Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 68
var lögfest árið 1875 og þar til tekin var upp
sérstök gengisskráning íslenskrar krónu árið
1922 og erfiðleika í stjórnun peningamála
framtil 1931.
Þýsku og latnesku myntbandalögin
Myntbandalög ríkja eiga sér langa sögu.
Fyrsta vísi að slíku samstarfi má rekja aftur til
fimmtu aldar fyrir Krist er sjö grísk borgríki í
Litlu-Asíu tóku upp sameiginlega myntsláttu
til að greiða fyrir viðskiptum.
Þýska myntsamstarfinu var komið á lagg-
irnar árið 1857, en fram til þess tíma höfðu
hin fjölmörgu konungdæmi, hertogadæmi
og frjálsar borgir innan Þýska sambandsins
(þ. Deutscher Bund) haft með sér sína eigin
gjaldmiðla, en með þýska myntsamstarfinu
urðu þessar myntir aðeins tvær, Thaler í
norðri og Gulden í suðri. Eftir sameiningu
þýsku ríkjanna 1871 var komið á einni mynt,
marki (þ. Goldmark). Efnahagslegur ávinn-
ingur samstarfs af þessu tagi var öllum
augljós.3
Fljótlega eftir sameiningu ítölsku ríkjanna
var komið á fót myntbandalagi ítala, Frakka,
Belga og Svisslendinga, og voru lög þar
að lútandi samþykkt í viðkomandi ríkjum
árið 1865. Þetta samstarf var nefnt latneska
myntbandalagið (fr. union latine, ít. unione
monetaria latina). Myntin var slegin úr gulli,
silfri, nikkel og kopar og jafngild að þyngd og
stærð, þannig að fyrir einn franskan franka
fékkst einn belgískur franki, einn svissneskur
og ein ítölsk líra. Latneska myntsamstarfið
byggðist ekki á yfirþjóðlegum stofnunum,
heldur eingöngu á því að gjaldmiðlar aðildar-
ríkja samkomulagsins voru staðlaðir og
þannig gerðir gjaldgengir í viðskiptum landa
á milli. Samstarfið hófst formlega 1866 milli
stofnríkjanna fjögurra, en tveimur árum síðar
bættust Spánverjar og Grikkir í hópinn. Einn
peseti og ein drakma jafngiltu þá einum
franka. Árið 1889 fjölgaði ríkjum samstarfsins
enn frekar er Rúmanía, Búlgaría, Venesúela,
Serbía og San Marínó gerðust aðilar.4 í
þessum löndum voru gjaldmiðlar jafngildir
franka, nema hvað Serbar munu beinlínis
hafa notast viðfranska peninga. Myntir þessara
ríkja litu eins út, en hvert ríki hafði þó sitt
skjaldarmerki öðru megin og mynd hvers
konungs um sig hinum megin. Hér má því sjá
augljósa hliðstæðu við evrumynt nútímans.
Raunar voru á sama tíma uppi hugmyndir
um víðtækara myntbandalag og árið 1865
urðu þreifingar um stofnun sameiginlegs
myntbandalags allrar Norðurálfu og þá með
þátttöku Breta. Fljótlega kom í Ijós að ekki gat
náðst samstaða um hlutfall gulls í myntum
beggja vegna Ermarsunds og þá hefðu Bretar
þurft að taka upp tugakerfi í sínum gjaldmiðli.
Slík breyting var eðlilega of byltingarkennd á
dögum Viktoríu drottningar. Árið 1999 varð
aftur Ijóst að Bretar yrðu ekki þátttakendur í
nýjum sameiginlegum gjaldmiðli Norðurálfu,
en það er önnur saga.
í París höfðu menn þó ekki gefið mynt-
samstarfvið Breta upp á bátinn og árið 1867
reifuðu franskir stjórnmálamenn hugmynd-
ina um alþjóðamynt (fr. monnaie universelle)
með þátttöku Frakka og Breta auk hins
rísandi efnahagsveldis Bandaríkja Norður-
Ameríku. Hugmyndir um sameiginlega mynt
allrar Norðurálfu, eða alla vega meginlands-
ins voru mjög í tísku á þessum árum og
eðlilega fylgdust Bretar með þróun mála.
Walter Bagehot, ritstjóri The Economist, velti
upp áhyggjum af því að Bretar yrðu utan slíks
bandalags með þeim orðum að þeir kynnu
að verða skyldir eftir úti í kuldanum -,,be left
out in the cold".5
Erfiðleikar Grikkja við upptöku sameigin-
legrar myntar í nútímanum eru lýðum
kunnar, en fjármálakreppur og efnahags-
legur óstöðugleiki höfðu verið fylgifiskur
gríska ríkisins allt frá því að Grikkir komust
fyrst undan yfirráðum Tyrkjasoldáns 1832.
Ekki leið að löngu eftir inngöngu Grikkja í
myntsamstarfið er stjórnvöld þar í landi hófu
að draga úr gullinnihaldi myntarinnar og þar
með sviku þau samkomulagið. Raunar kvað
svo rammt að þessu að Grikkjum var vísað
úr samstarfinu 1908 og grískar drökmur þar
með ekki lengur gjaldgengar í viðskiptum
utan Grikklands. Grikkir gerðust þó aðilar
að bandalaginu aftur tveimur árum síðar.
Páfastóll mun einnig hafa gefið út mynt sem
66 ÞJÓÐMÁL