Morgunblaðið - 01.05.2021, Side 43

Morgunblaðið - 01.05.2021, Side 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 Mín kæra Kalla, sem var tengda- móðir mín í ríflega þrjátíu ár, er látin en ég er ákaflega þakklát fyrir að hafa getað knús- að hana og kvatt síðustu dagana hennar hér meðal okkar. Kalla var skemmtilegur og lit- ríkur karakter og oft á tíðum ansi uppátektasöm og er ljúft að geta yljað sér við minningarnar. Þegar ég kom í fjölskyldu Köllu var hún bóndi ásamt Sigbirni eiginmanni sínum og börnum í Miðfirðinum í Vestur-Húna- vatnssýslu. Mér fannst spenn- andi að fara í sveitina þar sem verkefnið var að Hjörtur átti að sitja yfir ánum og þar með komst ég í sauðburð í fyrsta skipti, Reykjavíkurbarnið, sem var mik- il og skemmtileg upplifun. Kalla las líka gríðarlega mikið og var alltaf með bók við höndina lengst af og tók ég það upp eftir henni og naut til hins ýtrasta. Þegar þau fjölskyldan fluttu til Reykjavíkur urðu samgöngur skiljanlega meiri og nánari og fórum við til að mynda tvær sam- an í skemmtilegar utanlandsfarir í sólina og nutum mjög og kynnt- umst líka betur, að ógleymdri frábærustu fjölskylduferð sem til er þegar við fórum til Ameríku og verður aldrei leikin eftir. Ég gæti skrifað helling um fyrrverandi tengdamóður mína en læt þessar fáu minningar duga með þakklæti í huga fyrir samfylgdina fyrir mig og mína Ketilríður (Kalla) Benediktsdóttir ✝ Ketilríður (Kalla) Bene- diktsdóttir fæddist 18. mars 1947. Hún lést 1. apríl 2021. Útför Köllu fór fram 16. apríl 2021. gegnum lífið. Að því sögðu vill Helga minnast ömmu sinnar með þakklæti fyrir að hafa haldið henni í fimleikum sem og hversu gaman henni fannst að fara með ömmu sinni og Sólu til Króatíu og minn- ist þess einnig að alltaf var til ís hjá ömmu þegar hún kom í heim- sókn. Guð blessi þig og útgöngu þína elsku Kalla. Þínar Andrea og Helga. Í dag kveðjum við eina af mín- um uppáhaldsfrænkum með miklum söknuði og hlýju í hjarta. Þær eru margar góðar minn- ingarnar um Köllu frænku og eru þær bestu frá tímunum þeg- ar hún bjó á Efra-Núpi. Kalla var yngst systkinanna á Núpi og fékk það hlutverk að halda áfram búrekstri á jörðinni eftir að amma og afi fluttu til Reykjavík- ur. Jörðin var stór og mikill rekstur á henni lengi framan af. Kirkja er á Efra-Núpi og sum- arið 1972 skírðu Kalla og mamma saman okkur Bensa í Núpskirkju. Vorum við Bensi skírð í höfðið á foreldrum þeirra systra, Benedikt og Ingibjörgu. Ég sótti mikið í að fara í sveitina til Köllu og á þaðan margar góð- ar og skemmtilegar minningar en misgóðar að mati Köllu sem átti eftir að rifja upp á seinni ár- um sér til skemmtunar en mér og Bensa til ama, blessuð sé minning hænsnanna. Stundirnar á Núpi voru marg- ar og ein af þeim er þegar Kalla fór í kaupfélagið á Hvamms- tanga. Fengum við Bensi að fara með og var rúsínan í pylsuend- anum að fá að kaupa dót á áfangastað. Kalla keyrði hratt skrykkjótan og holóttan veginn á Mözdunni svo við urðum bílveik í aftursætinu. Hún sat ávallt bein í baki í sætinu og lokaði glugg- unum til að koma í veg fyrir að rykið af veginum kæmi inn í bíl- inn. Kalla talaði, hló og keðju- reykti Winston alla ferðina, sem í þá daga þótti eðlilegt. Í þessum ferðum urðum við Bensi Íslands- meistarar í að halda niður í okk- ur andanum. Kalla átti hest sem hét Rúbín. Eitt sinn þegar við Bensi frændi vildum fara á hestbak og illa gekk hjá okkur að finna hestana á hálsinum fyrir ofan bæinn gekk Kalla með okkur að þá nýju fjár- húsunum. Kalla leit upp á háls- inn fyrir ofan fjárhúsin og kallaði skýrum og háum rómi: „Rúúú- bííín.“ Eftir fyrsta kallið stóð ég hissa í framan og gáttuð á fram- ferði frænku enda enga hesta að sjá. Hún kallar aftur „Rúbín“. Við lítum á Köllu, sem stendur brosandi, og bíðum. Eftir stutta stund kemur sótrauður gæðing- ur, fasmikill og faxprúður, hlaup- andi niður hálsinn með allt Núpsstóðið á eftir sér. Kalla brosti og sagði: „Jæja, hér eru hrossin.“ Við Bensi fönguðum gráa barnahestinn Kóp sem Kalla átti eftir að lána mér til Reykjavikur og leggja grunninn að hestamennsku minni. Kalla var með stórt hjarta og átti eftir að láta okkur mömmu hafa marga gæðingana frá Efra- Núpi sem flestir voru undan merinni hennar, Hæru frá Ei- ríksstöðum, sem okkur þótti mikið vænt um. Aðdráttarafl Köllu var ávallt mikið. Hún var glæsileg kona með ljóst sítt hár og hláturmild og minnti mig oft á íslensku fjall- konuna. Kalla var mjög klár, rökföst og hnyttin. Stríðnislegur og smitandi hláturinn var þó ávallt skammt undan en hún var með eindæmum fyndin þegar hún byrjaði. Mamma og Kalla voru alla tíð mjög nánar systur. Þær töluðu saman daglega og stundum í margar klukkustundir. Kalla var litla systir mömmu og jarðsungin í dag á afmælisdegi hennar. Innilegustu samúðarkveðjur til Sólrúnar, Ingunnar, Bensa, Hjartar, Sigbjörns, fjölskyldu og vina. Ingibjörg Guðmundsdóttir. Tuttugasta og þriðja mars síðast- liðinn lést frændi minn og móðurbróð- ir, Benedikt Vilhjálmsson. Hann var nýorðinn áttatíu og sex ára, langt leiddur af krabbameini, en minnið var óskert. Gilti einu hvort rætt var um gamlar minn- ingar eða það sem gerst hafði Benedikt Vilhjálmsson ✝ Benedikt Vil- hjálmsson fæddist 15. febrúar 1935. Hann lést 23. mars 2021. Útför Benedikts fór fram 31. mars 2021. deginum áður. Bensi ólst upp á Brandaskarði í Höfðahreppi hjá foreldrum sínum, Vilhjálmi Bene- diktssyni og Jensínu Hallgrímsdóttur. Milli mín og Bensa voru tólf ár, svo við vorum leikfélagar þegar ég var barn. Bensi var glaðvær og var gaman að vera í návist hans. Við spiluðum oft saman, en hann elskaði að svindla og þegar ég gerði athugasemdir við þetta, neitaði hann því staðfastlega og sagðist hætta að spila ef ég héldi þessum ásökunum áfram. Bensi var mjög hrifinn af því þegar ég sagði honum að ég ætl- aði til náms í Danmörku, og sagði hann mér að ef þau gætu aðstoð- að eitthvað, þá yrði ég að láta þau vita. En til þess kom þó aldrei, því ég fékk fljótlega vinnu með nám- inu úti. Bensi valdi sjómennsku að ævistarfi. Hann kvæntist eftirlif- andi konu sinni Sigurborgu, en hún var líka úr sveitinni. Þau eignuðust tvær dætur, Báru og Jenný Björk. Sem fulltíða maður bjó ég á heimili þeirra hér í Reykjavík en þau afsögðu með öllu að ég fengi að borga leigu. Ég mun alltaf minnast frænda míns með mikl- um hlýhug. Ég held að ef allir væru jafn sannir í sér og hann var, þá væri auðveldara að lifa líf- inu. Borgu og honum vil ég þakka margra ára vináttu sem aldrei bar skugga á. Við Olga sendum henni og dætrum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kæri frændi, þín kveðjustund er liðin. Kaldur snjórinn hvíta litar jörð. Nú mætt þú hefur inn í milda friðinn, en minningarnar hjá oss standa vörð. Í þinni nánd var notalegt að vera og njóta þess hve glaðværð þín var sönn. Þú alltaf hafðir eitthvað gott að gera sem gladdi og létti lífsins mæðu og önn. Dómhörku og æsing aldrei fann ég, oft þó ræddum heimsins viðkvæm mál. Hógværð þín og virðing voru dagleg og viðverandi afl í þinni sál. Þegar vegferð lýkur, leyf mér biðja. Leyf mér drottinn þitt í ríki inn. Þar trúi ég í hópi sælla sifja við saman munum gleðjast, Bensi minn. Vilhjálmur H. Gíslason. Í dag, hinn 1. maí, á fæðingar- degi vinkonu minn- ar Paulu Sejr Sörensen, vil ég minnast henn- ar. Hún kom frá Danmörku til Íslands árið 1957 með unnusta sínum Ármanni Kristinssyni. Eiginmaður minn og Ármann Paula Sejr Sörensen ✝ Paula Sejr Sörensen fædd- ist 1. maí 1932. Hún lést 7. desember 2020. Útför Paulu fór fram 16. desember 2020. voru samstarfs- menn, en þannig kynntumst við Paula árið 1960 og urðum góðar vin- konur. Fyrstu árin áttu þau heima við Sólvallagötu í Reykjavík þar sem fjölskylda Ármanns bjó. Á heimili þeirra mátti sjá fal- legan smekk Paulu og umhyggju yfir gestum sínum og þar var tíkin þeirra Skotta, vel upp alin, prúð og falleg. Vegna hundabanns í Reykjavík á þessum árum urðu þau að flytja í annað bæjarfélag. Þau fluttu í Garðabæ og þar fékk Paula útrás fyrir garðræktar- áhuga sinn og Skotta fékk frels- ið. Gestrisni þeirra var mikil og Paula fór létt með að hafa mat- arveislur; lagaði matinn sjálf, bragðgóðan og smekklega fram borinn, sannkallaðar krásir. Margar voru ánægjustundirnar sem við áttum á fallegu og nota- legu menningarheimili þeirra. Eitt af áhugaefnum Paulu var listmálun og þau voru fleiri, t.d. sund og útivera. Umhyggja Paulu fyrir mönnum og mál- leysingjum var einstök, en sú er þetta ritar getur borið um að fljót var hún að rétta fram hjálparhönd ef hún vissi af erf- iðleikum hjá öðrum. Paula fæddist hinn 1. maí 1932 og ólst upp hjá foreldrum sínum á Jót- landi í Danmörku ásamt systk- inum sínum; Leo, Elsu og Hönnu en Paula var þeirra elst. Hún lauk stúdentsprófi í Árós- um. Þar stundaði hún nám við verslunarháskóla og einnig í Kaupmannahöfn. Í Manchester á Englandi var hún um tíma í vinnu og námi, einnig í Barce- lona. Eftir að Paula fluttist til Íslands vann hún hjá Heild- verslun Magnúsar Víglundsson- ar en lengst af hjá Vélasölunni undir stjórn Gunnars Friðriks- sonar. Paula talaði og skrifaði íslensku afar vel og naut þess að lesa bækur íslenskra rithöf- unda. Vegna heilsubrests bjó Paula á Droplaugarstöðum í Reykjavík síðustu misserin, en hún lést þar hinn 7. desember 2020. Nú kveð ég vinkonu mína Paulu Sejr Sörensen með þökk fyrir heila og góða vináttu í ára- tugi. Með henni er gengin fjöl- hæf og vönduð sæmdarkona. Guðfinna Guðmundsdóttir. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug og réttu okkur hjálparhönd við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður og tengdaföður, HAFÞÓRS JÓNSSONAR, Brekkulæk 4. Lilja Hjördís Halldórsdóttir Tómas Bolli Hafþórsson Edward Duncan Subben og aðrir ástvinir Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug við fráfall elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, REYNIS ÁSBERG NÍELSSONAR rafvirkjameistara. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Brákarhlíðar fyrir einstaka umönnun. Kristján Ásberg Reynisson Jakobine Á. Reynisson Þórdís Mjöll Reynisdóttir Gísli J. Jósepsson Kristín G. Björk Reynisdóttir Kristóbert Ó. Heiðarsson Sturla Gunnar Eðvarðsson Þorleifur J. Ásberg Reyniss. Guðbjörg Hjaltadóttir Karl L. Ásberg Reynisson Aina R. Ásberg afabörn og langafabörn Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA THORARENSEN INGÓLFSDÓTTIR, Norðurbrú 4, lést á heimili sínu laugardaginn 17. apríl. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahjúkrunar og HERU. Útför fór fram frá Fossvogskapellu að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Guðmundur Bjarnason Ingólfur Bjarni Guðmundss. Agnieszka Wolanczyk-Guðm. ömmu- og langömmubörn Maðurinn minn og faðir okkar, BALDUR INGVI JÓHANNSSON, lést á Landspítalanum sunnudaginn 11. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11E fyrir einstaklega góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Rannveig Jónsdóttir Magnús Dige Baldursson Una Erlín Baldursdóttir Kjartan Dige Baldursson Jón Hrafn Baldursson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HILMARS HENRY GÍSLASONAR, Víðlundi 21, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð. Guðveig Jóna Hilmarsdóttir Stefán Örn Ástvaldsson Þorvaldur Kr. Hilmarsson Alda Ómarsdóttir Ólafur Gísli Hilmarsson Eva Sif Heimisdóttir Kristín Hilmarsdóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar og bróðir, RAGNAR ALEXANDER ÞÓRSSON, leiðsögumaður frá Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánudaginn 3. maí klukkan 14. Daiga Jirjena Guðmundur Andri Ragnarss. Helga María Ragnarsdóttir Júlía Sif Liljudóttir Nína Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.