Þjóðmál - 01.03.2016, Page 6

Þjóðmál - 01.03.2016, Page 6
Frjáls viðskipti Fyrir 85 árum vildi unga fólkið einnig vinna að„auknum skilningi milli launafólks og atvinnu- rekenda„meðal annars með því, að verkamenn fái hlutdeild í arði þeirra fyrirtækja, sem þeir vinna við, þar sem því verður við komið". Um leið taldi það nauðsynlegt að landbúnaðinum yrði komið í„nýtískuhorf". í atvinnumálum samþykkti Heimdallur að beita sér fyrir því að„frjáls samkeppni ráði í verslun og viðskiptum". Nauðsynlegt var talið að endurskoða réttarfarslöggjöfina og efla æðsta dómstól þjóðarinnar. í uppeldismálum lögðu Heimdellingar áherslu á að þroska einstaklingseðlið og sjálfstæða hugsun. Hugsað til framtíðar Þannig hefur margt af hugsjónum ungra sjálfstæðismanna staðist tímans tönn vel og ýmislegt gætu stjórnmálamenn samtímans lært af 85 ára gamalli stefnuskrá. Þeir gætu ekki sísttekið upp og beitt sérfyrir því sama og Heimdellingar vildu árið 1931; • að nokkur hluti af tekjum góðæra verði lagður til viðlagasjóðs, er síðan verði varið til að bæta afkomu erfiðu áranna, og fjárveitingavaldið verði raunverulega hjá Alþingi, en ekki ríkisstjórn. í rótleysi stjórnmálanna, þar sem pólitískur rétttrúnaður virðist hafa náð yfirhöndinni, er frískandi að rifja upp stefnufestu ungs fólks með ákveðnar skoðanir og djúpa sannfæringu. Ekkert var fjær þessu unga fólki árið 1931 en að taka þátt í„samræðustjórnmálum" þar sem innihaldslausir frasar eru allsráðandi. Það skildi nauðsyn þess að tekist væri á í hugmynda- baráttunni og vissi að krafa um samræðustjórnmál og málamiðlanir, skilaði þjóðinni aldrei fram á veginn. Jón Baldvin tók að sér formlega útför á eina stefnumálinu Eina stefnumál Samfylkingarinnar - aðild íslands að Evrópusambandinu - hefur verið jörðuð endanlega og formlega. Útfararstjórinn var Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins og utanríkisráðherra. í viðtali við Morgunvakt Ríkisútvarpsins 7. mars síðastliðinn sagði Jón Baldvin: „Við göngum ekki inn í brennandi hús núna. Slökkvið fyrst eldana." Það tekur stjórnmálamenn misjafnlega langan tíma að átta sig á breyttum aðstæðum og sumum tekst það aldrei. En Jón Baldvin sagði: „Hér talar maður sem var harðvítugasti talsmaður þess að við eftir hrun gengjum í samfélag lýðræðisríkja, Evrópusambandið. Ég hef endurskoðað þá afstöðu. Einfaldlega vegna þess að þegar ég horfi á Evrópu, þá sé ég Evrópusamband sem er nánast í sjálfsmorðsleiðangri vegna þess að pólitíska forystan hefur algjörlega brugðist - og það er kreppa eftir kreppu eftir kreppu. Peningasamstarfið er byggt á röngum grunni og stenst ekki. Það mun ekki standast nýtt áhlaup." Þá er spurningin þessi: Fyrir hverju ætlar Samfylkingin að berjast á næstu árum? 4 ÞJÓÐMÁL

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.