Morgunblaðið - 01.05.2021, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 01.05.2021, Qupperneq 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 2021 ✝ Þórdís Ás- mundsdóttir fæddist á Klöpp í Reyðarfirði 1. október 1930. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð í Grinda- vík 12. apríl 2021. Foreldrar hennar voru Ásmundur Sig- urðarson, f. 1901, d. 1949, og Nikólína Jóhanna Olsen, f. 1903, d. 1989. Systk- ini hennar eru Una Sigríður, f. 1927, d. 2008, Jens, f. 1929, d. 2017, og Ragnheiður, f. 1943. Þórdís giftist Páli Hann- essyni, f. 3.8. 1927, d. 28.5. 2006, frá Keflavík 18. febrúar eiginmaður hennar er Krist- inn Þór Erlendsson frá Garði á Reykjanesi, f. 28.9. 1982. Börn þeirra eru Baltasar Karl, f. 2005, og Óliver Eiður, f. 2014. Börn Þórdísar Jónu frá fyrra sambandi eru Brynj- ar Daði, f. 1998, og Rúna Dís, f. 1999. c) Reynir Bragi, f. 9.10. 1980, eiginkona hans er Kristín Elísabet Csillag, f. 19.01. 1989. Börn Kristínar Elísabetar frá fyrra sambandi eru Ágúst Ingi, f. 2007, og Freyja Elísabet, f. 2010. d) Hafdís Dögg, f. 30.08. 1988. Börn hennar eru Sigurgeir Máni, f. 2007, og Hafdís Elín, f. 2015. Þórdís og Páll bjuggu fyrstu hjúskaparár sín í Hafn- arfirði og Garðabæ, en lengst af á Stöðvarfirði. Þar sinnti Þórdís hinum ýmsu störfum en var þó lengst af í frystihúsi staðarins. Undanfarin 28 ár bjó Þórdís í Grindavík. Útför Þórdísar var gerð í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1951. Börn Þórdís- ar og Páls eru: 1) Hannes Baldvin, f. 28.6. 1950, d. 1.5. 1967. 2) Bragi Pálsson, f. 15.4. 1957, eiginkona hans er Hafdís Sigríður Jónsdóttir frá Fáskrúðsfirði, f. 11.2. 1957. Börn þeirra: a) Páll Hlífar, f. 15.08. 1975, eiginkona er Elísabet Kjartansdóttir frá Sauð- árkróki, f. 25.08. 1980. Börn þeirra: Styrmir, f. 2003, Hrannar, f. 2005, Bragi, f. 2010, og Íris, f. 2014. Barn Páls Hlífars frá fyrra sam- bandi er Kristján Már, f. 1998. b) Þórdís Jóna, f. 11.11. 1977, Með þakklæti og hlýju efst í huga minnist ég Dísu, eða ömmu löng, sem nú hefur ver- ið lögð til hinstu hvílu við hlið afa Skáka, 15 árum eftir and- lát hans. Þótt ég sé vissulega döpur yfir dauðsfalli Dísu minnar þá samgleðst ég henni einnig en það er mjög langt síðan hún var tilbúin til þess að kveðja, orðin södd lífdaga og búin að eiga gott og inni- haldsríkt líf. Vinátta okkar Dísu hófst fyr- ir tæpum 20 árum þegar við Palli rugluðum saman reytum. Við urðum strax góðar vinkon- ur og það var kært á milli okk- ar alla tíð. Ég hef ræktað þessa vináttu af alúð og þykir óskap- lega vænt um hversu vel við náðum saman. Dísa var alltaf áhugasöm um líf okkar, lét sig varða um hvað við værum að sýsla í það og það skiptið, var mjög umhugað um barnahópinn okkar sem stækkaði hratt og setti sig inn í hlutina hjá okkur. Hún ræktaði mig ekki síður en ég hana og það kunni ég svo sannarlega að meta, samgangur og samskipti okkar á milli voru alltaf frá okkur báðum komnar. Þegar heilsu hennar hrakaði fyrir nokkrum árum síðan, og áður en hún tapaði heyrninni, hringdi ég í hana á kvöldin nokkrum sinnum í viku, bara til þess að athuga hvernig hún hefði það enda fannst mér óþægilegt að hún byggi ein og við í næsta bæjarfélagi. Oftar en ekki urðu þessi símtöl löng þrátt fyrir að við bæði heyrð- umst og hittumst oft í viku þá virtumst við alltaf hafa um nóg að tala. Dísa var með afar gott lund- arfar, hún var glaðvær og létt í lund. Jafnvel þó að á móti blési var alltaf stutt í léttleikann og húmorinn. Það var gott að sækja hana heim og við minn- umst heimsóknanna á Akur með mikilli hlýju. Heimili henn- ar var ævintýri líkast en hún var mikill safnari og það voru alls konar munir í hverju horni og hvergi var auðan blett að finna á veggjunum. Það má í raun segja að Dísa hafi safnað öllu, engu mátti henda, allt var hægt að nýta. Húsið hennar vakti mikla athygli ferðalanga sem gjarnan stoppuðu við það, tóku myndir og fengu jafnvel að koma inn og skoða herleg- heitin. Það þótti Dísu nú ekki leiðinlegt. Erlendir ferðamenn sendu henni jafnvel merkta penna eða aðra muni sem hún bætti svo í safnið, allt merkt og skrásett. Algjörlega einstakt enda var hún Dísa mín alveg sérstök tegund af manneskju, eins og hún sjálf gat að orði komist. Dísa var einstaklega góð amma og langamma. Hún elsk- aði börnin í kringum sig inni- lega og börnin báru sama hug til ömmu sinnar. Hún var þol- inmóð við þau, sýndi þeim ást og umhyggju og lagði sig fram um að vera þátttakandi í þeirra lífi. Hún náði vel til þeirra, gaf þeim færi á að taka þátt í sam- tölum og vildi heyra hvað þau höfðu að segja, en akkúrat það er eitt af mörgu sem börnin mín muna vel eftir og minnast með þakklæti. Ég þakka þér fyrir góða og trausta vináttu frá fyrstu kynn- um og allar götur síðan. Kærar þakkir fyrir alla umhyggjuna og kærleikann sem þú sýndir mér, Palla og börnunum okkar sem öllum þótti svo vænt um þig. Líf okkar sem eftir lifum verður ekki samt án heimsókna og samvista við þig. Takk fyrir allt Dísa mín, ást- arþakkir fyrir allt. Þín vinkona, Elísabet. Elsku amma mín. Þá er kom- ið að kveðjustund, þú ert loks- ins komin til afa þar sem þú vildir helst alltaf vera. Mikið sem ég sakna þín samt strax. Á sama tíma er ég samt ótrúlega þakklátur fyrir að fá að hafa þig í lífi mínu öll þessi ár. Allt sem þú kenndir mér og hjálp- aðir mér við mun aldrei gleym- ast. Þú studdir mig líka alltaf, alveg sama hvað, ég átti alltaf bandamann í þér og góðan og traustan vin. Þú varst yndis- lega amma alla tíð, bæði við mig en líka við börnin mín fimm sem munu búa að því alla ævi að hafa átt þig að. Eftir standa allar þær góðu minningar sem hafa skapast í kringum allt sem þú hefur gert með mér í gegnum árin. Ég man alltaf þegar ég var barn hversu ótrúlega gott það var að gista hjá ömmu og afa. Það var stjanað við mig, eins og ég væri kóngur. Á kvöldin gast þú lesið fyrir mig í marga klukkutíma ef okkur datt það í hug. Það var í raun sama hvað beðið var um, þú græjaðir það með bros á vör og ánægð yfir því að geta gert eitthvað fyrir mann. Við vorum aldeilis búin að eiga margar stundir saman yfir pönnukökubakstri. Þú bakaðir og ég tíndi þær allar beint upp í mig, enda allra bestu pönnsur sem bakaðar hafa verið. Börnin okkar Elísabetar voru svo lánsöm að þú bjóst hjá okkur um tíma 2018 og þeim tíma munu þau aldrei gleyma, þá sérstaklega Bragi okkar. Hann eftirlét þér herbergið sitt eins og ekkert væri sjálfsagð- ara enda spenntur og glaður yf- ir því að amma löng væri að fara að búa hjá okkur. Eftir skóla dreif hann sig svo heim enda vissi hann að þar biðir þú eftir honum tilbúin með spila- stokkinn við eldhúsborðið. Þú nenntir líka endalaust að leyfa Írisi að sitja inni hjá þér og hlusta á hana lesa, hún las auð- vitað bara einhverja vitleysu enda bara fjögurra ára gömul og ekki orðin læs. En þú hvatt- ir hana áfram og tókst þátt í þessu með henni. Eldri dreng- irnir okkar þrír hugsa alltaf til þín með mikilli hlýju enda varstu þeim alltaf svo góð og sýndir þeim og þeirra lífi mik- inn áhuga. Já, minningarnar eru endalausar og verða ekki allar taldar upp hér. Ég veit bara að við, ég, Elísabet og börnin okkar, munum öll sakna þín eins lengi og við lifum. Þú varst alveg sérstök kona og ég var svo lánsamur að vera barnabarnið þitt. Mikið var ég heppinn. Elsku amma, ástarþakkir fyrir samveruna og allar góðu stundirnar og allt sem þú kenndir mér, ég væri ekki sami maðurinn ef ég hefði ekki átt þig að. Þinn, Páll (Palli). Þórdís Ásmundsdóttir ✝ Ársól Margrét Árnadóttir fæddist í Reykja- vík 19. júlí 1928. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð 2. apríl 2021. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Ólafsdóttir hús- freyja, f. á Hróf- bjargarstöðum í Kolbeinsstaðahreppi í Hnapp. 23.2. 1896, d. 2.8. 1989, og Árni Erasmusson húsasmíða- meistari, f. á Syðri-Steinsmýri í Leiðvallahreppi í V-Skaft. 8.4. 1880, d. 3.10. 1963. Bróðir Ársólar var Guðjón Atli Árna- son, f. 18.6. 1927, d. 1976, og hálfsystir hennar var Drífa H. Seiwell, f. 16.9. 1918, d. 5.3. 2020. Ársól giftist 9.8. 1952 Birni Sigurðssyni bifreiðastjóra, f. í Efstadal í Laugardalshreppi í Árnessýslu 28.10. 1920, d. 16.2. 2008. Þau eignuðust fjög- ur börn. Þau eru Margrét, f. 21.12. 1952, d. 8.3. 2013, Sig- urður, f. 18.11. 1954, Ólafía, f. 4.10. 1958, og Sólveig, f. 12.7. 1961. Barnabörnin eru 12 og barna- barnabörnin 14. Ársól ólst upp á Bergþórugötunni. Hún stundaði nám í KFUM og K og lauk klæðskera- og kjólasaums- námi frá Iðnskól- anum. Hún vann í Últíma og sem símastúlka á Hreyfli. Ársól og Björn hófu búskap á Suðurlandsbraut hjá foreldrum Ársólar. Byggðu þau Sólheima 44 í Reykjavík og bjuggu þar þar til þau fluttu í Árskóga 6 þar sem þau bjuggu síðustu árin. Árið 1987 reistu þau sumarhús í Borgarfirðinum og þar vildu þau helst vera. Eftir að Björn hætti störfum dvöldu þau sum- arlangt í bústaðnum. Ársól hafði yndi af hannyrðum og saumaði mikið út. Ársól naut þess að ferðast með ættingjum og vinum um Ísland, einnig fór hún oft í heimsókn til Drífu til Bandaríkjanna. Útför hennar fór fram í kyrrþey. Fékk símtal frá Sollu frænku þar sem hún tilkynnti mér að mamma sín væri látin og mikið brá mér þótt hún væri orðin þetta fullorðin. Ég heimsótti Ár- sól í byrjun mars og mikið er ég þakklát fyrir að hafa farið þá. Hún Ársól leit svo vel út, svo vel tilhöfð eins og alltaf, en það var eins og hún ætti von á forset- anum. Þetta Covid hefur stjórn- að svo miklu að ég hef ekki getað heimsótt hana eins og ég hefði viljað. Veit ekki hvað ég var gömul er ég hitti Ársól fyrst, í mínum huga hefur hún bara alltaf verið til staðar. Það var alltaf svo spennandi að fara til höfuðborgarinnar, enda var það mikið ferðalag að fara frá Efstadal til Reykjavíkur á þeim tíma. Aldeilis breyttir tímar. En það átti ekki við um Ársól; hún breyttist ekkert, vildi alltaf vera góð við allt og alla og taka vel á móti öllum. Mikið fannst mér spennandi er ég fór suður í Sólheimana til Sollu frænku, hún Ársól sá sko um að hægt væri að fara með mig í bíó. Fór þá í bíó í fyrsta skipti á æv- inni, 12 ára gömul. Ársól hafði gaman af því að spá í bolla og við frænkurnar nýttum okkur það vel. Mikið var hlegið yfir kaffi- bollunum. Þegar foreldrar mínir fóru til Reykjavíkur fóru þau alltaf til Ársólar og Bjössa. Faðir minn og Bjössi voru bræður og mikill kærleikur á milli þeirra eins og á milli allra þeirra systkina. Þegar ég var unglingur var það ekki vandamál að taka mig inn á heimilið og finna fyrir mig vinnu. Mikið sem Ársól og Bjössi voru góð við mig og voru mér eins og aðrir foreldrar er ég var hjá þeim og reyndar alla tíð. Það var Ársól mikið áfall er Bjössi féll frá árið 2008 og svo Margrét elsta dóttir þeirra 8. mars 2013. Margrét var mér alltaf eins og besta systir og ég á svo fallegar og dýrmætar minningar um hana, ekki líður sá dagur að ég hugsi ekki til hennar. Nú veit ég að það verða fagnaðarfundir hjá þeim. Votta börnum hennar, tengda- börnum, barnabörnum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Elsku Ársól mín, takk fyrir allt, minning þin lifir og megir þú hvíla í friði. Sjáumst síðar í sum- arlandinu. Ása Björk Sigurðardóttir. Elsku amma var alltaf mjög gestrisin og þegar komið var í heimsókn til hennar gat hún ekki sest niður hjá okkur nema við þæðum eitthvað hjá henni. Þegar komið var í heimsókn til hennar var hún mjög oft með tilbúið vöffludeig og gerði eins margar vöfflur og við gátum í okkur látið. Allir sem þekktu hana vita að hún var mikill sælkeri og elskaði að fara með okkur í ísbíltúra og á kaffihús. Amma var mikið fyrir alla handavinnu og var mjög iðin við að reyna að fá okkur til að gera handavinnu. Meðal annars kenndi hún okkur að perla, sauma jólasokka, dúka og mynd- ir. Þegar við vorum saman uppi í sumó spiluðum við mikið saman. Hún var alltaf með og lét það ekki stoppa sig hvað hún gat stundum verið tapsár. Hún var líka mjög dugleg við að spyrja okkur um orð sem hana vantaði í krossgáturnar sínar þó svo að við höldum að hún hafi alveg vitað að við vissum ekki orðin. Hún var að reyna að fá okkur til að gera krossgátur líka. Hún elskaði að vinna, hvort sem það var í páska- bingóinu eða í krossgátum. Það var líka alltaf gaman að horfa með henni á sjónvarpið því hún horfði bara á það sem okkur langaði að horfa á svo lengi sem þættirnir hennar væru ekki í gangi. Hins vegar voru uppá- haldskvikmyndirnar hennar spennumyndir eins og James Bond og myndir með Steven Seagal. Næstu jól verða mjög skrítin og tómleg án þín, elsku amma. Við munum alltaf elska þig og sakna þín. Vera Sólveig, Einar Björn, Jón Atli og Ársól Drífa. Kveðja til mömmu að lífs- göngu lokinni. Það er lán að eiga mömmu sína í næstum sextíu ár. Hún var fyrirmynd mín og kenndi mér ótalmargt og studdi mig ævin- lega. Mamma byrjaði ung að vinna og lengst af vann hún í Iðnó. Þangað fékk ég oft að laumast með. Þrátt fyrir að vera útivinnandi hafði mamma alltaf tíma til að sauma fallegar flíkur á fjölskylduna. Hennar stóra áhugamál var saumaskapur og hannyrðir af ýmsum toga. Ótal listaverk eftir hana prýða heimili ættingja og vina. Einnig saumaði hún altaris- dúka í Grafarvogskirkju, Grens- áskirkju og í kirkju í Skagafirði. Mamma og pabbi voru sam- hent hjón og alltaf stóð heimili þeirra opið fyrir öllum. Mamma var hjálpsöm og tók iðulega þá sem veikir voru inn á heimilið og sinnti þeim. Margar tjaldútilegur voru farnar með okkur krakkana sem skilja eftir sig skemmtilegar minningar. Síðar byggðu þau sumarbústað í Borgarfirðinum, sem var þeirra sælureitur. Eftir að ég var flutt að heiman fórum við mamma oft til útlanda saman, meðal annars til Færeyja, Stokk- hólms og Buffalo í Bandaríkjun- um þar sem við heimsóttum Drífu systur mömmu. Góðar minningar eru fjársjóður. Vil ég þakka mömmu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og fjöl- skyldu mína. Hvíl þú í friði og gleði Guðs, með þakklæti fyrir lífið. Þín dóttir, Sólveig. Ársól Margrét Árnadóttir Handverkshátíð- in á Hrafnagili ágúst 2004. Ég hef hvorki fyrr né síð- ar verið þar í eins góðum fé- lagsskap, þar voru allar Holta- kotasysturnar fjórar með sitt handverk. Við mamma saman með bás eins og við vorum van- ar og Dóra, Inga og Ragna með annan bás þar nærri. Þessir dagar voru upplifun, þær voru óþrjótandi brunnar af allra- handa fróðleik og skemmtileg- heitum og ég reyndi að missa ekki af nokkurri stund heima á Brunná á kvöldin en Inga staldraði stundum við hjá okk- ur hinum áður en hún fór heim í háttinn. Nú eru allar stelp- urnar úr hinum básnum horfn- ar til annarra heima, síðast hún Ragna á nítugasta og níunda aldursári. Af systkinahópum foreldra minna er mamma ein eftir. Ragna var einn tengiliður minn við sveitina. Tvö sumur var ég í sveit í Biskupstung- unum 10 til 12 ára gömul og þá lá leiðin frá Akureyri um Reykjavík með viðkomu og stuðningi Dóru og þaðan á Sel- foss þar sem Ragna tók við pakkanum og sendi mig áleiðis til Ingu í Laugarási. Nú man ég ekki hvernig ég fór svo síð- asta spölinn en ég fann að það var gott að eiga svona hauka í horni. Seinna sumarið var ég í Hjarðarlandi hjá Helga móð- urbróður og Lóu. Það var ekkert stress á þess- um milliferðum mínum og dvaldi ég iðulega nætursakir á fyrrnefndum viðkomustöðum og þá var ekki leiðinlegt að Ragnhildur Einarsdóttir ✝ Ragnhildur Einarsdóttir fæddist 7. nóv- ember 1922. Hún lést 22. mars 2021. Útför Ragnhild- ar fór fram 19. apr- íl 2021. blanda geði við frændsystkinin en við hittumst ann- ars sjaldan því ég bjó svo ógurlega langt í burtu. Ragna vissi alveg hvað það var að þurfa að hafa fyrir lífinu og þurfti víst áreiðanlega stund- um að hvessa sig við krakkana en hún hafði líka kímnigáfu í betra lagi og bros í augunum sem hvort tveggja entist henni til síðustu stundar. Tæpum áratug síðar bjó ég um tíma í Holtakotum hjá afa og þá komu móðursysturnar stundum og alltaf með hlýju, skemmtilegheit og góð ráð. All- nokkru síðar byggðu þrjár systurnar sér bústaði niður við Tungufljótið og þá hófst enn annar kafli í okkar samskipt- um. Strákarnir mínir fóru stundum kornungir suður með ömmu sinni svona til að vera henni innan handar í handlangi og annarri smíðavinnu meðan hún var að byggja sitt hús og þá var nú notalegt að rölta yfir til Rögnu og taka í spil og eiga gott spjall við ömmusystur. Þarna við Koðralækinn – og reyndar víðar – hittist svo stór- fjölskyldan stundum og þá gat verið líf í tuskunum en ef marka má íslendingabók munu afkomendur systranna fjögurra nú vera orðnir alls 155 og ein- ungis fjórir þeirra látnir. Þetta hlýtur að teljast þokkalegt barnalán og ég er stolt og ánægð með að vera hluti þessa flotta hóps. Því miður var ekki hægt að koma á hittingi fjöl- skyldunnar síðastliðið sumar eins og til stóð af vissum ástæðum en ekki þýðir neitt að sýta það, njótum frekar frá- bærra minninga um Holtakota- systur. Elín Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.