Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 56

Morgunblaðið - 01.05.2021, Síða 56
Vorvindar er yfirskrift tónleika Duo Landon í 15:15 tón- leikasyrpunni sem haldnir verða í Breiðholtskirkju í dag, laugardag, kl. 15:15. Duo Landon skipa fiðluleik- ararnir Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer, en þau leika á fiðlur eftir fiðlusmiðinn Christopher Landon og þaðan er nafnið á dúóinu dregið. Á þessum tónleikum mun Martin leika á víólu sem Jón Marinó Jónsson hljóðfærasmiður hefur smíðað. Á efnisskrá tónleikanna eru dúettar fyrir fiðlu og víólu eftir tónskáldin W.A. Mozart, B.J. Martinu og G.F. Händel – J. Halvorsen. Vorvindar á 15:15 tónleikum í dag LAUGARDAGUR 1. MAÍ 121. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Valsmenn sigruðu Skagamenn 2:0 í upphafsleik Ís- landsmóts karla í knattspyrnu á Hlíðarenda í gærkvöld með mörkum Patricks Pedersens og Kristins Freys Sig- urðssonar. Það var Pedersen sem skoraði fyrsta mark mótsins í ár. Hinir fimm leikirnir í fyrstu umferðinni fara síðan fram í dag og á morgun. »48 Pedersen skoraði fyrstur í sigri Vals ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Glens, frumkvöðlafyrirtæki þriggja nemenda á lokaári í Kvennaskólanum í Reykjavík, setti nýverið fjölskyldu- spilið 20/20 á markað og hefur salan farið fram úr björtustu vonum. „Við byrjuðum með 65 pakka í sölu og þeir eru nær uppseldir,“ segir Franklín Ernir Kristjánsson um verkefni hans, Dóru Lilju Njálsdóttur og Ara Borg Helgasonar. Frumkvöðlafræði er valáfangi í Kvennaskólanum. Nemendur eru með í fyrirtækjasmiðju, stofna og reka eigið fyrirtæki, fjármagna það, gera viðskiptaáætlun og taka þátt í árlegri vörusýningu á vegum Ungra frumkvöðla (vorumessan.is). „Að fenginni ákveðinni leiðsögn var okkur hent út í djúpu laugina,“ segir Franklín um forsögu þess að þremenningarnir stofnuðu fyrirtæki vegna framleiðslu á fjölskylduspilinu. Hann segir að þau hafi viljað hanna skemmtilega vöru sem tengdist árinu 2020 og dottið niður á spil sem þau hönnuðu út frá atburðum og áberandi Íslendingum í fyrra. „Við lögðum höf- uðið í bleyti og hugsuðum fyrst um að gera bók, veltum fyrir okkur ýmsum öðrum hugmyndum og eftir að við staðnæmdumst við spilastokk ákváðum við að hanna okkar eigið spil.“ Þekktar persónur Kórónuveirufaraldurinn var málið í fyrra og því kemur ekki á óvart að sjá þríeykið, Víði Reynisson, Þórólf Guðnason og Ölmu Möller, í spilinu. Þar eru líka til dæmis Hetjurnar, Ari Eldjárn, Hildur Guðna, Bríet, Bubbi, Bjarni Ben, Katrín Jakobs og Guðni Th. Í stokkunum eru 80 spil, 20 per- sónuspil og 60 orkuspil. Safna þarf tvisvar sinnum 20 stigum. Spilari fær mismunandi mörg stig fyrir að ná hverri persónu og það er gert með því að safna ákveðnum spilum. „Leik- urinn snýst um að safna þessum spil- um og stigum sem þau gefa,“ útskýrir Franklín. Þríeykið færi til dæmis fólk í sóttkví og þegar spilari sé sendur í sóttkví verði hann að sitja hjá í næstu umferð. „Við lögðum okkur fram um að skapa skemmtilegt spil fyrir tvo til fimm keppendur þar sem létt grín og minningar frá löngu og ströngu ári svífa yfir vötnum.“ Áfanginn hófst í janúar, nemend- urnir fóru á fulla ferð í febrúar og verkefninu var skilað 16. apríl. „Við höfum fengið mjög góð viðbrögð við spilinu og keppendur hafa lýst yfir mikilli ánægju með það,“ segir Franklín. „Spilið er spennandi og samkeppnin í því mikil.“ Franklín segir að þessi nýsköpun hafi kveikt í sér. „Ég ætla að halda áfram á þessu sviði,“ staðhæfir hann. Þau vilji líka byggja upp fyrirtækið. „Framtíðarmarkmiðið er að gefa út eitt nýtt spil á ári. Vandamálið er að framkvæma en ekki að hugsa.“ Hann bætir við að spilið sé ágætis mótvægi við mikla skjánotkun ungs fólks. „Mér þykir mun skemmtilegra að hitta fólk, sitja og spila, heldur en að sitja fyrir framan tölvuna.“ Ungir frumkvöðlar Franklín Ernir Kristjánsson, Dóra Lilja Njálsdóttir með spilastokkinn og Ari Borg Helgason. Með ása í spilunum - Stórhuga frumkvöðlar í Kvennaskólanum í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.