði. Stundum reyndi ég að segja henni sögur og einu sinni tókst mér meira að segja svo vel upp að hún sagði skelli- hlæjandi: „Leiktu þessa aftur.“ Árin liðu og þótt við ynnum ekki lengur saman vorum við fljótar að tengja þegar við hitt- umst eða heyrðumst í síma. Ég hitti hana í leikhúsi en þá var hún nýbúin að segja mér að sjónin væri farin að daprast en það væri bara svo gaman að fara í leikhús að hún setti það ekki fyrir sig. Fyrir stuttu vorum við að rifja upp nöfn barnanna sem við höfðum passað en eru nú öll orðin fullorðið fólk. Þá sagði hún glettnislega að við gætum nú verið ánægðar með okkur að koma góðum hópi barna til manns. Mætti nefna hljóðfæra- leikara, prest, söngvara og skáld. Ég votta aðstandendum sam- úð mína. Minningin um góða vin- konu lifir. Hún var elskuð og verður sárt saknað. Gunnhildur Hrólfsdóttir. Dúlla á Laugalæk var fyrsta vinkona mín. Hún var ári eldri en ég, hugmyndarík og skemmti- leg. Karl faðir hennar var með kindur og ég er ekki frá því að þar hafi líka verið kýr í fjósi á þessum árum á Laugalæk. Guð- rún móðir hennar var skemmti- leg og mér alltaf góð. Bræður Unnar, þeir Nanni og Lilli (Ágúst og Eggert), voru eldri. Nanni var einstaklega skemmtilegur. Amma hennar, Unnur (eldri), var yndisleg og hélt mikið upp á nöfnu sína. Hún var henni innan handar við að byggja bú. Hestarnir voru legg- ir, kýrnar voru kjammar, hornin voru kindurnar og ég fékk að taka þátt í búskapnum. Svo var það eitt vorið að Unn- ur eignaðist forláta bú. Það var boddí af gömlum bíl. Því var komið fyrir vestan við Lauga- lækjarhúsið, þvílíkt fínt, og ég fékk að leika með. Hún var hugmyndarík og framkvæmdasöm. Sundlaugarnar voru mikið notaðar, og við vorum ungar þegar við fórum saman í sund. Það var skemmtilegt í sundlaug- unum, við köfuðum og lékum okkur við krakkana í litlu laug- inni. Komum svo heim með frosnar flétturnar og galtóman magann. Við fengum vinnu við að breiða saltfisk á sjávarmölina fyrir neðan Laugarnesveginn, það voru tveir tímar fyrir hádegi og svo áttum við að koma og taka saman síðdegis. Alvöru- vinna. Svo var það árið 1952 að það kom ný stelpa í hverfið, Jónína í Vikurhúsi. Það var góð viðbót. Þær voru jafnöldrur Unnur og Jónína og voru bekkjarsystur í Laugarnesskólanum. Þetta voru góðir og skemmtilegir tímar. Unnur og Jónína fengu vinnu í Arnarholti á Kjalarnesi, og árið eftir hvatti Unnur mig til að koma í Arnarholt. Þar unnum við líklega í tvö sumur. Þar kynntist Unnur Úlfi Ragnarssyni sem svo varð mað- urinn hennar, það varð farsælt hjónaband. Þau byggðu hús í Mosfellssveitinni, bjuggu þar og ólu upp börnin sín þrjú. Ég er þakklát fyrir ævilanga vináttu. Dóra Þorkelsdóttir frá Heiði. Unnur Karlsdóttir HINSTA KVEÐJA Ömmu verður sárt sakn- að en minningarnar og sög- urnar munu seint gleym- ast. Við erum þakklát að geta kallað ofurkonu eins og þig ömmu en jafnvel þakklátari að hafa kynnst þér sem persónu en hún er einsdæmi. Hvíldu í friði, amma okk- ar. Starri, Egill, Oddur og Unnur Friðriksbörn Það sem ég er þakklát að eiga allar þessar frábæru, fyndnu og skemmtilegu minningar um hana ömmu mína. Hún studdi alltaf við bakið á manni og fannst henni ekkert skemmtilegra en að sjá barnabörnin sín ná árangri í lífinu. Það var heiður að fá að kynnast þessari frábæru konu og er ég stolt að geta kallað hana ömmu mína og nöfnu. Ég ber nafn hennar með stolti og þakklæti. Megir þú hvíla í friði elsku amma mín, þín verð- ur sárt saknað. Unnur Friðriksdóttir. Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Kæru ættingjar og vinir, okkar hjartans þakkir fyrir samúðarkveðjur og vinarhug við fráfall Kiddu okkar, KRISTJÖNU VILBORGAR ÁRNADÓTTUR. Hannes Björn Friðsteinsson Ásdís Ásgeirsdóttir Árni Jóhannes Bragason Helena Dröfn Jónsdóttir Friðsteinn G. Hannesson Hildur Björg Birnisdóttir Sólrún Lilja Hannesdóttir Jens Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.