Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 64

Þjóðmál - 01.03.2016, Blaðsíða 64
Refsað fyrir ákvörðun Kristján Jóhannsson var fulltrúi ríkisins í stjórn Arion banka og tók þátt í ákvörðun stjórnar bankans um að ráða bankastjóra og ákveðna launakjör hans. Ríkisstjórnin taldi að laun bankastjórans væru of há og því var ákveðið að skipa Kristján ekki aftur í stjórn Arion banka. Fulltrúi ríkisins (Bankasýsl- unnar) í stjórn íslandsbanka ákvað hins vegar að sitja hjá þegar gengið var frá ráðningu bankastjóra þess banka. í fréttaskýringu Bjarna Ólafssonar, blaða- manns Morgunblaðsins, sem birtist 10. mars 2011, kom fram að laun forstjóra stórra íslenskra fyrirtækja væru 2-4 milljónir króna á mánuði. Laun bankastjóra Arion banka voru ákveðin 2,9 milljónir. í fréttaskýringunni segir meðal annars: „Þrjú stærstu fyrirtækin, að bönkum undanskildum, eru Össur, Marel og Actavis. Actavis er óskráð félag og þarf því ekki að gefa upplýsingar sem þessar og fékk Morgunblaðið þær ekki þegar eftir því var leitað. Laun og hlunnindiTheo Hoen, for- stjóra Marels, voru um 4,8 milljónir króna á mánuði í fyrra, þegar miðað er við gengi evrunnar í dag. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, var með um 13 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra, miðað við gengi bandaríkjadals í dag. Heildarlaun og hlunnindi Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra lcelandair, voru um 3,3 milljónir króna á mánuði og héld- ust óbreytt frá árinu 2009, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu og þá voru laun Eggerts B. Guðmundssonar, forstjóra HB Granda, um 2,3 milljónir króna í fyrra miðað við meðalgengi evru á árinu." Af þessu var Ijóst að laun bankastjóra Arion banka voru um 22% af launum forstjóra Össurar, 60% af launum forstjóra Marels og um 88% af launum forstjóra lcelandair. Bankastjórinn hafði hins vegar um fimmtungi hærri laun en forstjóri Granda. Þegar stjórnir Arion og íslandsbanka tóku ákvörðun um launakjör var meðal annars litið til þessara staðreynda. í viðtali við Morgunblaðið benti Kristján Jóhannsson á að eigendastefna ríkisins kvæði á um að laun skuli vera samkeppnisfær en ekki leiðandi. Við ákvörðun launa banka- stjórans hafi verið kannað hvernig kaupin gerist á eyrinni. En Jóhanna Sigurðardóttir var ekki sátt og á fésbókarsíðu sinni sagði hún að engin „siðleg réttlæting" væri á þeim„ofurlaunum sem æðstu stjórnendur Arionbanka og íslandsbanka hefði fengið á liðnu ári": „Framferði þeirra eróþolandi ögrun og bein ógn við stöðugleika og frið í samfélag- inu. Það er ólíðandi að æðstu stjórnendur banka og fyrirtækja skammti sér milljónir í laun á meðan almenningur berst í bökkum vegna glímunnar við afleiðingar banka- hrunsins." Þvert á staðreyndir gaf forsætisráðherra í skyn að bankastjórarnir hefðu„skammtað" sér ofurlaun. Hið rétta er að þar komu þeir hvergi nærri heldur var það alfarið í höndum stjórna bankanna. f yfirlýsingu stjórnar Bankasýslu ríkisins 20. mars er tekið fram að ráðningaferli bankastjóra Arion banka hafi verið vandað og að fulltrúi stofnunarinnar í stjórn bankans hafi ekki brotið gegn eigandastefnu ríkis- ins. En samt sem áður var komist að þessari niðurstöðu: „Stjórnin telur þó jafnframt að með tilliti til eðlis málsins hefði verið rétt af fulltrúa BR [Bankasýslu ríkisinsj í Arion banka að taka ekki þátt í afgreiðslu þess bæði í Ijósi viðkvæmrar stöðu bankanna við endur- reisn bankakerfisins, nú þegar stefnt er að því að byggja upp traust og trúverðugleika fjármálafyrirtækja, og viðleitni stjórnvalda til að hafa hemil á launahækkunum hærri launa. í Ijósi ofangreinds er það niðurstaða stjórn- ar að rétt sé að endurnýja ekki umboð stjórnarmanns BR í Arion banka á aðalfundi bankans sem haldinn verður í þessari viku." Hvernig hægt var að komast að þeirri niðurstöðu að rétt væri að Kristján Jóhanns- son fengi ekki umboð til að sitja áfram í 62 ÞJÓÐMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.